Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. september 2025 14:21 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir Sonju Ýr og félaga í verkalýðshreyfingunni hafa verið hafða með í ráðum. Vísir Fjármálaráðherra segir áform um afnám á áminningarskyldu sem undanfara uppsagna starfsmanna ríkisins ekki fela í sér þá skerðingu sem leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar hafa fullyrt í opinberri umræðu. Hann hafnar því að hafa ekki átt í samráði við verkalýðshreyfinguna áður en áformin voru kynnt. Greint var frá því í vikunni að fjármálaráðherra hafi birt frumvarp í samráðsgátt stjórnvalda þar sem áformað er að afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar starfsmanna ríkisins og tímabundinnar lausnar þeirra. Áformin hafa verið harðlega gagnrýnd af verkalýðsleiðtogum sem hafa sagt áformin fela í sér einhliða skerðingu á réttindum launafólks. Þá sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB það fordæmalaust að slík skerðing væri lögð til án samráðs. Verði áfram stjórnsýsluákvörðun Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra blæs á þá gagnrýni. „Ég tek nú ekki fyllilega undir þetta. Þessar hugmyndir hafa verið kynntar fyrir verkalýðshreyfingunni. Samráð felst í því að hlusta á sjónarmið og síðan þarf að meta á hverjum tíma hvort farið er eftir þeim sjónarmiðum eða ekki en á þeirra sjónarmið hefur verið hlustað.“ Sonja hefur sagt að áminningarskylda opinberra starfsmanna tíðkist á almennum og opinberum vinnumarkaði á hinum Norðurlöndunum þar sem enginn fetti fingur út í slíkt fyrirkomulag. Daði segir það sérstaka framsetningu. „Þetta fyrirkomulag sem er á Íslandi er séríslenskt. Það er ekki í þessu sú skerðing sem verið er að gefa til kynna vegna þess að það verður áfram stjórnsýsluákvörðun að segja fólki upp, þannig það þarf að rökstyðja hana og allt það.“ Telur nýtt fyrirkomulag manneskjulegra Núverandi fyrirkomulag hafi verið við lýði í þrjátíu ár og hafi verið þeim annmörkum háð að ekki hafi verið hægt að beita því. Breytingunum sé ekki miðað gegn neinum heldur sé markmiðið að bæta kjör almennra starfsmanna ríkisins eins og kostur sé. „Þetta hefur verið svo þröngt skilyrði að fáir hafa treyst sér til að nýta það og í þeim fáu tilvikum sem það er nýtt er það raunverulega svo hart vegna þess að því er svo sjaldan beitt að þetta verður blettur á ferli viðkomandi, það er engin ástæða til þess. Fólk getur ekki hentað til ákveðinna starfa af ýmsum ástæðum, þannig ég held þvert á móti að þetta geti orðið manneskjulegra, svo vil ég minna á það að þessi breyting nær líka til stjórnenda þannig þeir eru þá líka að missa þá vörn sem felst í að þessi áminningarskylda sé nauðsynleg gagnvart þeirra störfum.“ Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Ríkisstjórnin hyggst afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar starfsmanna ríkisins og tímabundinnar lausnar þeirra. Einnig stendur til að breyta ákvæðum laga um setningu í embætti, auglýsingaskyldu og greiðsludag launa. 12. september 2025 14:29 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Greint var frá því í vikunni að fjármálaráðherra hafi birt frumvarp í samráðsgátt stjórnvalda þar sem áformað er að afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar starfsmanna ríkisins og tímabundinnar lausnar þeirra. Áformin hafa verið harðlega gagnrýnd af verkalýðsleiðtogum sem hafa sagt áformin fela í sér einhliða skerðingu á réttindum launafólks. Þá sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB það fordæmalaust að slík skerðing væri lögð til án samráðs. Verði áfram stjórnsýsluákvörðun Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra blæs á þá gagnrýni. „Ég tek nú ekki fyllilega undir þetta. Þessar hugmyndir hafa verið kynntar fyrir verkalýðshreyfingunni. Samráð felst í því að hlusta á sjónarmið og síðan þarf að meta á hverjum tíma hvort farið er eftir þeim sjónarmiðum eða ekki en á þeirra sjónarmið hefur verið hlustað.“ Sonja hefur sagt að áminningarskylda opinberra starfsmanna tíðkist á almennum og opinberum vinnumarkaði á hinum Norðurlöndunum þar sem enginn fetti fingur út í slíkt fyrirkomulag. Daði segir það sérstaka framsetningu. „Þetta fyrirkomulag sem er á Íslandi er séríslenskt. Það er ekki í þessu sú skerðing sem verið er að gefa til kynna vegna þess að það verður áfram stjórnsýsluákvörðun að segja fólki upp, þannig það þarf að rökstyðja hana og allt það.“ Telur nýtt fyrirkomulag manneskjulegra Núverandi fyrirkomulag hafi verið við lýði í þrjátíu ár og hafi verið þeim annmörkum háð að ekki hafi verið hægt að beita því. Breytingunum sé ekki miðað gegn neinum heldur sé markmiðið að bæta kjör almennra starfsmanna ríkisins eins og kostur sé. „Þetta hefur verið svo þröngt skilyrði að fáir hafa treyst sér til að nýta það og í þeim fáu tilvikum sem það er nýtt er það raunverulega svo hart vegna þess að því er svo sjaldan beitt að þetta verður blettur á ferli viðkomandi, það er engin ástæða til þess. Fólk getur ekki hentað til ákveðinna starfa af ýmsum ástæðum, þannig ég held þvert á móti að þetta geti orðið manneskjulegra, svo vil ég minna á það að þessi breyting nær líka til stjórnenda þannig þeir eru þá líka að missa þá vörn sem felst í að þessi áminningarskylda sé nauðsynleg gagnvart þeirra störfum.“
Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Ríkisstjórnin hyggst afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar starfsmanna ríkisins og tímabundinnar lausnar þeirra. Einnig stendur til að breyta ákvæðum laga um setningu í embætti, auglýsingaskyldu og greiðsludag launa. 12. september 2025 14:29 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Ríkisstjórnin hyggst afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar starfsmanna ríkisins og tímabundinnar lausnar þeirra. Einnig stendur til að breyta ákvæðum laga um setningu í embætti, auglýsingaskyldu og greiðsludag launa. 12. september 2025 14:29