Körfubolti

„Auð­vitað er ég svekktur“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Craig á hliðarlínunni í kvöld.
Craig á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

„Fannst við aftur eiga góðan leik. Við fengum tækifæri í síðari hálfleik sem við nýttum ekki nægilega vel. Gegn góðu liði eins og Slóveníu þarf maður að nýta slík tækifæri til að halda sér inn í leiknum og gefa sér möguleika á að fara með sigur af hólmi.“

Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var nokkuð sáttur með leik sinna manna gegn ofurstjörnunni Luka Dončić og samlöndum hans í slóvenska landsliðinu.

Klippa: Craig Pedersen eftir leik: „Auðvitað er ég svekktur“

„Fannst við spila vel gegn virkilega góðu og reynslumiklu liði. Auðvitað er ég svekktur að við höfum ekki verið örlítið nær (sigrinum) en að sama skapi finnst mér magnað að enn á ný getum við staðið í svona góðu liði.“

Hvað vantaði að mati Craig?

„Smá bit hér og þar. Nokkrir tapaðir boltar sem við töpum venjulega ekki. Svoleiðis hlutir telja gegn öflugu liði Slóveníu sem hefur leikmann sem getur stýrt leiknum og gert aðra leikmenn betri. Hann gerði það í dag.“

„Auðvitað eru nokkur atriði sem við erum ekki sammála um en við erum að reyna einbeita okkur að því sem við getum haft áhrif á. Fannst leikmennirnir gera vel í að halda einbeitingu í dag svo það er í raun ekkert að segja um dómarana,“ sagði Craig að endingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×