Carvalho rændi stigi af Chelsea Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. september 2025 18:30 Fabio Carvalho reyndist hetja Brentford. Justin Setterfield/Getty Images Fabio Carvalho reyndist hetja Brentford er hann tryggði liðinu 2-2 jafntefli gegn Chelsea í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að hafa verið mun meira með boltann í fyrri hálfleik lentu gestirnir í Chelsea undir þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum þegar Kevin Schade kom boltanum í netið eftir vel útfærða skyndisókn. Gestirnir létu það þó ekki slá sig út af laginu og Cole Palme jafnaði metin fyrir Chelsea á 61. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður stuttu áður. Bláklæddir Chelsea menn héldu áfram að þjarma að heimamönnum og það skilaði sér loksins á 85. mínútu þegar boltinn datt út fyrir vítateiginn fyrir fætur Moises Caicedo sem þrumaði honum í nærhornið. Það stefndi því allt í sigur gestanna, en það átti þó eftir að breytast. Á fjórðu mínútu uppbótartíma tóku heimamenn langt innkast sem andaði með því að boltinn barst á fjærstöngina. Þar lúrði Fabio Carvalho, einn og óvaldaður, og hann tryggði heimamönnum eitt stig. Niðurstaðan því 2-2 jafntefli eftir dramatískan endi. Chelsea er nú er með átta stig í fimmta sæti eftir fjóra leiki, en Brentford situr í tólfta sæti með fjögur stig. Enski boltinn
Fabio Carvalho reyndist hetja Brentford er hann tryggði liðinu 2-2 jafntefli gegn Chelsea í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir að hafa verið mun meira með boltann í fyrri hálfleik lentu gestirnir í Chelsea undir þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum þegar Kevin Schade kom boltanum í netið eftir vel útfærða skyndisókn. Gestirnir létu það þó ekki slá sig út af laginu og Cole Palme jafnaði metin fyrir Chelsea á 61. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður stuttu áður. Bláklæddir Chelsea menn héldu áfram að þjarma að heimamönnum og það skilaði sér loksins á 85. mínútu þegar boltinn datt út fyrir vítateiginn fyrir fætur Moises Caicedo sem þrumaði honum í nærhornið. Það stefndi því allt í sigur gestanna, en það átti þó eftir að breytast. Á fjórðu mínútu uppbótartíma tóku heimamenn langt innkast sem andaði með því að boltinn barst á fjærstöngina. Þar lúrði Fabio Carvalho, einn og óvaldaður, og hann tryggði heimamönnum eitt stig. Niðurstaðan því 2-2 jafntefli eftir dramatískan endi. Chelsea er nú er með átta stig í fimmta sæti eftir fjóra leiki, en Brentford situr í tólfta sæti með fjögur stig.