Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2025 19:00 Íris Björg hefur undanfarið ár staðið í ströngu til að tryggja að nauðgarinn hennar afpláni tveggja og hálfs árs dóm. Vísir Kona, sem hefur beðið í meira en ár eftir að maðurinn sem nauðgaði henni hefji afplánun, kallar eftir aukinni fjármögnun til að vinna gegn hægagangi í kerfinu. Hún segist viss um að berjist brotaþolar ekki fyrir málum sínum, jafnvel eftir sakfellingu, þá gerist lítið sem ekkert. Í byrjun október í fyrra lauk rúmlega tveggja ára baráttu Írisar Bjargar fyrir dómstólum þegar maðurinn sem nauðgaði henni var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Landsrétti. Maðurinn átti að hefja afplánun í sumar. „Og þá var fangelsið fullt þannig að hann kemst ekki að,“ segir Íris Björg Albertsdóttir. „Ég hafði heyrt af því að hann er að sækja um náðun á málinu og guð má vita hvað það tekur langan tíma að vinna úr því og á meðan gengur hann laus.“ Óttast eigið öryggi Hún er ekki viss um að hann muni nokkurn tíma afplána dóminn, nema hún haldi þrýstingnum áfram. „Og ég held að hann hafi ekki átt að fá bréfið næstum því strax, boðunarbréfið um að fara í fangelsi nema ég hefði verið að hringja sjálf í fangelsismálastofnun af því að ég var það hrædd um mitt öryggi. Hann veit hvar ég á heima þannig að ég var alltaf á varðbergi,“ segir Íris Björg. „Ég held að ef brotaþolar eru ekki endalaust að ýta á málin sín þá gerist ekkert. Nema alltof, alltof hægt sem gefur svona mönnum tækifæri á að brjóta meira af sér.“ Hægagangur kerfisins sé orðinn óásættanlegur. „Ef það er bara lagður nógu mikill peningur í þetta, þá er hægt að koma í veg fyrir svo mikið.“ Þrettán konur höfðu samband Íris Björg hafði samband við kynferðisbrotadeild þar sem hún ræddi við lögreglumann sem hvatti hana til að fá fleiri þolendur til að segja frá - það gæti þrýst á um að maðurinn færi í afplánun. Íris birti í kjölfarið færslu á Facebook þar sem hún auglýsti eftir konum sem hefðu orðið fyrir barðinu á geranda hennar. „Ég fékk skilaboð frá þrettán stelpum eftir þetta og ég vissi um þrjár fyrir,“ segir Íris. Horfa má á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Hvernig líður þér að vita af öllum þessum meintu þolendum? „Ömurlega, og eins og ég hef alltaf sagt frá því að ég kæri hann þá er ég ekki að gera þetta fyrir mig, ég er að gera þetta fyrir okkur. Sú sem var vitni í málinu mínu, hann braut á henni. Þannig að ég sagði alltaf við hana ég er að gera þetta fyrir okkur ekki bara fyrir mig. Líka fyrir allt hitt fólkð sem hefur lent í kynferðisbroti. Þetta er ógeðslega erfitt en maður fagnar öllum litlum sigrum. Það er magnað að ég hafi komist í gegnum bæði Héraðsdóm og Landsrétt.“ Stungið í tvígang á dekkin hennar Maðurinn er virkur á stefnumótaforritum og hefur meðal annars líkað við Írisi Björgu. Hún lenti jafnframt í því í sumar að mæta manninum þegar hún var í miðbænum að skemmta sér og segir hann hafa ætlað að ráðast á sig - sem betur fer hafi öryggisvörður stigið á milli. Hún sækist nú eftir nálgunarbanni á manninn. „Ég hef bara áhyggjur eftir að ég byrjaði að tjá mig, eftir að ég byrjaði að tala um málið. Af einhverjum furðulegum ástæðum eftir að ég opinberaði fyrst um málið, hvort það hafi verið kvöldið eftir,- þá er stungið á bæði afturdekkin á bílnum mínum. Hvort það er tilviljun veit ég ekki. Svo núna í vikunni tjái ég mig aftur um málið og nafngreini hann, þar sem hann er nafngreindur í dómnum hvort eð er og ég set inn mynd af honum og þá er búið að gera aftur gat á dekkið mitt deginum eftir. Hvort það sé tilviljun, ég veit það ekki,“ segir Íris Björg. „Vitandi það að þessi maður gengur laus - ég get ekki alltaf verið að líta á bak við mig hvort hann sé þarna. Þannig að já ég er að sækja um nálgunarbann núna og krossa putta að það fari í gegn.“ Ísland í dag Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Sjá meira
Í byrjun október í fyrra lauk rúmlega tveggja ára baráttu Írisar Bjargar fyrir dómstólum þegar maðurinn sem nauðgaði henni var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Landsrétti. Maðurinn átti að hefja afplánun í sumar. „Og þá var fangelsið fullt þannig að hann kemst ekki að,“ segir Íris Björg Albertsdóttir. „Ég hafði heyrt af því að hann er að sækja um náðun á málinu og guð má vita hvað það tekur langan tíma að vinna úr því og á meðan gengur hann laus.“ Óttast eigið öryggi Hún er ekki viss um að hann muni nokkurn tíma afplána dóminn, nema hún haldi þrýstingnum áfram. „Og ég held að hann hafi ekki átt að fá bréfið næstum því strax, boðunarbréfið um að fara í fangelsi nema ég hefði verið að hringja sjálf í fangelsismálastofnun af því að ég var það hrædd um mitt öryggi. Hann veit hvar ég á heima þannig að ég var alltaf á varðbergi,“ segir Íris Björg. „Ég held að ef brotaþolar eru ekki endalaust að ýta á málin sín þá gerist ekkert. Nema alltof, alltof hægt sem gefur svona mönnum tækifæri á að brjóta meira af sér.“ Hægagangur kerfisins sé orðinn óásættanlegur. „Ef það er bara lagður nógu mikill peningur í þetta, þá er hægt að koma í veg fyrir svo mikið.“ Þrettán konur höfðu samband Íris Björg hafði samband við kynferðisbrotadeild þar sem hún ræddi við lögreglumann sem hvatti hana til að fá fleiri þolendur til að segja frá - það gæti þrýst á um að maðurinn færi í afplánun. Íris birti í kjölfarið færslu á Facebook þar sem hún auglýsti eftir konum sem hefðu orðið fyrir barðinu á geranda hennar. „Ég fékk skilaboð frá þrettán stelpum eftir þetta og ég vissi um þrjár fyrir,“ segir Íris. Horfa má á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Hvernig líður þér að vita af öllum þessum meintu þolendum? „Ömurlega, og eins og ég hef alltaf sagt frá því að ég kæri hann þá er ég ekki að gera þetta fyrir mig, ég er að gera þetta fyrir okkur. Sú sem var vitni í málinu mínu, hann braut á henni. Þannig að ég sagði alltaf við hana ég er að gera þetta fyrir okkur ekki bara fyrir mig. Líka fyrir allt hitt fólkð sem hefur lent í kynferðisbroti. Þetta er ógeðslega erfitt en maður fagnar öllum litlum sigrum. Það er magnað að ég hafi komist í gegnum bæði Héraðsdóm og Landsrétt.“ Stungið í tvígang á dekkin hennar Maðurinn er virkur á stefnumótaforritum og hefur meðal annars líkað við Írisi Björgu. Hún lenti jafnframt í því í sumar að mæta manninum þegar hún var í miðbænum að skemmta sér og segir hann hafa ætlað að ráðast á sig - sem betur fer hafi öryggisvörður stigið á milli. Hún sækist nú eftir nálgunarbanni á manninn. „Ég hef bara áhyggjur eftir að ég byrjaði að tjá mig, eftir að ég byrjaði að tala um málið. Af einhverjum furðulegum ástæðum eftir að ég opinberaði fyrst um málið, hvort það hafi verið kvöldið eftir,- þá er stungið á bæði afturdekkin á bílnum mínum. Hvort það er tilviljun veit ég ekki. Svo núna í vikunni tjái ég mig aftur um málið og nafngreini hann, þar sem hann er nafngreindur í dómnum hvort eð er og ég set inn mynd af honum og þá er búið að gera aftur gat á dekkið mitt deginum eftir. Hvort það sé tilviljun, ég veit það ekki,“ segir Íris Björg. „Vitandi það að þessi maður gengur laus - ég get ekki alltaf verið að líta á bak við mig hvort hann sé þarna. Þannig að já ég er að sækja um nálgunarbann núna og krossa putta að það fari í gegn.“
Ísland í dag Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Sjá meira