Fótbolti

Glugginn opinn til Tyrk­lands fyrir Onana

Siggeir Ævarsson skrifar
Andre Onana hefur ekki átt sjö dagana sæla í marki Manchester United
Andre Onana hefur ekki átt sjö dagana sæla í marki Manchester United Vísir/Getty

Andre Onana, markvörður Manchester United, gæti verið á leið til Trabzonspor í Tyrklandi á láni en United hefur þegar samþykkt lánstilboðið. Ákvörðunin liggur því hjá Onana.

Onana kom til United í stjórnartíð Erik ten Hag og kostaði 47 milljónir punda, sem gerði hann þá að fjórða dýrasta markverði sögunnar. Hann hefur engan veginn staðið undir væntingum hjá United og gerst sökur um mörg klaufaleg mistök.

United keypti fyrir lok félagaskiptagluggans nýjan markvörð, hinn 23 ára gamla Senne Lammens frá Belgíu. Það eru því fjórir markverðir í leikamannahópi United en Ruben Amorim hefur sjálfur sagt að hann vilji minnka leikmannahópinn í ljósi þess að félagið er ekki að spila í Evrópukeppni þetta tímabilið.

Félagaskiptin í Tyrklandi er opinn til 12. september en Onana er þessa dagana í landsliðsverkefni með Kamerún. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×