Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2025 14:00 Modric er löngu orðin þjóðhetja heima fyrir og fór fyrir landsliðinu sem hlaut silfur á HM 2018 og brons á HM 2022. EPA-EFE/Abir Sultan Króatinn Luka Modric stýrir enn spili króatíska landsliðsins í fótbolta líkt og kóngur í ríki sínu þrátt fyrir háan aldur. Modric er fertugur í dag. Þess er beðið að Króatinn knái sýni ellimerki en þrátt fyrir háan aldur lék hann 63 leiki fyrir Real Madrid í öllum keppnum á síðustu leiktíð. Spænska stórliðið ákvað að endurnýja ekki samning hans og vænti þess margur að skórnir færu á hilluna í sumar. Modric er ekki á því og virðist enn eiga bensín á tanknum þrátt fyrir að fimmtugsaldurinn banki á dyrnar. Modric samdi við AC Milan á Ítalíu og hefur spilað þrjá leiki með liðinu á leiktíðinni. Hann nálgast 200. landsleik sinn fyrir Króatíu en hann spilaði sinn 190. landsleik í gær þar sem hann lagði upp mark í öruggum 4-0 sigri á Svartfjallalandi í Balkanskagaslag. Modric spilaði 81 mínútu og stýrði spili liðsins að herforingjasið, líkt og hann hefur gert undanfarin 15 ár eða svo. Leikjahæstu landsliðsmenn sögunnar Cristiano Ronaldo (222 leikir fyrir Portúgal frá 2003 til 2025)* Bader Al-Mutawa (196 leikir fyrir Kúveit frá 2003 til 2022) Soh Chin Ann (195 leikir fyrir Malasíu frá 1969 til 1984) Lionel Messi (194 leikir fyrir Argentínu frá 2005 til 2025)* Luka Modric (190 leikir fyrir Króatíu frá 2006 til 2025) Ahmed Hassan (184 leikir fyrir Egyptaland frá 1995 til 2012) Hassan Al-Haydos (184 leikir fyrir Katar frá 2008 til 2025)* Ahmed Mubarak (183 leikir fyrir Óman frá 2003 til 2019) Andrés Guardado (180 leikir fyrir Mexíkó frá 2005 til 2024) Sergio Ramos (180 leikir fyrir Spán frá 2005 til 2021) *Leikmaður enn að spila Það virðist tímaspursmál hvenær tvöhundruðasti landsleikurinn næst en Cristiano Ronaldo er sem stendur eini maðurinn sem hefur afrekað að spila yfir 200 leiki fyrir þjóð sína í karlaflokki. Modric er fimmti leikjahæsti landsliðsmaður heims, fjórum leikjum á eftir Lionel Messi, sem enn spilar fyrir Argentínu. Tímaspursmál virðist hvenær þeir komast í hóp með Ronaldo og stefna allir þrír á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó næsta sumar. Króatía stendur vel að vígi í L-riðli undankeppninnar með fullt hús, tólf stig eftir fjóra leiki, jafnt Tékkum á toppi riðilsins en Tékkar hafa spilað leik meira. Ekki skemmir fyrir að Króatar eru með markatöluna 17-1 eftir fyrstu leikina fjóra. HM 2026 í fótbolta Króatía Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Sjá meira
Þess er beðið að Króatinn knái sýni ellimerki en þrátt fyrir háan aldur lék hann 63 leiki fyrir Real Madrid í öllum keppnum á síðustu leiktíð. Spænska stórliðið ákvað að endurnýja ekki samning hans og vænti þess margur að skórnir færu á hilluna í sumar. Modric er ekki á því og virðist enn eiga bensín á tanknum þrátt fyrir að fimmtugsaldurinn banki á dyrnar. Modric samdi við AC Milan á Ítalíu og hefur spilað þrjá leiki með liðinu á leiktíðinni. Hann nálgast 200. landsleik sinn fyrir Króatíu en hann spilaði sinn 190. landsleik í gær þar sem hann lagði upp mark í öruggum 4-0 sigri á Svartfjallalandi í Balkanskagaslag. Modric spilaði 81 mínútu og stýrði spili liðsins að herforingjasið, líkt og hann hefur gert undanfarin 15 ár eða svo. Leikjahæstu landsliðsmenn sögunnar Cristiano Ronaldo (222 leikir fyrir Portúgal frá 2003 til 2025)* Bader Al-Mutawa (196 leikir fyrir Kúveit frá 2003 til 2022) Soh Chin Ann (195 leikir fyrir Malasíu frá 1969 til 1984) Lionel Messi (194 leikir fyrir Argentínu frá 2005 til 2025)* Luka Modric (190 leikir fyrir Króatíu frá 2006 til 2025) Ahmed Hassan (184 leikir fyrir Egyptaland frá 1995 til 2012) Hassan Al-Haydos (184 leikir fyrir Katar frá 2008 til 2025)* Ahmed Mubarak (183 leikir fyrir Óman frá 2003 til 2019) Andrés Guardado (180 leikir fyrir Mexíkó frá 2005 til 2024) Sergio Ramos (180 leikir fyrir Spán frá 2005 til 2021) *Leikmaður enn að spila Það virðist tímaspursmál hvenær tvöhundruðasti landsleikurinn næst en Cristiano Ronaldo er sem stendur eini maðurinn sem hefur afrekað að spila yfir 200 leiki fyrir þjóð sína í karlaflokki. Modric er fimmti leikjahæsti landsliðsmaður heims, fjórum leikjum á eftir Lionel Messi, sem enn spilar fyrir Argentínu. Tímaspursmál virðist hvenær þeir komast í hóp með Ronaldo og stefna allir þrír á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó næsta sumar. Króatía stendur vel að vígi í L-riðli undankeppninnar með fullt hús, tólf stig eftir fjóra leiki, jafnt Tékkum á toppi riðilsins en Tékkar hafa spilað leik meira. Ekki skemmir fyrir að Króatar eru með markatöluna 17-1 eftir fyrstu leikina fjóra.
Leikjahæstu landsliðsmenn sögunnar Cristiano Ronaldo (222 leikir fyrir Portúgal frá 2003 til 2025)* Bader Al-Mutawa (196 leikir fyrir Kúveit frá 2003 til 2022) Soh Chin Ann (195 leikir fyrir Malasíu frá 1969 til 1984) Lionel Messi (194 leikir fyrir Argentínu frá 2005 til 2025)* Luka Modric (190 leikir fyrir Króatíu frá 2006 til 2025) Ahmed Hassan (184 leikir fyrir Egyptaland frá 1995 til 2012) Hassan Al-Haydos (184 leikir fyrir Katar frá 2008 til 2025)* Ahmed Mubarak (183 leikir fyrir Óman frá 2003 til 2019) Andrés Guardado (180 leikir fyrir Mexíkó frá 2005 til 2024) Sergio Ramos (180 leikir fyrir Spán frá 2005 til 2021) *Leikmaður enn að spila
HM 2026 í fótbolta Króatía Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Fleiri fréttir Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Sjá meira