„Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 4. september 2025 19:29 Helga Margrét fagnar afmæli sínu á hverju ári eins og það sé það síðasta. Helga Margrét Agnarsdóttir, lögfræðingur og Reykjavíkurmær, fagnaði nýverið 27 ára afmæli sínu með fjölbreyttri og hátíðlegri dagskrá sem spannaði heila viku. Helga hefur skipulagt svokallað Helgala, eða galahátíð, frá árinu 2019, tileinkaðri sjálfri sér. Afmælisdagskráin í ár hófst með kvöldverði þann 13. ágúst. Helga Margrét segir hápunktinn þó hafa verið þann 15. ágúst þegar hún bauð vinkonum sínum í matarboð í anda kvikmyndarinnar The 27 Dresses, eða The 27 Dresses of Helga Margrét. Þar mættu fimmtán vinkonur, allar klæddar litríkum kjólum úr fataskáp Helgu. Dagarnir á eftir einkenndust af áframhaldandi dagskrá þar sem hún fór í nudd, dekur, afternoon-tea með frænkum sínu og matarboð með fjölskyldunni. Afmælisvikuna endaði Helga Margrét með því að skipuleggja með glæsilegt galaboð á sjálfan afmælisdaginn þann 20. ágúst sem var haldið í Petersen svítunni. „Ég fagna hverju ári sem stórafmæli. Við vitum aldrei hversu mörg afmæli við munum eiga. Því tel ég öll afmæli stórafmæli,“ segir Helga Margrét. Hún gagnrýnir hefðbundna sýn á afmæli og segir: „Mér finnst ótrúlega leiðinlegur og ómerkilegur kúltúr að þú megir bara halda upp á afmælið þitt með áratugs fresti bara því þú ert orðin fullorðin. Eins finnst mér ömurleg pæling að konur eigi að vera eitthvað feimnar við það að eldast, því ég er sjálf bara að verða klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum.“ Partý mega líka vera í miðri viku Helga segist halda upp á afmælið sitt sama hvaða vikudagur það sé. Hún gerir þó undantekningu ef afmælið lendir á laugardegi þegar Menningarnótt fer fram. „Ég held alltaf upp á afmælið mitt á afmælisdaginn, þó hann sé á miðvikudegi. Þá á ég afmæli og því ber að fagna. Boð og partý þurfa ekki að vera bara á föstudegi eða laugardegi. Eina undantekning á þessu er ef ég á afmæli á laugardegi því þá lendir mennningarnótt á afmælisdaginn minn. Ég elska menningarnótt og vil því nýta allan daginn úti að fara á listasýningar og tónleika og ekki þurfa að eyða deginum inni að plana og preppa, og því held ég afmælið þá á föstudeginum,“ segir hún Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir úr afmælisveislunni í Petersen svítunni, þar sem sólin skein og veðrið lék við gesti. Ástin og lífið Tímamót Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Afmælisdagskráin í ár hófst með kvöldverði þann 13. ágúst. Helga Margrét segir hápunktinn þó hafa verið þann 15. ágúst þegar hún bauð vinkonum sínum í matarboð í anda kvikmyndarinnar The 27 Dresses, eða The 27 Dresses of Helga Margrét. Þar mættu fimmtán vinkonur, allar klæddar litríkum kjólum úr fataskáp Helgu. Dagarnir á eftir einkenndust af áframhaldandi dagskrá þar sem hún fór í nudd, dekur, afternoon-tea með frænkum sínu og matarboð með fjölskyldunni. Afmælisvikuna endaði Helga Margrét með því að skipuleggja með glæsilegt galaboð á sjálfan afmælisdaginn þann 20. ágúst sem var haldið í Petersen svítunni. „Ég fagna hverju ári sem stórafmæli. Við vitum aldrei hversu mörg afmæli við munum eiga. Því tel ég öll afmæli stórafmæli,“ segir Helga Margrét. Hún gagnrýnir hefðbundna sýn á afmæli og segir: „Mér finnst ótrúlega leiðinlegur og ómerkilegur kúltúr að þú megir bara halda upp á afmælið þitt með áratugs fresti bara því þú ert orðin fullorðin. Eins finnst mér ömurleg pæling að konur eigi að vera eitthvað feimnar við það að eldast, því ég er sjálf bara að verða klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum.“ Partý mega líka vera í miðri viku Helga segist halda upp á afmælið sitt sama hvaða vikudagur það sé. Hún gerir þó undantekningu ef afmælið lendir á laugardegi þegar Menningarnótt fer fram. „Ég held alltaf upp á afmælið mitt á afmælisdaginn, þó hann sé á miðvikudegi. Þá á ég afmæli og því ber að fagna. Boð og partý þurfa ekki að vera bara á föstudegi eða laugardegi. Eina undantekning á þessu er ef ég á afmæli á laugardegi því þá lendir mennningarnótt á afmælisdaginn minn. Ég elska menningarnótt og vil því nýta allan daginn úti að fara á listasýningar og tónleika og ekki þurfa að eyða deginum inni að plana og preppa, og því held ég afmælið þá á föstudeginum,“ segir hún Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir úr afmælisveislunni í Petersen svítunni, þar sem sólin skein og veðrið lék við gesti.
Ástin og lífið Tímamót Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira