Handbolti

Gamla merkið verður á­fram á landsliðsbúningunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gamla HSÍ merkið er ekki að hverfa af landsliðsbúningunum.
Gamla HSÍ merkið er ekki að hverfa af landsliðsbúningunum. Vísir/Vilhelm

Nýtt merki sem HSÍ kynnti á dögunum hefur ekki fengið sérstakar viðtökur í handboltaheiminum og nú hefur komið í ljós að ekki sé búið að leggja gamla merkinu formlega.

Í yfirlýsingu HSÍ segir að ákveðið hafi verið að búa til nýja ásýnd sambandsins með það að markmiði að búa til heildarásýnd í sama formi fyrir Olísdeildina, Grilldeildina, Handboltapassann, Handboltahöllina og HSÍ.

Markmiðið var að auka faglega umgjörð í kringum það sem að HSÍ stendur fyrir og búa til nokkkur ásýndarmerki sem auðveldara væri að nýta meðal annars á samfélagsmiðlum.

HSÍ segir að þegar þessi nýja ásýnd var kynnt hafi verið skýrt tekið fram að þau yrðu notuð ásamt upphaflegu merki HSÍ.

Það er nefnilega ekki hægt að breyta merki sambandsins nema með lagabreytingu á ársþingi.

Í tilkynningunni kemur einnig fram að gamla merkið verði á landsliðsbúningum Íslands á komandi stórmótum í nóvember og janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×