„Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. september 2025 21:52 Arnar stóð á hliðarlínunni á Laugardalsvelli í fyrsta sinn sem þjálfari í kvöld. vísir / anton brink Arnar Gunnlaugsson var gríðarlega ánægður með sinn fyrsta leik sem þjálfari á Laugardalsvelli. Enda ærin ástæða til eftir fimm marka sigur, algjört burst gegn Aserbaísjan í fyrsta leiknum í undankeppni HM. Hann segir fyrri hálfleikinn hafa lagt grunninn að góðum sigri. „Frábær sigur, að skora fimm mörk í alþjóðlegum fótbolta er mjög sterkt. Að byrja þessa keppni á sigri er mjög sterkt. Maður er aldrei fullkomlega ánægður sem þjálfari, það er alltaf hægt að finna eitthvað til að rífast yfir, en heilt yfir góð frammistaða. Vorum 1-0 yfir í hálfleik eftir mark undir lok fyrri hálfleiks og fyrri hálfleikurinn lagði grunninn að góðum seinni hálfleik. Með því að hreyfa boltann hratt þá þreyttust leikmenn Aserbaísjan og þegar þú þreytist missirðu fókus og ferð að hlaupa út úr stöðu. Svo eftir annað markið fannst mér ýmsum hlekkjum létt af okkar leikmönnum. Menn fóru að njóta sín aðeins betur, heilt yfir góð frammistaða.“ „Vonandi náum við honum góðum“ Albert Guðmundsson átti frábæran leik. Hann lagði fyrsta markið upp og átti fyrirgjöfina sem leiddi að öðru markinu, skoraði svo fjórða mark Íslands en fór meiddur af velli strax í kjölfarið. „Það á eftir að meta það en hann sneri sig eitthvað aðeins á ökkla. Við tökum núna næstu daga í að meta hvort hann verði klár á þriðjudaginn. En gaman fyrir hann að skora mark, ég heimtaði mark frá honum í þessum leik og hann er líka kominn með fullt af stoðsendingum sem spyrnumaðurinn okkar í föstum leikatriðum. Þannig að vonandi náum við honum góðum.“ Yngri kynslóðin kom sterk inn Margir leikmenn af yngri kynslóðinni stóðu sig vel í kvöld. Daníel Tristan Guðjohnsen fékk sínar fyrstu mínútur með landsliðinu og Kristian Hlynsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark, þó það sé reyndar aðeins á reiki hvort hann hafi skorað. „Mjög gott að geta gefið þeim mínútur og svona smjörþefinn af alþjóðlegum fótbolta og öllu sem því fylgir. Þeir komu mjög sterkir inn í þennan leik, voru með gott hugarfar og fylgdu líka leikplaninu, sem var gott fyrir mig. Auðvitað þegar staðan er orðin 5-0 getur leikurinn leysts upp í algjöra vitleysu, en mér fannst þeir halda góðum aga til að hleypa leiknum ekki í vitleystu.“ Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Sjá meira
„Frábær sigur, að skora fimm mörk í alþjóðlegum fótbolta er mjög sterkt. Að byrja þessa keppni á sigri er mjög sterkt. Maður er aldrei fullkomlega ánægður sem þjálfari, það er alltaf hægt að finna eitthvað til að rífast yfir, en heilt yfir góð frammistaða. Vorum 1-0 yfir í hálfleik eftir mark undir lok fyrri hálfleiks og fyrri hálfleikurinn lagði grunninn að góðum seinni hálfleik. Með því að hreyfa boltann hratt þá þreyttust leikmenn Aserbaísjan og þegar þú þreytist missirðu fókus og ferð að hlaupa út úr stöðu. Svo eftir annað markið fannst mér ýmsum hlekkjum létt af okkar leikmönnum. Menn fóru að njóta sín aðeins betur, heilt yfir góð frammistaða.“ „Vonandi náum við honum góðum“ Albert Guðmundsson átti frábæran leik. Hann lagði fyrsta markið upp og átti fyrirgjöfina sem leiddi að öðru markinu, skoraði svo fjórða mark Íslands en fór meiddur af velli strax í kjölfarið. „Það á eftir að meta það en hann sneri sig eitthvað aðeins á ökkla. Við tökum núna næstu daga í að meta hvort hann verði klár á þriðjudaginn. En gaman fyrir hann að skora mark, ég heimtaði mark frá honum í þessum leik og hann er líka kominn með fullt af stoðsendingum sem spyrnumaðurinn okkar í föstum leikatriðum. Þannig að vonandi náum við honum góðum.“ Yngri kynslóðin kom sterk inn Margir leikmenn af yngri kynslóðinni stóðu sig vel í kvöld. Daníel Tristan Guðjohnsen fékk sínar fyrstu mínútur með landsliðinu og Kristian Hlynsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark, þó það sé reyndar aðeins á reiki hvort hann hafi skorað. „Mjög gott að geta gefið þeim mínútur og svona smjörþefinn af alþjóðlegum fótbolta og öllu sem því fylgir. Þeir komu mjög sterkir inn í þennan leik, voru með gott hugarfar og fylgdu líka leikplaninu, sem var gott fyrir mig. Auðvitað þegar staðan er orðin 5-0 getur leikurinn leysts upp í algjöra vitleysu, en mér fannst þeir halda góðum aga til að hleypa leiknum ekki í vitleystu.“
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Sjá meira