Fótbolti

Ron­aldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum

Siggeir Ævarsson skrifar
Cristiano Ronaldo og Diogo Jota á EM 2024
Cristiano Ronaldo og Diogo Jota á EM 2024 Vísir/Getty

Portúgal lék í gær sinn fyrsta landsleik eftir andlát Diogot Jota en mínútu þögn var fyrir leik Portúgal og Armeníu í undankeppni HM.

Portúgal vann leikinn ansi örugglega 5-0 og skoraði Cristiano Ronaldo tvö mörk. Ronaldo hefur nú skorað 140 landsliðsmörk en það er 21 ár síðan hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir landsliðið.

21 var einnig númerið á treyju Jota hjá landsliðinu og fyrra mark Ronaldo kom á 21. mínútu. Bakvörðurinn Nuno Tavares sagði í viðtali eftir leik að þetta hefði haft mikla þýðingu fyrir liðið.

„Við erum allir mjög glaðir því þetta sýnir að hann [Jota] er með okkur, hann var hér og hann gerði þetta mark hjá Ronaldo mögulegt. Hann verður alltaf með okkur í anda, eins og sást glöggt í dag.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×