Fótbolti

„Gagn­rýnið mig en ekki liðið“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það gengur hægt hjá Mauricio Pochettino að búa til alvöru lið í Bandaríkjunum.
Það gengur hægt hjá Mauricio Pochettino að búa til alvöru lið í Bandaríkjunum. vísir/getty

Það hefur ekki gengið nægilega vel hjá Mauricio Pochettino síðan hann tók við þjálfun bandaríska landsliðsins.

Liðið vann 2-0 sigur á Japan í vináttulandsleik í nótt en hafði tapað tveimur leikjum í röð þar á undan. Svo tapaði liðið í úrslitum Gold Cup í sumar.

Blaðamenn gagnrýndu bandaríska liðið harðlega í aðdraganda leiksins gegn Japan en þjálfarinn vill frekar axla ábyrgðina.

„Ég kann betur við að þið gagnrýnið mig en ekki leikmennina. Endilega látið mig heyra það en leyfið leikmönnum að sinna sínu,“ sagði Pochettino sem er að smíða lið fyrir HM á næsta ári.

„Það tekur tíma að búa til sterkt lið og liðsheild. Fólk þarf að sýna þessu verkefni meiri þolinmæði. Ferlið skiptir mestu máli. Að liðið sé á réttri leið og verði tilbúið er við mætum á stóra ballið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×