Handbolti

Engin vanda­mál hjá Arnari Birki og fé­lögum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar Birkir Hálfdánsson hefur leikið lengi erlendis.
Arnar Birkir Hálfdánsson hefur leikið lengi erlendis. vísir/anton

Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði þrjú mörk þegar Amo sigraði Tumba örugglega, 36-26, í sextán liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í handbolta í kvöld.

Amo vann fyrri leikinn með þriggja marka mun, 29-26, og einvígið, 65-52.

Arnór Viðarsson skoraði eitt mark fyrir Karlskrona sem gerði jafntefli við Redbergslids, 30-30. Ólafur Guðmundsson lék ekki með Karlskrona í kvöld.

Í norsku úrvalsdeildinni bar Drammen sigurorð af Elverum, 30-34.

Ísak Steinsson varði eitt skot í marki Drammen sem hefur unnið báða deildarleiki sína á tímabilinu.

Tryggvi Þórisson skoraði eitt mark fyrir Elverum sem er með tvö stig eftir tvo leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×