Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Siggeir Ævarsson skrifar 6. september 2025 18:16 Fjölnismenn í Grindavík í sumar, þegar allt lék í lyndi Vísir/Hulda Margrét Fjölnismenn eru fallnir úr Lengjudeild karla eftir 2-1 tap gegn Þór á Akureyri. Heil umferð var leikin í dag og er óhætt að segja að mjög spennandi lokaumferð sé framundan. Fjölnismenn þurftu nauðsynlega á sigri að halda fyrir norðan í dag en á 84. mínútu fengu heimamenn víti sem Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði úr. Það reyndist sigurmark leiksins. Á sama tíma tóku Leiknismenn á móti Selfossi og hirtu öll þrjú stigin með 2-0 sigri. Leiknir fer þá í 20 stig og úr fallsæti, einu stigi á undan Selfossi sem sígur niður í 11. sætið með 19 stig. Grindvíkingar, sem eru einnig í bullandi fallhættu, léku sinn fyrsta leik undir nýrri stjórn eftir að Haraldur Árni Hróðmarsson var látinn taka pokann sinn á dögunum. Þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu ÍR á heimavelli 3-1. Markahrókurinn Adam Árni Róbertsson skoraði tvö fyrstu mörk Grindvíkinga og lagði upp það þriðja. Hann er þá kominn með 14 mörk í deildinni og er markahæstur ásamt Oumar Diouck. Með sigrinum fara Grindvíkingar í 21 stig, stigi á undan Leikni en ennþá í fallhættu enda aðeins tveimur stigum á undan Selfyssingum. Fylkir fékk Völsung í heimsókn þar sem Húsvíkingarnir björguðu sér endanlega frá falli með 1-2 sigri. Staðan í neðri hlutanum fyrir lokaumferðina er þá svona: 8. sæti - Grindavík 21 stig9. sæti - Fylkir 20 stig10. sæti - Leiknir 20 stig 11. sæti - Selfoss 19 stig12. sæti - Fjölnir 15 stig Liðin í 8. - 11. sæti geta því öll ennþá fallið. Grindavík tekur á móti Njarðvík í lokaumferðinni, Fylkir sækir ÍR heim, Leiknir sækir Fjölni heim og Selfoss tekur á móti Keflavík. Hart barist á toppnum líka Á toppi deildarinnar er spennan ekki minni en Þórsarar sitja á toppnum eftir úrslit dagsins með 42 stig. Þróttarar koma þar strax á eftir með 41 og Njarðvík er með 40, svo að þessi þrjú lið eiga öll möguleika á að taka toppsætið í lokaumferðinni og fara beint upp. Þróttarar töpuðu þremur stigum í dag þegar liðið steinlá á útivelli gegn HK, 5-2 þar sem Jóhann Þór Arnarsson skoraði þrennu. Njarðvíkingar töpuðu einnig þremur stigum þegar liðið tapaði gegn Keflavík, 2-1. Þróttur og Þór mætast einmitt í lokaumferðinni en Njarðvíkingar verða að stóla á að þeim leik ljúki með jafntefli ef þeir ætla sér að eiga möguleika á toppsætinu. Þeir þurfa þá að vinna Grindavík og vona að markatalan dugi þeim í toppsætið. Lengjudeild karla Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira
Fjölnismenn þurftu nauðsynlega á sigri að halda fyrir norðan í dag en á 84. mínútu fengu heimamenn víti sem Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði úr. Það reyndist sigurmark leiksins. Á sama tíma tóku Leiknismenn á móti Selfossi og hirtu öll þrjú stigin með 2-0 sigri. Leiknir fer þá í 20 stig og úr fallsæti, einu stigi á undan Selfossi sem sígur niður í 11. sætið með 19 stig. Grindvíkingar, sem eru einnig í bullandi fallhættu, léku sinn fyrsta leik undir nýrri stjórn eftir að Haraldur Árni Hróðmarsson var látinn taka pokann sinn á dögunum. Þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu ÍR á heimavelli 3-1. Markahrókurinn Adam Árni Róbertsson skoraði tvö fyrstu mörk Grindvíkinga og lagði upp það þriðja. Hann er þá kominn með 14 mörk í deildinni og er markahæstur ásamt Oumar Diouck. Með sigrinum fara Grindvíkingar í 21 stig, stigi á undan Leikni en ennþá í fallhættu enda aðeins tveimur stigum á undan Selfyssingum. Fylkir fékk Völsung í heimsókn þar sem Húsvíkingarnir björguðu sér endanlega frá falli með 1-2 sigri. Staðan í neðri hlutanum fyrir lokaumferðina er þá svona: 8. sæti - Grindavík 21 stig9. sæti - Fylkir 20 stig10. sæti - Leiknir 20 stig 11. sæti - Selfoss 19 stig12. sæti - Fjölnir 15 stig Liðin í 8. - 11. sæti geta því öll ennþá fallið. Grindavík tekur á móti Njarðvík í lokaumferðinni, Fylkir sækir ÍR heim, Leiknir sækir Fjölni heim og Selfoss tekur á móti Keflavík. Hart barist á toppnum líka Á toppi deildarinnar er spennan ekki minni en Þórsarar sitja á toppnum eftir úrslit dagsins með 42 stig. Þróttarar koma þar strax á eftir með 41 og Njarðvík er með 40, svo að þessi þrjú lið eiga öll möguleika á að taka toppsætið í lokaumferðinni og fara beint upp. Þróttarar töpuðu þremur stigum í dag þegar liðið steinlá á útivelli gegn HK, 5-2 þar sem Jóhann Þór Arnarsson skoraði þrennu. Njarðvíkingar töpuðu einnig þremur stigum þegar liðið tapaði gegn Keflavík, 2-1. Þróttur og Þór mætast einmitt í lokaumferðinni en Njarðvíkingar verða að stóla á að þeim leik ljúki með jafntefli ef þeir ætla sér að eiga möguleika á toppsætinu. Þeir þurfa þá að vinna Grindavík og vona að markatalan dugi þeim í toppsætið.
Lengjudeild karla Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport „Það var smá stress og drama“ Handbolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fleiri fréttir Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira