Fótbolti

Isak í fjölmiðlafeluleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Isak er að æfa með sænska landsliðinu og gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu á móti Slóvenum um helgina.
Alexander Isak er að æfa með sænska landsliðinu og gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu á móti Slóvenum um helgina. EPA/JONAS EKSTROMER

Alexander Isak gæti verið að fara spila langþráðan fótboltaleik á næstu dögum en fjölmiðlar munu samt ekkert fá að tala við nýjasta leikmann Liverpool fram að þeim leik.

Isak er nú að æfa með sænska landsliðinu fyrir leiki í undankeppni HM. Hann var valinn í sænska landsliðið þrátt fyrir að hafa ekkert spilað með Newcastle, hvorki á undirbúningstímabilinu né í fyrstu þremur umferðum tímabilsins.

@sportbladet

„Öll einbeitingin okkar er á það að undirbúa liðið fyrir mikilvægan leik í undankeppni HM,“ sagði Petra Thorén, fjölmiðlafulltrúi sænska landsliðsins við áhugasaman sænska fjölmiðlamenn. Aftonbladet segir frá.

Sænskir blaðamenn vildu skiljanlega fá að ræða við Isak enda hefur mikið gengið á honum á síðustu vikum og mánuðum.

„Fyrir þennan Slóveníuleik þá mun hann ekki veita fjölmiðlum viðtöl. Það er það sem gildir núna. Hvað gerist seinna veit ég ekki. Ég lofa engu,“ sagði Thorén en hver ákvað þetta?

„Þessi ákvörðun var tekin eftir samtal á milli Alexanders og okkar sem sjáum um þessi mál. Þetta var sameiginleg ákvörðun,“ sagði Thorén.

Ekkert verður gefið upp um aðgengi að Alexander Isak í framhaldinu.

„Ég get ekki gefið ákveðið svar um það. Við vitum ekki hvernig þessir leikir spilast og hvernig hlutirnir líta út eftir þá,“ sagði Thorén.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×