Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar 10. september 2025 14:32 Fyrir liggur hjá félags- og húsnæðismálaráðherra að stytta rétt atvinnuleitenda til bóta úr 30 mánuðum í 18 mánuði, þ.e. um heilt ár. Með þessu sparar ríkissjóður um 6000 milljónir króna á ári eins og skoða má í nýja fjárlagafrumvarpinu. Ekki er yfirleitt um 30 samfellda mánuði að ræða heldur tímabil í lífi atvinnuleitandans, en stundum þó langtímaatvinnuleysi. Um er að ræða mikið af ungu fólki sem og einstaklinga sem hafa aðeins árstíðabundin störf. Einnig einstalinga með erlendan bakgrunn, sem hafa ekki haft tækifæri á að ná tökum á íslenskri tungu. Það er fólk með sama bakgrunn og uppistaðan þeirra sem sinna láglaunastörfunum í landinu. Loks má horfa til þess að fólk getur líka verið vinnufært án þess að geta unnið hvaða starf sem er. Þessar aðgerðir eru án allra annarra aðgerða til að grípa þann hóp sem hefur nýtt réttinn. Atvinnuleysisbætur fyrir einstakling eru um 365.000 kr. fyrir skatt miðað við 100% bótarétt. Þegar honum er vísað frá er ekki um annað að gera en að leita til sveitafélags síns um framfærslu. Þar er framfærslueyririnn (ef framfærslu skyldi kalla) mismunandi eftir sveitafélögum en um 280.000 kr fyrir skatt. Eftir slíkar hremmingar tekur fjölda ára að rétta úr kútnum, ef það þá tekst. Hvaða bolmagn hafa sveitafélögin til þess að taka við þessum fjárútlátum? Og ekki síður til að sinna hópnum í atvinnuleit eða öðrum vanda sem einstaklingarnir kunna að standa frammi fyrir? Vinnumálastofnun hefur verkferla til að sinna atvinnuleitendum, fylgst er með virkni og atvinnuleit. Eftir mánuð einstaklings á atvinnuleyisskrá er gripið til sérstakra úrræða og með mun öflugri hætti hafi þeir verið 12 mánuði án vinnu. Ekki stendur til samfara þessum niðurskurði, að auðvelda fólki endurkomu á atvinnuleysisbætur. Ráðherra hyggst einnig breyta lágmarksskilyrðum fyrir greiðslu atvinnuleysisbóta þannig að atvinnuleitandi þurfi að hafa starfað á innlendum vinnumarkaði í a.m.k. 12 mánuði á ávinnslutímabili til að teljast tryggður innan kerfisins en í gildandi kerfi er gerð krafa um þátttöku á vinnumarkaði í 3 mánuði. Áætlað er að sú breyting lækki árleg útgjöld um 200 milljónir króna. Hvorki hefur verið haft samráð við verkalýðshreyfinguna um þessi mál né sveitafélögin. Leiðin til endurhæfingar, í þeim tilvikum sem hennar er e.t.v. þörf, hefur ekki verið gerð greiðari. Nú mælist atvinnuleysi á landinum3,8%, en við vitum ekki hversu lengi það varir. Félagsmálaráðherra virðist alveg sama um þúsundir einstaklinga í neyð, þetta frekar en að hrófla við fjármagnseigendum með meiri skattheimtu og öðrum auðmagnshöfum. Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður, alveg eins og henni er slétt sama um þá þúsundir ellilífeyrisþega sem lifa á ellilíífeyrinum einum sama, eða innan við 350.00 kr. á mánuði fyrir skatt. Hún hefur steingleymt að þessir einstaklingar þurfa líka fæði, klæði og húsnæði. Slétt sama í raun, enda eru þau svo fá, eins og forsætisráðherra hennar komst að orði í Kastljósi í vikunni. Birna Gunnlaugsdóttir er í kosningastjórn Sósíalistaflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir liggur hjá félags- og húsnæðismálaráðherra að stytta rétt atvinnuleitenda til bóta úr 30 mánuðum í 18 mánuði, þ.e. um heilt ár. Með þessu sparar ríkissjóður um 6000 milljónir króna á ári eins og skoða má í nýja fjárlagafrumvarpinu. Ekki er yfirleitt um 30 samfellda mánuði að ræða heldur tímabil í lífi atvinnuleitandans, en stundum þó langtímaatvinnuleysi. Um er að ræða mikið af ungu fólki sem og einstaklinga sem hafa aðeins árstíðabundin störf. Einnig einstalinga með erlendan bakgrunn, sem hafa ekki haft tækifæri á að ná tökum á íslenskri tungu. Það er fólk með sama bakgrunn og uppistaðan þeirra sem sinna láglaunastörfunum í landinu. Loks má horfa til þess að fólk getur líka verið vinnufært án þess að geta unnið hvaða starf sem er. Þessar aðgerðir eru án allra annarra aðgerða til að grípa þann hóp sem hefur nýtt réttinn. Atvinnuleysisbætur fyrir einstakling eru um 365.000 kr. fyrir skatt miðað við 100% bótarétt. Þegar honum er vísað frá er ekki um annað að gera en að leita til sveitafélags síns um framfærslu. Þar er framfærslueyririnn (ef framfærslu skyldi kalla) mismunandi eftir sveitafélögum en um 280.000 kr fyrir skatt. Eftir slíkar hremmingar tekur fjölda ára að rétta úr kútnum, ef það þá tekst. Hvaða bolmagn hafa sveitafélögin til þess að taka við þessum fjárútlátum? Og ekki síður til að sinna hópnum í atvinnuleit eða öðrum vanda sem einstaklingarnir kunna að standa frammi fyrir? Vinnumálastofnun hefur verkferla til að sinna atvinnuleitendum, fylgst er með virkni og atvinnuleit. Eftir mánuð einstaklings á atvinnuleyisskrá er gripið til sérstakra úrræða og með mun öflugri hætti hafi þeir verið 12 mánuði án vinnu. Ekki stendur til samfara þessum niðurskurði, að auðvelda fólki endurkomu á atvinnuleysisbætur. Ráðherra hyggst einnig breyta lágmarksskilyrðum fyrir greiðslu atvinnuleysisbóta þannig að atvinnuleitandi þurfi að hafa starfað á innlendum vinnumarkaði í a.m.k. 12 mánuði á ávinnslutímabili til að teljast tryggður innan kerfisins en í gildandi kerfi er gerð krafa um þátttöku á vinnumarkaði í 3 mánuði. Áætlað er að sú breyting lækki árleg útgjöld um 200 milljónir króna. Hvorki hefur verið haft samráð við verkalýðshreyfinguna um þessi mál né sveitafélögin. Leiðin til endurhæfingar, í þeim tilvikum sem hennar er e.t.v. þörf, hefur ekki verið gerð greiðari. Nú mælist atvinnuleysi á landinum3,8%, en við vitum ekki hversu lengi það varir. Félagsmálaráðherra virðist alveg sama um þúsundir einstaklinga í neyð, þetta frekar en að hrófla við fjármagnseigendum með meiri skattheimtu og öðrum auðmagnshöfum. Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður, alveg eins og henni er slétt sama um þá þúsundir ellilífeyrisþega sem lifa á ellilíífeyrinum einum sama, eða innan við 350.00 kr. á mánuði fyrir skatt. Hún hefur steingleymt að þessir einstaklingar þurfa líka fæði, klæði og húsnæði. Slétt sama í raun, enda eru þau svo fá, eins og forsætisráðherra hennar komst að orði í Kastljósi í vikunni. Birna Gunnlaugsdóttir er í kosningastjórn Sósíalistaflokks Íslands.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun