„Við hvað ertu hræddur?“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 3. september 2025 19:16 Reyn Alpha Magnúsdóttir forseti Trans Íslands til vinstri og Jóhann Kristian Jóhannsson meðstjórnandi til hægri. Vísir/Sigurjón Forseti Trans Íslands segir umræðu um málefni hinsegin fólks hafa legið mög þungt á mörgum síðustu daga. Fólk er hvatt til að leita í félagsleg úrræði sem samtökin bjóða uppá. Hún segir hinsegin fólk hafa þjappað sér saman og vonar að sá stuðningur sem hafi komið fram víða í samfélaginu haldi áfram. Öll spjót standa nú á Snorra Mássyni, þingmanni Miðflokksins, eftir umdeilda framkomu hans í Kastljóssþætti í fyrradag um bakslag gegn hinsegin fólki. Ráðherra líkti honum til að mynda við „geltandi kjána“, biskup lýsti yfir vonbrigðum og fjölmargir aðrir gagnrýndu framgöngu hans.Þá hafa líka ýmsir stigið fram honum til varnar á ýmsan hátt. Sjá einnig: Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Legið þungt á mörgum Reyn Alpha Magnúsdóttir forseti Trans Íslands segir framgöngu þingmannsins hafa komið illa við marga í samfélagi hinssegin fólks. „Þetta hefur legið þungt á mjög mörgum. Fólk hefur sumt hvað ekki haft það neitt sérstaklega gott eftir að þetta samtal fór í loftið og við og Samtökin '78 höfum lagt mikið í að hvetja fólk til að nýta sér félagsleg úrræði sem eru í boði á okkar vegum eins og stuðningshópa og ráðgjöf,“ segir Reyn. Jóhann Kristian Jóhannsson tekur undir með Reyn. „Í þessari keppni vinnur engin. Það er mjög undarlegt að það þurfi alltaf einhver að stjórna því hvernig annað fólk hagar sér og lítur út og gerir. Þannig að þetta er allt saman mjög kjánalegt,“ segir Jóhann. Þjappað hinsegin samfélaginu saman Reyn segir umræðuna síðustu daga líka hafa haft jákvæð áhrif. Sjá einnig: Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks „Það hefur verið mikill stuðningur alls staðar úr samfélaginu, það hefur verið afskaplega gott að sjá hann. En svo hefur þetta líka haft þau áhrif að þjappa okkur saman. Við þurfum að virkja þennan samtakamátt sem hefur komið upp hjá samfélaginu. Þetta verður vonandi ákall til stærra hinsegin samfélagsins og fólks utan þess til að láta sig þessi mál sig varða,“ segir Reyn. „Ég vona að þetta sé tækifæri fyrir fólk til að líta í eigin barm og spyrja sig: við hvað ertu hræddur?“ segir Jóhann. Hinsegin Miðflokkurinn Málefni trans fólks Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir „Það eru engir James Bond aukahlutir en þessir bílar eru mjög vel útbúnir“ Miðflokkurinn vill að foreldrar ráði alfarið skiptingu orlofs Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Sjá meira
Öll spjót standa nú á Snorra Mássyni, þingmanni Miðflokksins, eftir umdeilda framkomu hans í Kastljóssþætti í fyrradag um bakslag gegn hinsegin fólki. Ráðherra líkti honum til að mynda við „geltandi kjána“, biskup lýsti yfir vonbrigðum og fjölmargir aðrir gagnrýndu framgöngu hans.Þá hafa líka ýmsir stigið fram honum til varnar á ýmsan hátt. Sjá einnig: Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Legið þungt á mörgum Reyn Alpha Magnúsdóttir forseti Trans Íslands segir framgöngu þingmannsins hafa komið illa við marga í samfélagi hinssegin fólks. „Þetta hefur legið þungt á mjög mörgum. Fólk hefur sumt hvað ekki haft það neitt sérstaklega gott eftir að þetta samtal fór í loftið og við og Samtökin '78 höfum lagt mikið í að hvetja fólk til að nýta sér félagsleg úrræði sem eru í boði á okkar vegum eins og stuðningshópa og ráðgjöf,“ segir Reyn. Jóhann Kristian Jóhannsson tekur undir með Reyn. „Í þessari keppni vinnur engin. Það er mjög undarlegt að það þurfi alltaf einhver að stjórna því hvernig annað fólk hagar sér og lítur út og gerir. Þannig að þetta er allt saman mjög kjánalegt,“ segir Jóhann. Þjappað hinsegin samfélaginu saman Reyn segir umræðuna síðustu daga líka hafa haft jákvæð áhrif. Sjá einnig: Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks „Það hefur verið mikill stuðningur alls staðar úr samfélaginu, það hefur verið afskaplega gott að sjá hann. En svo hefur þetta líka haft þau áhrif að þjappa okkur saman. Við þurfum að virkja þennan samtakamátt sem hefur komið upp hjá samfélaginu. Þetta verður vonandi ákall til stærra hinsegin samfélagsins og fólks utan þess til að láta sig þessi mál sig varða,“ segir Reyn. „Ég vona að þetta sé tækifæri fyrir fólk til að líta í eigin barm og spyrja sig: við hvað ertu hræddur?“ segir Jóhann.
Hinsegin Miðflokkurinn Málefni trans fólks Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Fleiri fréttir „Það eru engir James Bond aukahlutir en þessir bílar eru mjög vel útbúnir“ Miðflokkurinn vill að foreldrar ráði alfarið skiptingu orlofs Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Sjá meira