Innlent

Sóttu slasaðan öku­mann við Surts­helli

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan ökumann við Surtshelli.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan ökumann við Surtshelli. Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á fyrsta forgangi vegna slasaðs ökumanns. Viðkomandi hafði verið að keyra velhjól er hann slasaðist.

Útkallið barst þyrlusveitinni á fjórða tímanum síðdegis að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar.

Þyrlan lenti með ökumanninn við Landspítalann um klukkan tuttugu mínútur í fimm. Er þyrlan var kölluð út var hinn slasaði sagður vera með meðvitund en slasaður. Ekki liggja fyrir upplýsingar um líðan ökumannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×