Fótbolti

Sár­svekktur Andri Lucas: „Ég eigin­lega veit ekki hvað hann dæmir á“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Andri Lucas í leik kvöldsins.
Andri Lucas í leik kvöldsins. Franco Arland/Getty Images

Framherjinn Andri Lucas Guðjohnsen skoraði mark Íslands í grátlegu 2-1 tapi gegn Frakklandi í undankeppni HM 2026. Hann veit ekkert af hverju seinna mark hans, undir lok leiks, var dæmt af.

„Þið verðið að fara yfir það með dómaranum. Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á. Þetta er ógeðslega svekkjandi. Er samt ótrúlega stoltur, spiluðum ógeðslega vel og gáfum þeim hörkuleik. Geggjaður leikur,“ sagði Andri Lucas Guðjohnsen en hann hélt hann hefði jafnað metin í blálokin. Markið hins vegar dæmt af eftir að dómari leiksins skoðaði það í varsjánni.

Klippa: Markið sem var dæmt af Íslandi

Aðspurður hvort það hefði ekki verið góð tilfinning að koma Íslandi yfir snemma leiks með frábærri afgreiðslu sagði Andri Lucas: „Að sjálfsögðu. Við vissum allir fyrir leik að við ætluðum að reyna vinna, það kom ekkert annað til greina.“

„Þeir eru með góða leikmenn og ógeðslega gott lið en ég meina það kom ekkert annað til greina. Við byrjuðum ótrúlega vel, komumst 1-0 yfir og svo einhvern veginn missum við þetta frá okkur.“

Klippa: Frakkland 0-1 Ísland

Andri Lucas var spurður út í vítaspyrnuna sem Frakkland fékk í fyrri hálfleik.

„Þeir voru nokkrir fyrir þannig ég sá þetta ekki nægilega vel. Leikurinn féll bara svona í þeirra átt einhvern veginn. Þeir voru kannski aðeins heppnari með dómarinn í dag heldur en við.“

„Þegar þeir koma í Laugardalinn þá get ég lofað ykkur því að þeir munu aftur fá hörkuleik,“ sagði Andri Lucas að endingu.

Klippa: Sár­svekktur Andri Lucas: „Ég eigin­lega veit ekki hvað hann dæmir á“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×