Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2025 22:01 Luka Doncic lenti í villuvandræðum gegn Þýskalandi eins og nokkrir aðrir leikmenn Slóveníu. getty/Matthias Stickel Dómarar leiks Þýskalands og Slóveníu í átta liða úrslitum á EM í körfubolta karla verða eflaust ekki á jólakortalista slóvensku leikmannanna og þjálfaranna. Þeir voru vægast sagt ósáttir við störf dómaratríósins í kvöld. Eftir að hafa leitt nánast allan leikinn misstu Slóvenar móðinn undir lokin gegn heimsmeisturum Þjóðverja og töpuðu, 99-91. Ofurstjarna slóvenska liðsins, Luka Doncic, átti stórleik í kvöld. Hann skoraði 39 stig, tók tíu fráköst og gaf sjö stoðsendingar en lenti í villuvandræðum. Eftir að Doncic fékk sína fjórðu villu veifaði hann peningamerki að dómurum leiksins. Samherji Doncic, Alen Omic, var vægast sagt ósáttur við meðferðina sem honum fannst Los Angeles Lakers-maðurinn fá í leiknum. „Hvað er þetta? Besti leikmaður mótsins. Allir koma til að horfa á hann. Við getum ekki spilað körfubolta eins og þið. Þess vegna töpuðum við. Þeir skoruðu fjörutíu af níutíu stigum sínum á vítalínunni og nú getið þið talið,“ sagði Omic. Raunar skoruðu Þjóðverjar þrjátíu af 99 stigum sínum af vítalínunni. Þeir tóku 37 vítaskot í leiknum en Slóvenar 25. Þar af tók Doncic fimmtán víti. Slovenians are fuming about the officiating at the quarter-final game vs. Germany.Alen Omic: pic.twitter.com/O1J6hMakIJ— HoopsHype (@hoopshype) September 10, 2025 „Við komum hingað til að berjast og erum með fjölskyldunni okkar. Við viljum vinna leikinn og þetta gerist. Hvað er hægt að segja? Hvað er hægt að segja? Ekkert að segja. Við spiluðum mjög vel. Við börðumst og ætluðum að fara alla leið og þegar andstæðingurinn tekur fjörutíu víti geturðu ekki unnið,“ bætti Omic við. Slóvenía fékk 31 villu í leiknum í kvöld en Þýskaland 24. Doncic náði að klára leikinn án þess að fá sínu fimmtu villu en Omic og Aleksej Nikolic fengu báðir fimm villur. Í undanúrslitunum mætir Þýskaland Finnlandi og Grikkland og Tyrkland eigast við. EM 2025 í körfubolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes - Ármann | Ljúka 44 ára bið Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Sjá meira
Eftir að hafa leitt nánast allan leikinn misstu Slóvenar móðinn undir lokin gegn heimsmeisturum Þjóðverja og töpuðu, 99-91. Ofurstjarna slóvenska liðsins, Luka Doncic, átti stórleik í kvöld. Hann skoraði 39 stig, tók tíu fráköst og gaf sjö stoðsendingar en lenti í villuvandræðum. Eftir að Doncic fékk sína fjórðu villu veifaði hann peningamerki að dómurum leiksins. Samherji Doncic, Alen Omic, var vægast sagt ósáttur við meðferðina sem honum fannst Los Angeles Lakers-maðurinn fá í leiknum. „Hvað er þetta? Besti leikmaður mótsins. Allir koma til að horfa á hann. Við getum ekki spilað körfubolta eins og þið. Þess vegna töpuðum við. Þeir skoruðu fjörutíu af níutíu stigum sínum á vítalínunni og nú getið þið talið,“ sagði Omic. Raunar skoruðu Þjóðverjar þrjátíu af 99 stigum sínum af vítalínunni. Þeir tóku 37 vítaskot í leiknum en Slóvenar 25. Þar af tók Doncic fimmtán víti. Slovenians are fuming about the officiating at the quarter-final game vs. Germany.Alen Omic: pic.twitter.com/O1J6hMakIJ— HoopsHype (@hoopshype) September 10, 2025 „Við komum hingað til að berjast og erum með fjölskyldunni okkar. Við viljum vinna leikinn og þetta gerist. Hvað er hægt að segja? Hvað er hægt að segja? Ekkert að segja. Við spiluðum mjög vel. Við börðumst og ætluðum að fara alla leið og þegar andstæðingurinn tekur fjörutíu víti geturðu ekki unnið,“ bætti Omic við. Slóvenía fékk 31 villu í leiknum í kvöld en Þýskaland 24. Doncic náði að klára leikinn án þess að fá sínu fimmtu villu en Omic og Aleksej Nikolic fengu báðir fimm villur. Í undanúrslitunum mætir Þýskaland Finnlandi og Grikkland og Tyrkland eigast við.
EM 2025 í körfubolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes - Ármann | Ljúka 44 ára bið Keflavík - ÍR | Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? ÍA - Þór Þ. | Loksins aftur leikið á Akranesi í efstu deild KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Sjá meira