Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar 5. september 2025 10:31 Við búum á bestu tímum. Við búum betur í dag en kóngar og keisarar bjuggu við í gegnum aldirnar. Forfeður og formæður okkar hefðu ekki getað ímyndað sér þær aðstæður sem við búum við. Upphituð hús, rafmagn sem knýr alls kyns munað og jarðarber allt árið um kring. Ekki eru liðnar margar kynslóðir síðan hungur, barnadauði og dauði af barnsförum voru hluti af daglegum veruleika okkar. Vissulega eru lífsgæði betri í sumum löndum en öðrum. Þar erum við, sem búum á Íslandi, sérstaklega lánsöm. Við búum í samfélagi tækifæra og lífsgæða. Þrátt fyrir það þá birtast okkur reiði, hræðsla og hatur, sem eru í hróplegri mótsögn við þann veruleika sem við búum við. Við sjáum þróun í löndum í kringum okkur þar sem fólk leitar í ,,sterka” leiðtoga sem boða einföld svör og afturhvarf til fyrri tíma sem aldrei voru til. Hegðun sem á sér hliðstæðu á tímum kreppu, ófriðar og hungursneyða. Samfélag byggir ekki á einföldum lausnum og „sterkir“ leiðtogar hafa sögulega reynst illa. Hvers vegna birtist hóphegðun okkur á tímum fordæmalausra lífsgæða? Er það vegna samfélagsbreytinga eða vegna þess að einhver er með aðra kynvitund eða kynhneigð? Varla. Um einn af hverjum fimm á vinnumarkaði er af erlendum uppruna og mikilvægur hluti hagkerfisins og samfélagsins. Kynhneigð og kynvitund einstaklinga hafa engin áhrif á daglegt líf annara. Það er rökrétt, en tilfinningar segja svo aðra sögu. Ef við búum á bestu tímum, hvers vegna upplifa margir sig á síðustu og verstu tímum? Á samfélagsmiðlum birtist stöðug umræða um hvernig allt sé að fara til fjandans, hitt og þetta sé rót vandans og fólk leitast eftir því að verða reitt og finna skotspón reiði sinnar. Í því samhengi er enginn alveg saklaus. Fólk sem telur sig málsvara umburðalyndis og jákvæðni ræðst með heift á mann sem er því ósammála. Gagnrýnir mann fyrir umræðu, með sambærilegri umræðu en þykist á sama tíma vera betra. Í vikunni sýndi RÚV þátt um hatur og það sló mig að til sé hópur fólks sem sendir öðru fólki ógeðfelld skilaboð um að réttast væri að ráðast á það, nauðga og drepa. Aftur leika samfélagsmiðlar stórt hlutverk. Reitt fólk hefur tækifæri til að nálgast annað fólk bak við lyklaborð í skjóli heimilisins og fá útrás fyrir reiði sína með orðalagi sem er engum sæmandi og hefur þann eina tilgang að særa og hræða. Þar liggur hundurinn grafinn. Samfélagsmiðlar eru orðnir veigamikill hluti af lífi okkar og kynda undir skautun. Þeir sem eru ekki sammála verða óvinir. Samfélagsmiðlar hafa hag af þessu fyrirkomulagi. Miklu máli skiptir að halda fólki í greipum miðilsins. Vel má hagnast á því að ýta undir reiði og móðgunartilfinningu og skapa vettvang fyrir tilfinningarlega útrás. Hugsum um þetta í augnablik áður en við missum okkur í reiði eða látum undan þörf fyrir að móðgast. Við leyfum stórfyrirtækjum að stýra hegðun okkar og græða á henni. Reynum að forðast það að falla í þessa gildru. Við búum á bestu tímum mannkynssögunar en það er ekki sá sem gagnast samfélagsmiðlar halda á lofti. Verum meðvituð um það. Vörumst allt það sem elur á reiði og fordómum. Samfélag er flókið og umburðarlyndi er farsælast til að skapa gott samfélag. Njótum þess að búa á bestu tímum og eyðum ekki orku og athygli í reiði, hatur og skautun. Höfundur er fjölskyldufaðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Við búum á bestu tímum. Við búum betur í dag en kóngar og keisarar bjuggu við í gegnum aldirnar. Forfeður og formæður okkar hefðu ekki getað ímyndað sér þær aðstæður sem við búum við. Upphituð hús, rafmagn sem knýr alls kyns munað og jarðarber allt árið um kring. Ekki eru liðnar margar kynslóðir síðan hungur, barnadauði og dauði af barnsförum voru hluti af daglegum veruleika okkar. Vissulega eru lífsgæði betri í sumum löndum en öðrum. Þar erum við, sem búum á Íslandi, sérstaklega lánsöm. Við búum í samfélagi tækifæra og lífsgæða. Þrátt fyrir það þá birtast okkur reiði, hræðsla og hatur, sem eru í hróplegri mótsögn við þann veruleika sem við búum við. Við sjáum þróun í löndum í kringum okkur þar sem fólk leitar í ,,sterka” leiðtoga sem boða einföld svör og afturhvarf til fyrri tíma sem aldrei voru til. Hegðun sem á sér hliðstæðu á tímum kreppu, ófriðar og hungursneyða. Samfélag byggir ekki á einföldum lausnum og „sterkir“ leiðtogar hafa sögulega reynst illa. Hvers vegna birtist hóphegðun okkur á tímum fordæmalausra lífsgæða? Er það vegna samfélagsbreytinga eða vegna þess að einhver er með aðra kynvitund eða kynhneigð? Varla. Um einn af hverjum fimm á vinnumarkaði er af erlendum uppruna og mikilvægur hluti hagkerfisins og samfélagsins. Kynhneigð og kynvitund einstaklinga hafa engin áhrif á daglegt líf annara. Það er rökrétt, en tilfinningar segja svo aðra sögu. Ef við búum á bestu tímum, hvers vegna upplifa margir sig á síðustu og verstu tímum? Á samfélagsmiðlum birtist stöðug umræða um hvernig allt sé að fara til fjandans, hitt og þetta sé rót vandans og fólk leitast eftir því að verða reitt og finna skotspón reiði sinnar. Í því samhengi er enginn alveg saklaus. Fólk sem telur sig málsvara umburðalyndis og jákvæðni ræðst með heift á mann sem er því ósammála. Gagnrýnir mann fyrir umræðu, með sambærilegri umræðu en þykist á sama tíma vera betra. Í vikunni sýndi RÚV þátt um hatur og það sló mig að til sé hópur fólks sem sendir öðru fólki ógeðfelld skilaboð um að réttast væri að ráðast á það, nauðga og drepa. Aftur leika samfélagsmiðlar stórt hlutverk. Reitt fólk hefur tækifæri til að nálgast annað fólk bak við lyklaborð í skjóli heimilisins og fá útrás fyrir reiði sína með orðalagi sem er engum sæmandi og hefur þann eina tilgang að særa og hræða. Þar liggur hundurinn grafinn. Samfélagsmiðlar eru orðnir veigamikill hluti af lífi okkar og kynda undir skautun. Þeir sem eru ekki sammála verða óvinir. Samfélagsmiðlar hafa hag af þessu fyrirkomulagi. Miklu máli skiptir að halda fólki í greipum miðilsins. Vel má hagnast á því að ýta undir reiði og móðgunartilfinningu og skapa vettvang fyrir tilfinningarlega útrás. Hugsum um þetta í augnablik áður en við missum okkur í reiði eða látum undan þörf fyrir að móðgast. Við leyfum stórfyrirtækjum að stýra hegðun okkar og græða á henni. Reynum að forðast það að falla í þessa gildru. Við búum á bestu tímum mannkynssögunar en það er ekki sá sem gagnast samfélagsmiðlar halda á lofti. Verum meðvituð um það. Vörumst allt það sem elur á reiði og fordómum. Samfélag er flókið og umburðarlyndi er farsælast til að skapa gott samfélag. Njótum þess að búa á bestu tímum og eyðum ekki orku og athygli í reiði, hatur og skautun. Höfundur er fjölskyldufaðir.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun