Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2025 07:32 Myndin sem TV Guia setti á forsíðu gefur til kynna að samband Ruben Neves við ekkju Diogo Jota sé í raun ástarsamband. Svo er ekki en Neves var vinur Jota til margra ára. Samsett/Skjáskot TVG/Getty Fótboltamaðurinn Ruben Neves sendi frá sér harðorðan pistil vegna myndar sem portúgalska tímaritið TV Guia setti á forsíðu og þótti gefa í skyn að hann ætti í ástarsambandi við ekkju Diogo Jota, náins vinar hans til margra ára. Fótboltaheimurinn hefur syrgt Jota eftir að hann lést ásamt Andre bróður sínum í bílslysi í júlí. Neves og Jota höfðu verið liðsfélagar í portúgalska landsliðinu sem og hjá Porto og Wolves, og það var því enn meira áfall fyrir Neves en flesta þegar slysið varð. Neves hefur leitað allra leiða til að heiðra minningu vinar síns og meðal annars fengið sér nýtt húðflúr með mynd af þeim að faðmast. Neves er kvæntur Debora Lourenco og hafa þau verið saman í meira en áratug, og Jota var nýbúinn að giftast Rute Cardoso þegar hann lést. Neves hefur sýnt Cardoso og börnunum þremur sem misstu pabba sinn allan þann stuðning sem hann getur, og honum blöskraði svo sannarlega þegar fyrrnefnd mynd birtist á forsíðu TV Guia. Tímaritið birti grein um vinasamband Neves og Cardoso, og stuðning Neves við fjölskyldu Jota, en það er myndavalið sem skiljanlega angrar Neves enda mætti halda að myndin sé tekin áður en þau Cardoso kyssast innilegum kossi. Fyrirsögnin var: „Eftir andlátið: Hvernig ekkja Diogo Jota hallar sér að besta vini hans“. Ruben Neves var einn af þeim sem báru kistuna í jarðarför Diogo Jota.Getty/Octavio Passos Neves hefur nú skrifað um málið og tekið af allan vafa um að þau Cardoso eigi í einhvers konar rómantísku sambandi. Í lauslegri þýðingu skrifaði hann: „Góðan daginn. Ég trúi alltaf á það góða í fólki, ég hef verið varaður við því enda hef ég þegar verið blekktur, og ég óska engum ills. Sá sem setti þessa mynd á forsíðu tímaritsins á ekki skilið að vera hamingjusamur, rétt eins og valið á henni olli ekki hamingju. Ég og konan mín, @deboralourenco23, höfum verið saman í yfir 11 ár, hamingjusöm, með fjölskyldu sem gerir mig stoltan, og í þessi 11 ár höfum við aldrei lent í neinum deilum. Við höfum gert okkar besta til að hjálpa Rute og fjölskyldu hennar eins og við best getum. Valið á þessari mynd er jafn óhamingjusamt og sá sem valdi hana og sá sem birti hana. Ég virði það að allir hafi sitt starf, ég virði að allir vilji gera sitt besta, ég virði ekki þá sem virða ekki aðra. Aftur segi ég, ég er stoltur af konunni sem ég á, fjölskyldunni sem ég á. Við erum stolt af Rute, fyrir þann styrk sem hún hefur haft, við erum hér hvað sem þarf, hún veit það. Þakka ykkur fyrir.“ Andlát Diogo Jota Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Landslið Íslands í alpagreinum skíðaíþrótta valin Sport „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Sport Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Fótboltaheimurinn hefur syrgt Jota eftir að hann lést ásamt Andre bróður sínum í bílslysi í júlí. Neves og Jota höfðu verið liðsfélagar í portúgalska landsliðinu sem og hjá Porto og Wolves, og það var því enn meira áfall fyrir Neves en flesta þegar slysið varð. Neves hefur leitað allra leiða til að heiðra minningu vinar síns og meðal annars fengið sér nýtt húðflúr með mynd af þeim að faðmast. Neves er kvæntur Debora Lourenco og hafa þau verið saman í meira en áratug, og Jota var nýbúinn að giftast Rute Cardoso þegar hann lést. Neves hefur sýnt Cardoso og börnunum þremur sem misstu pabba sinn allan þann stuðning sem hann getur, og honum blöskraði svo sannarlega þegar fyrrnefnd mynd birtist á forsíðu TV Guia. Tímaritið birti grein um vinasamband Neves og Cardoso, og stuðning Neves við fjölskyldu Jota, en það er myndavalið sem skiljanlega angrar Neves enda mætti halda að myndin sé tekin áður en þau Cardoso kyssast innilegum kossi. Fyrirsögnin var: „Eftir andlátið: Hvernig ekkja Diogo Jota hallar sér að besta vini hans“. Ruben Neves var einn af þeim sem báru kistuna í jarðarför Diogo Jota.Getty/Octavio Passos Neves hefur nú skrifað um málið og tekið af allan vafa um að þau Cardoso eigi í einhvers konar rómantísku sambandi. Í lauslegri þýðingu skrifaði hann: „Góðan daginn. Ég trúi alltaf á það góða í fólki, ég hef verið varaður við því enda hef ég þegar verið blekktur, og ég óska engum ills. Sá sem setti þessa mynd á forsíðu tímaritsins á ekki skilið að vera hamingjusamur, rétt eins og valið á henni olli ekki hamingju. Ég og konan mín, @deboralourenco23, höfum verið saman í yfir 11 ár, hamingjusöm, með fjölskyldu sem gerir mig stoltan, og í þessi 11 ár höfum við aldrei lent í neinum deilum. Við höfum gert okkar besta til að hjálpa Rute og fjölskyldu hennar eins og við best getum. Valið á þessari mynd er jafn óhamingjusamt og sá sem valdi hana og sá sem birti hana. Ég virði það að allir hafi sitt starf, ég virði að allir vilji gera sitt besta, ég virði ekki þá sem virða ekki aðra. Aftur segi ég, ég er stoltur af konunni sem ég á, fjölskyldunni sem ég á. Við erum stolt af Rute, fyrir þann styrk sem hún hefur haft, við erum hér hvað sem þarf, hún veit það. Þakka ykkur fyrir.“
Andlát Diogo Jota Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Landslið Íslands í alpagreinum skíðaíþrótta valin Sport „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Sport Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira