Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. september 2025 07:02 Örvæntið ekki, Lammens er mættur til að bjarga málunum. Kannski allavega. Í besta falli mögulega seinna meir. Manchester United Hinn 23 ára gamli Senne Lammens er genginn í raðir Manchester United. Hann á að vera svarið við markmannsvandræðum þeirra en það gæti þó tekið tíma fyrir þann draum að verða að veruleika. „Project 150“ er hugtak sem notað hefur verið um markmið forráðamanna Rauðu djöflanna að verða Englandsmeistari vorið 2028 en þá verða liðin 150 ár frá stofnun Newton Heath sem síðar meir varð Manchester United. Það er erfitt að sjá hvernig lið sem endaði í 15. sæti á síðustu leiktíð ætlar að fara úr því að falla niður töfluna ár eftir ár í að standa uppi sem Englandsmeistari eftir rétt rúm þrjú ár. Ef til vill er byrjunin að sækja ungan og óreyndan markvörð með mikla hæfileika. Senne knows ✨ pic.twitter.com/gos7N9LUlh— Manchester United (@ManUtd) September 2, 2025 Það fer ekkert á milli mála að Lammens er efnilegur en hann er að sama skapi gríðarlega óreyndur. Hann hefur aðeins verið aðalmarkvörður í tvö tímabil og þrátt fyrir fjölda yngri landsleikja hefur hann ekki enn leikið sinn fyrsta A-landsleik. Af hverju vildu forráðamenn Man United frekar Lammens heldur en hinn þaulreynda og mjög svo leiðinlega Emiliano Martínez? Svarið virðist hreinlega vera „Project 150.“ Ef það var ekki ljóst í sumar að Man United þyrfti nýjan aðalmarkvörð þá varð það endanlega ljóst eftir afhroð liðsins gegn D-deildarliði Grimsby Town í enska deildarbikarnum. André Onana, sem átti að umbylta markvarðarstöðu félagsins, er ekki starfi sínu vaxinn og sama má segja um varaskeifuna Altay Bayındır. Gianluigi Donnarumma var um tíma orðaður við Manchester United en það virtist aldrei möguleiki eftir að nágrannarnir í City stigu upp á svið. Hinn 33 ára gamli Martínez vildi hins vegar burt frá Aston Villa og var Man United talið líklegur áfangastaður. Á endanum fór svo að Rauðu djöflarnir sóttu mann sem nærri áratug yngri. Eflaust með þann draum í maganum að Lammens verði betri með hverju árinu sem líður og mögulega einn af betri markvörðum heims vorið 2028. Lammens er nú einn af sjö leikmönnum 23 ára eða yngri sem ættu að vera í stóru hlutverki hjá liðinu á komandi árum. Hinir eru Leny Yoro, Ayden Heaven, Patrick Dorgu, Kobbie Mainoo, Amad Diallo og Benjamin Šeško. Mun leiða línuna.Ash Donelon/Getty Images Aðeins tíminn mun leiða í ljós hvort þessir sjö muni mynd hryggjarsúlu meistaraliðs Man Utd vorið 2028 en sem stendur verður það að teljast ansi ólíklegt ef marka má leikmannakaup félagsins undanfarin ár. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Sjá meira
„Project 150“ er hugtak sem notað hefur verið um markmið forráðamanna Rauðu djöflanna að verða Englandsmeistari vorið 2028 en þá verða liðin 150 ár frá stofnun Newton Heath sem síðar meir varð Manchester United. Það er erfitt að sjá hvernig lið sem endaði í 15. sæti á síðustu leiktíð ætlar að fara úr því að falla niður töfluna ár eftir ár í að standa uppi sem Englandsmeistari eftir rétt rúm þrjú ár. Ef til vill er byrjunin að sækja ungan og óreyndan markvörð með mikla hæfileika. Senne knows ✨ pic.twitter.com/gos7N9LUlh— Manchester United (@ManUtd) September 2, 2025 Það fer ekkert á milli mála að Lammens er efnilegur en hann er að sama skapi gríðarlega óreyndur. Hann hefur aðeins verið aðalmarkvörður í tvö tímabil og þrátt fyrir fjölda yngri landsleikja hefur hann ekki enn leikið sinn fyrsta A-landsleik. Af hverju vildu forráðamenn Man United frekar Lammens heldur en hinn þaulreynda og mjög svo leiðinlega Emiliano Martínez? Svarið virðist hreinlega vera „Project 150.“ Ef það var ekki ljóst í sumar að Man United þyrfti nýjan aðalmarkvörð þá varð það endanlega ljóst eftir afhroð liðsins gegn D-deildarliði Grimsby Town í enska deildarbikarnum. André Onana, sem átti að umbylta markvarðarstöðu félagsins, er ekki starfi sínu vaxinn og sama má segja um varaskeifuna Altay Bayındır. Gianluigi Donnarumma var um tíma orðaður við Manchester United en það virtist aldrei möguleiki eftir að nágrannarnir í City stigu upp á svið. Hinn 33 ára gamli Martínez vildi hins vegar burt frá Aston Villa og var Man United talið líklegur áfangastaður. Á endanum fór svo að Rauðu djöflarnir sóttu mann sem nærri áratug yngri. Eflaust með þann draum í maganum að Lammens verði betri með hverju árinu sem líður og mögulega einn af betri markvörðum heims vorið 2028. Lammens er nú einn af sjö leikmönnum 23 ára eða yngri sem ættu að vera í stóru hlutverki hjá liðinu á komandi árum. Hinir eru Leny Yoro, Ayden Heaven, Patrick Dorgu, Kobbie Mainoo, Amad Diallo og Benjamin Šeško. Mun leiða línuna.Ash Donelon/Getty Images Aðeins tíminn mun leiða í ljós hvort þessir sjö muni mynd hryggjarsúlu meistaraliðs Man Utd vorið 2028 en sem stendur verður það að teljast ansi ólíklegt ef marka má leikmannakaup félagsins undanfarin ár.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Sjá meira