Innlent

Rann­saka stór­fellda líkams­á­rás í Seljahverfi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla sinnti meðal annars útkalli vegna þjófnaðar í verslun í póstnúmerinu 103.
Lögregla sinnti meðal annars útkalli vegna þjófnaðar í verslun í póstnúmerinu 103. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú stórfellda líkamsárás sem átti sér stað í Seljahverfinu í gærkvöldi eða nótt. Gerendur flúðu af vettvangi eftir að tilkynnt var um árásina.

Þetta kemur fram í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar.

Þar segir einnig frá tilkynningu um slagsmál fyrir utan skemmtistað í Kópavogi en í ljós kom að um var að ræða „nokkra aðila í gamnislag“, eins og það er orðað.

Tveir voru handteknir eftir að lögreglu barst tilkynning um að viðkomandi hefðu brotið sér leið inn á stofnun í miðborginni. Þá ók lögregla einstaklingi heim eftir að tilkynnt var um viðkomandi í annarlegu ástandi í verslun.

Lögregla var einnig kölluð til vegna þjófnaðar í verslun í Kópavogi og þá var tilkynnt um eignaspjöll á bifreið í Hafnarfirði. Það mál er í rannsókn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×