„Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. september 2025 08:00 Gunnar Már stillir Tryggva Snæ af beint eftir leik. Flestir, ef ekki allir, leikmenn liðsins nýta sér krafta Gunnars sem segist fara óhefðbundnar leiðir. vísir/jón gautur Strákarnir í landsliðinu kalla hann Jesús en hann heitir Gunnar Már Másson. Hann er hluti af starfsliði íslenska landsliðsins og segir að sitt hlutverk sé að knúsa leikmenn liðsins. „Að vera á Eurobasket með þessum tólf stjörnum og starfsliðinu. Það bræðir hjarta mitt. Ég get ekki sagt annað,“ segir Gunnar Már yfirvegaður og þakklátur en hann var svo beðinn um að útskýra sitt hlutverk í starfsliðinu. Klippa: Kraftaverkamaðurinn sem leikmenn kalla Jesú „Ég lít á þetta þannig að ég sá fyrir mér flækta jólaseríu. Ég reyni að leysa úr flækjunni í ró og yfirvegun. Þegar ég hef leyst úr þessari flækju þá reyni ég að passa upp á að jólaserían flækist ekki á nýjan leik. „Ég er til staðar. Knúsa ef þarf. Ef menn vilja þiggja knús frá mér þá er það í boði. Önnur samlíking er að flest eigum við bíl. Það er gott að fara með bílinn í hjólastillingu reglulega. Mitt hlutverk að auki er að stilla strákana af svo þeir stígi samstíga í vinstri og hægri fót.“ Hreyfifræðingur sem losar flæktu jólaseríuna Skemmtilega orðað hjá Gunnari en segir okkur lítið um hvernig hann geri það nákvæmlega. Það varð því að ganga á hann með frekari svör. „Ég er hreyfifræðingur. Ég stilli þá af hvort sem það er vöðvatengt eða færi aðeins til ákveðin atriði. Ég nýti orku mína og bestu þekkingu. Ég kappkosta að allir geti stigið inn og utan vallar á mótinu. Að sjálfsögðu er ég með Valda sjúkraþjálfara mér við hlið sem gerir allt sem ég er ekki að gera. Það er ekki bara mitt að leysa úr flæktu jólaseríunni.“ Gunnar Már í viðtalinu við íþróttadeild Sýnar. Hann var afburða knattspyrnumaður á sínum tíma og spilað meðal annars með Val, KA og Leiftri í efstu deild.vísir/hulda margrét Nafn Gunnars var þó nokkuð í umræðunni er Stjarnan varð Íslandsmeistari í körfubolta síðasta vor. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar og aðstoðarþjálfari landsliðsins, var þá fljótur að hrósa honum. Kallaður Jesú hjá landsliðinu og Stjörnunni „Gunnar Már er bara ótrúlegur fixer. Ef þér er illt einhvers staðar þá bara lagar hann það. Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Baldur Þór sem á væntanlega stóran þátt í því að Gunnar Már er að vinna með landsliðinu. Baldur er líka maðurinn sem ber ábyrgð á því að Gunnar Már er kallaður Jesú í hópnum sem og hjá Stjörnunni. Baldur kallaði Gunnar „fixer“ og Gunnar segist fara óheðfbundnar leiðir í sinni nálgun. Hann er þó ekki mjög hrifinn af líkingunni við Jesú. „Ég persónulega er bara Gunni hreyfifræðingur. Gunni sem þykir gott að gefa knús þegar við á. Jesú breytti vatni í vín en ég kann það ekki. Ég kýs persónulega að vera til staðar og gefa af mér. Drengjunum er hlýtt til mín og ég er þakklátur fyrir það,“ segir Gunnar Már meyr og þakklátur. Hreyfifræðingurinn skilur sig frá öllum öðrum í Spodek-höllinni á þann hátt að hann er sá eini sem er ekkert að spá í því hver staðan sé í leikjunum. „Ég er yfirleitt ekki að horfa á leikinn. Ég er að horfa á mína menn sem ég hef verið að stilla af. Mitt hlutverk er að fylgjast með þeim og hvernig þeir stíga í vinstri og hægri fót. Ég gríp inn í ef á þarf að halda ásamt Valda,“ segir Gunnar en hvernig grípur hann inn í? Gefur gott knús svo menn finni ekki til daginn eftir „Ég segi helst ekki neitt og nota ekki mikið af orðum. Ég er ekki klár í að nota orð mín. Ég er til staðar og stilli af ef einstaklingur fær högg og eitthvað skekkist. Þá tel ég mig geta komið og gefið gott knús til þess að einstaklingurinn geti haldið áfram og finni ekki til daginn eftir. Það er óskastaða. Ég er hér fyrir strákana, ég er hér fyrir þjóðina svo allir geti stígið sem best í vinstri og hægri fót.“ Er viðtali lauk þáði blaðamaður knús frá Gunnari til að reyna að komast að því hvaða göldrum maðurinn búi yfir. Ég fékk knús og um leið smá nudd á bakið. Svo var ég hnykktur lítillega. Eftir að viðtali lauk fékk ég aðeins meiri meðferð svo ég skil nú betur hvað Gunnar er að gera til að hjálpa strákunum. Þegar einum leik er ólokið á Eurobakset eru allir leikmenn heilir. Einhverjir hafa meiðst lítillega en Gunnar og Valdi komið þeim í stand. Gunnar er einum leik frá markmiði sínu að koma liðinu heilu út á mótið og heim aftur. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira
„Að vera á Eurobasket með þessum tólf stjörnum og starfsliðinu. Það bræðir hjarta mitt. Ég get ekki sagt annað,“ segir Gunnar Már yfirvegaður og þakklátur en hann var svo beðinn um að útskýra sitt hlutverk í starfsliðinu. Klippa: Kraftaverkamaðurinn sem leikmenn kalla Jesú „Ég lít á þetta þannig að ég sá fyrir mér flækta jólaseríu. Ég reyni að leysa úr flækjunni í ró og yfirvegun. Þegar ég hef leyst úr þessari flækju þá reyni ég að passa upp á að jólaserían flækist ekki á nýjan leik. „Ég er til staðar. Knúsa ef þarf. Ef menn vilja þiggja knús frá mér þá er það í boði. Önnur samlíking er að flest eigum við bíl. Það er gott að fara með bílinn í hjólastillingu reglulega. Mitt hlutverk að auki er að stilla strákana af svo þeir stígi samstíga í vinstri og hægri fót.“ Hreyfifræðingur sem losar flæktu jólaseríuna Skemmtilega orðað hjá Gunnari en segir okkur lítið um hvernig hann geri það nákvæmlega. Það varð því að ganga á hann með frekari svör. „Ég er hreyfifræðingur. Ég stilli þá af hvort sem það er vöðvatengt eða færi aðeins til ákveðin atriði. Ég nýti orku mína og bestu þekkingu. Ég kappkosta að allir geti stigið inn og utan vallar á mótinu. Að sjálfsögðu er ég með Valda sjúkraþjálfara mér við hlið sem gerir allt sem ég er ekki að gera. Það er ekki bara mitt að leysa úr flæktu jólaseríunni.“ Gunnar Már í viðtalinu við íþróttadeild Sýnar. Hann var afburða knattspyrnumaður á sínum tíma og spilað meðal annars með Val, KA og Leiftri í efstu deild.vísir/hulda margrét Nafn Gunnars var þó nokkuð í umræðunni er Stjarnan varð Íslandsmeistari í körfubolta síðasta vor. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar og aðstoðarþjálfari landsliðsins, var þá fljótur að hrósa honum. Kallaður Jesú hjá landsliðinu og Stjörnunni „Gunnar Már er bara ótrúlegur fixer. Ef þér er illt einhvers staðar þá bara lagar hann það. Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Baldur Þór sem á væntanlega stóran þátt í því að Gunnar Már er að vinna með landsliðinu. Baldur er líka maðurinn sem ber ábyrgð á því að Gunnar Már er kallaður Jesú í hópnum sem og hjá Stjörnunni. Baldur kallaði Gunnar „fixer“ og Gunnar segist fara óheðfbundnar leiðir í sinni nálgun. Hann er þó ekki mjög hrifinn af líkingunni við Jesú. „Ég persónulega er bara Gunni hreyfifræðingur. Gunni sem þykir gott að gefa knús þegar við á. Jesú breytti vatni í vín en ég kann það ekki. Ég kýs persónulega að vera til staðar og gefa af mér. Drengjunum er hlýtt til mín og ég er þakklátur fyrir það,“ segir Gunnar Már meyr og þakklátur. Hreyfifræðingurinn skilur sig frá öllum öðrum í Spodek-höllinni á þann hátt að hann er sá eini sem er ekkert að spá í því hver staðan sé í leikjunum. „Ég er yfirleitt ekki að horfa á leikinn. Ég er að horfa á mína menn sem ég hef verið að stilla af. Mitt hlutverk er að fylgjast með þeim og hvernig þeir stíga í vinstri og hægri fót. Ég gríp inn í ef á þarf að halda ásamt Valda,“ segir Gunnar en hvernig grípur hann inn í? Gefur gott knús svo menn finni ekki til daginn eftir „Ég segi helst ekki neitt og nota ekki mikið af orðum. Ég er ekki klár í að nota orð mín. Ég er til staðar og stilli af ef einstaklingur fær högg og eitthvað skekkist. Þá tel ég mig geta komið og gefið gott knús til þess að einstaklingurinn geti haldið áfram og finni ekki til daginn eftir. Það er óskastaða. Ég er hér fyrir strákana, ég er hér fyrir þjóðina svo allir geti stígið sem best í vinstri og hægri fót.“ Er viðtali lauk þáði blaðamaður knús frá Gunnari til að reyna að komast að því hvaða göldrum maðurinn búi yfir. Ég fékk knús og um leið smá nudd á bakið. Svo var ég hnykktur lítillega. Eftir að viðtali lauk fékk ég aðeins meiri meðferð svo ég skil nú betur hvað Gunnar er að gera til að hjálpa strákunum. Þegar einum leik er ólokið á Eurobakset eru allir leikmenn heilir. Einhverjir hafa meiðst lítillega en Gunnar og Valdi komið þeim í stand. Gunnar er einum leik frá markmiði sínu að koma liðinu heilu út á mótið og heim aftur.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira