„Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. september 2025 15:22 Líkt og aðrir leikmenn Íslands átti Tryggvi lakan leik gegn Frakklandi. vísir / hulda margrét Tryggvi Hlinason stóð sig manna best hjá íslenska landsliðinu á EM í körfubolta og gengur stoltur frá borði þrátt fyrir að enginn sigur hafi skilað sér. Hann sýndi þó þreytumerki í leiknum gegn Frakklandi, eðlilega kannski eftir að hafa spilað nánast allar mínútur á mótinu. Klippa: Tryggvi Hlinason eftir lokaleikinn á EM „Menn voru búnir að gefa allt sitt í síðustu fjórum leikjum og þó hausinn vilji vera til staðar þá kallar líkaminn líka á mann og segir að hlutirnir séu ekki alveg þannig. Frakkar eru með hörkugott og mjög líkamlega sterkt lið, því miður þá bognuðum við undan því, en ef við horfum á allt mótið í heild sinni er ég mjög stoltur af öllu sem við erum búnir að gera“ sagði Tryggvi fljótlega eftir leik. Frakkar voru algjörlega við völd í dag og komnir með fimmtíu stig á töfluna eftir aðeins þrettán mínútur, þeir virtust hreinlega hitta úr öllum sínum skotum. „Já við þurfum að treysta á að svona lið eigi slæman dag á móti okkur en í dag settu þeir bara allt niður. Við reyndum að setja í svæðisvörn og sjá hvort þeir gætu skotið en þeir bara hittu öllu og ef þeir hittu ekki þá náðu þeir í frákast“ segir Tryggvi og tekur ýmislegt jákvætt úr leiknum líka. „Eins og alltaf var stúkan alltaf til staðar og stóð með okkur í gegnum þetta allt. Flott að ungu strákarnir fengu líka aðeins að spreyta sig, sýna hvað þeir geta gert og lært af þessu því við ætlum að halda áfram í þessu og menn þurfa að venjast því að spila við svona lið.“ Tryggvi skoraði átta stig og greip fimm fráköst.vísir / hulda margrét Íslandi tókst ekki að vinna sinn fyrsta stórmótssigur á mótinu þrátt fyrir að hafa oft hangið vel í andstæðingunum. Tryggvi segist stoltur af liðinu og vonar að fyrsti sigurinn skili sér á næsta EM. „Ég er bara ótrúlega stoltur af öllu sem við erum búnir að gera. Ótrúlega lítill munur hefði getað gert það að verkum að við vinnum þrjá leiki, sem er kannski skrítið að segja þegar við náðum ekki að vinna neinn, en við vorum alltaf í bullandi séns. Nema kannski í þessum eina leik gegn Frakklandi núna, en eins og ég segi, heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki. Það er ótrúlega erfitt að komast áfram á EuroBasket og að ná í sigur hefur verið áskorun, en við ætlum að ná honum.“ Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Íslenski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Sjá meira
Klippa: Tryggvi Hlinason eftir lokaleikinn á EM „Menn voru búnir að gefa allt sitt í síðustu fjórum leikjum og þó hausinn vilji vera til staðar þá kallar líkaminn líka á mann og segir að hlutirnir séu ekki alveg þannig. Frakkar eru með hörkugott og mjög líkamlega sterkt lið, því miður þá bognuðum við undan því, en ef við horfum á allt mótið í heild sinni er ég mjög stoltur af öllu sem við erum búnir að gera“ sagði Tryggvi fljótlega eftir leik. Frakkar voru algjörlega við völd í dag og komnir með fimmtíu stig á töfluna eftir aðeins þrettán mínútur, þeir virtust hreinlega hitta úr öllum sínum skotum. „Já við þurfum að treysta á að svona lið eigi slæman dag á móti okkur en í dag settu þeir bara allt niður. Við reyndum að setja í svæðisvörn og sjá hvort þeir gætu skotið en þeir bara hittu öllu og ef þeir hittu ekki þá náðu þeir í frákast“ segir Tryggvi og tekur ýmislegt jákvætt úr leiknum líka. „Eins og alltaf var stúkan alltaf til staðar og stóð með okkur í gegnum þetta allt. Flott að ungu strákarnir fengu líka aðeins að spreyta sig, sýna hvað þeir geta gert og lært af þessu því við ætlum að halda áfram í þessu og menn þurfa að venjast því að spila við svona lið.“ Tryggvi skoraði átta stig og greip fimm fráköst.vísir / hulda margrét Íslandi tókst ekki að vinna sinn fyrsta stórmótssigur á mótinu þrátt fyrir að hafa oft hangið vel í andstæðingunum. Tryggvi segist stoltur af liðinu og vonar að fyrsti sigurinn skili sér á næsta EM. „Ég er bara ótrúlega stoltur af öllu sem við erum búnir að gera. Ótrúlega lítill munur hefði getað gert það að verkum að við vinnum þrjá leiki, sem er kannski skrítið að segja þegar við náðum ekki að vinna neinn, en við vorum alltaf í bullandi séns. Nema kannski í þessum eina leik gegn Frakklandi núna, en eins og ég segi, heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki. Það er ótrúlega erfitt að komast áfram á EuroBasket og að ná í sigur hefur verið áskorun, en við ætlum að ná honum.“
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Íslenski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Sjá meira