Handbolti

Birna Berg snýr aftur í lands­liðið og tveir ný­liðar

Valur Páll Eiríksson skrifar
Birna Berg Haraldsdóttir fagnar marki
Birna Berg Haraldsdóttir fagnar marki Vísir/Hulda Margrét

Birna Berg Haraldsdóttir, leikmaður ÍBV, er í landsliðshópi kvenna í handbolta fyrir komandi æfingaleik við Danmörku. Tveir nýliðar eru í hópi Arnars Péturssonar.

Hópurinn kemur saman til æfinga á mánudag í næstu viku og heldur til Danmerkur í æfingaferð. Ísland mætir Danmörku í æfingaleik í Frederikshavn 20. september.

Landsliðsverkefnið er liður í undirbúningi fyrir komandi heimsmeistaramót sem fram fer í Þýskalandi og Hollandi 26. nóvember til 14. desember.

Birna Berg kemur inn í hópinn eftir nokkurra ára fjarveru frá landsliðinu og sömuleiðis eru í hópnum tveir nýliðar; Matthildur Lilja Jónsdóttir og Rakel Oddný Guðmundsdóttir.

Um er að ræða fyrsta landsliðshópinn eftir að þær Steinunn Björnsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir hættu en sömu sögu er að segja af Rut Jónsdóttur og Sunnu Jónsdóttur sem ekki gefa kost á sér. Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir eru báðar í fæðingarorlofi og taka ekki þátt næstu misseri.

Landsliðshópur Íslands

Markverðir:

Hafdís Renötudóttir, Val, (67/4)

Sara Sif Helgadóttir, Haukum, (11/0)

Aðrir leikmenn:

Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram, (6/5)

Andrea Jacobsen, HSK Blomberg-Lippe, (63/113)

Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV, (63/126)

Dana Björg Guðmundsdóttir, Volda, (9/20)

Díana Dögg Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe, (62/81)

Elín Klara Þorkelsdóttir, IK Sävehof, (23/73)

Elín Rósa Magnúsdóttir, HSG Blomberg-Lippe, (28/55)

Elísa Elíasdóttir, Val, (22/18)

Katrín Anna Ásmundsdóttir, Fram, (10/19)

Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR, (24/10)

Matthildur Lilja Jónsdóttir, ÍR, (0/0)

Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukum, (0/0)

Sandra Erlingsdóttir, ÍBV, (35/146)

Thea Imani Sturludóttir, Val, (89/193)

Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Val, (47/68)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×