Körfubolti

Caitlin Clark ekki meira með á tíma­bilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Caitlin Clark hefur verið mjög mikið meidd á þessu tímabili sem var hennar annað tímabil í WNBA.
Caitlin Clark hefur verið mjög mikið meidd á þessu tímabili sem var hennar annað tímabil í WNBA. Getty/Danielle Parhizkaran/

Körfuboltakonan Caitlin Clark verður ekkert meira með á þessu tímabili en hún tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum.

Þetta hefur verið mikil meiðslatímabil hjá Clark sem hefur aðeins náð að spila þrettán leiki með Indiana Fever í WNBA deildinni.

Nú síðast meiddist hún á hægri nára á lokamínútunum í leik á móti Connecticut Sun 15. júlí síðastliðinn.

Hún hafði áður misst af leikjum vegna tognunar aftan í læri, tognunar á vinstri nára og svo fékk hún beinmar á vinstri ökkla þegar hún var reyna að koma til baka í ágúst.

„Ég vildi að ég gæti sagt ykkur betri fréttir en ég mun ekki spila fleiri leiki á þessu tímabili,“ skrifaði Clark.

„Ég hef eytt mörgum klukkutímum í íþróttasalnum á hverjum degi með það markmið að koma til baka. Vonsvikin er því ekki nærri nóg þýðingarmikið orð til að lýsa því hvernig mér líður,“ skrifaði Clark.

Clark er stærsta stjarna WNBA deildarinnar og ein stærsta íþróttastjarnan í Bandaríkjunum. Þetta er ekki aðeins áfall fyrir hana sjálfa og liðið hennar heldur einnig fyrir deildina sjálfa og vinsældir hennar.

Clark var með 16,5 stig, 8,8 stoðsendingar og 5,0 fráköst að meðaltali á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×