„Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. september 2025 07:02 Í dæminu sem vísað er til í fréttinni fer fjárkúgarinn fram á greiðslu í rafmyntinni Bitcoin. Getty/Artur Widak Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upp á síðkastið orðið vör við alvarlegar fjárkúgunaraðferðir sem beinast gegn landsmönnum á öllum aldri og kynjum. Svo virðist sem margir hræðist afleiðingarnar sem hótað er með svokallaðri kynlífskúgun (e. sextortion) og greiði jafnvel háar upphæðir til fjárkúgara. „Halló kríp. Ég þarf að deila með þér slæmum fréttum,“ segir í einu slíku kúgunarbréfi sem fréttastofa hefur undir höndum og ritað er á nokkuð bjargaðri ensku. Sá er bréfið skrifar útskýrir að hann hafi nýverið komist yfir öll tölvugögn og leitarsögu fórnarlambsins sem móttekur bréfið og hótar því að opinbera viðkvæmar upplýsingar og myndir af viðkomandi, greiði hann ekki kúgaranum fúlgur fjár með rafmyntinni bitcoin. Hóta að deila viðkvæmu efni „Mér heppnaðist að taka upp nokkrar af þínum einkastundum og á nokkur myndbönd sem sýna hvernig þú veitir sjálfum þér unað og fullnægingu. Ef þú ert efins, þá get ég með nokkrum músarsmellum deilt myndefninu með vinum þínum, kollegum og fjölskyldumeðlimum. Það væri ekkert vandamál fyrir mig heldur að birta þetta opinberlega fyrir alla að sjá,“ segir meðal annars í bréfinu. Brot úr bréfi kúgara þar sem fórnarlambið er varað við því að hafa samband við lögreglu, segja öðrum frá eða reyna að hafa uppi á sendanda. Það sé gagnslaust og kunni að hafa frekari afleiðingar í för með sér.Skjáskot Til að koma í veg fyrir að það gerist geti móttakandi bréfsins einfaldlega millifært tólf þúsund Bandaríkjadali í bitcoin, eða sem nemur um einni og hálfri milljón króna, og þá verði myndunum eytt umsvifalaust eftir að millifærslan hafi verið framkvæmd. Því borgar sig þó að taka með fyrirvara og gildir einu hvort kúgarinn búi raunverulega yfir viðkvæmu myndefni eða ekki. Snjóbolti sem vindur upp á sig Einhverjir lesendur gætu sjálfir ef til vill kannast við að hafa móttekið sambærilegt bréf í tölvupósti, sem sumir eflaust leiða hjá sér og láta fátt um finnast. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er hins vegar nokkuð algengt að fólk borgi. Óttinn við að upplýsingar af þessum toga verði birtar virðist leiða til þess að fólk láti undan þrýstingi og borgi kúgaranum. Það er þó ekki þar með sagt að kúgarinn hafi raunverulega aðgang að viðkvæmu efni, heldur er tilgangurinn fyrst og fremst að kúga fé út úr fórnarlömbum að sögn Guðjóns Rúnars Sveinssonar, rannsóknarlögreglumanns. Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá miðlægri rannsóknardeild lrh. rannsakar meðal annars fjársvik og netglæpi.Vísir/Bjarni „Því miður hræðir þetta fólk og ansi margir borga. Þetta er orðið svolítið algengt,“ segir Guðjón. Oft sé fólk einnig hrætt við að láta vita, sem sé að mörgu leyti skiljanlegt. Hitt er að það getur gert illt verra að fara að kröfum kúgarans sem þá gæti haldið uppteknum hætti áfram og reynt að kúga meira fé út úr fórnarlambinu. „Margir vilja bara borga til að koma í veg fyrir vandamál, en þá eru þeir búnir að búa til annað vandamál, það er bara snjóbolti sem byrjar að rúlla. Í þriðja lagi þá er þetta rosaleg skömm að fá svona, því menn gera ýmislegt sem er ekkert endilega ólöglegt eins og gengur og gerist, en það er verið að reyna að nýta það,“ útskýrir Guðjón. Hann hvetur þá sem verða fyrir barðinu á slíkum kúgunartilburðum til að vera óhrædda við að leita til lögreglu. Það að fara að kröfum kúgarans leysi engan vanda. Nokkuð algengt er að ungt fólk verði fyrir barðinu á kynlífskúgun, en fórnarlömbin geta verið á öllum aldri að sögn Guðjóns. „Það er bara verið að reyna að þvinga.“ Ungmenni oft fórnarlömb Kynlífskúgun gegn ungu fólki hefur verið nokkuð til umræðu frá því í fyrra þegar samfélagsmiðillinn Instagram kynnti aðgerðir sem ætlað var að vernda ungmenni gegn slíkri kúgun. Sjá einnig: Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Í tilkynningu frá lögreglunni að því tilefni kom fram að aðgerðirnar væru sérstaklega mikilvægar í ljósi þess að Instagram sé á meðal vinsælustu samfélagsmiðla barna og ungmenna á Íslandi. Þá hefur málið verið umtalsefni á Alþingi fyrr á þessu ári. Á heimasíðu Neyðarlínunnar má finna leiðbeiningar um hvernig sé æskilegt að bregaðst við beiðnum um nektarmyndir og á heimasíðu lögreglunnar er einnig að finna gagnlegar upplýsingar um hvernig megi bregðast við hvers kyns stafrænu kynferðisofbeldi og hvar megi nálgast hjálp. Netglæpir Efnahagsbrot Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Halló kríp. Ég þarf að deila með þér slæmum fréttum,“ segir í einu slíku kúgunarbréfi sem fréttastofa hefur undir höndum og ritað er á nokkuð bjargaðri ensku. Sá er bréfið skrifar útskýrir að hann hafi nýverið komist yfir öll tölvugögn og leitarsögu fórnarlambsins sem móttekur bréfið og hótar því að opinbera viðkvæmar upplýsingar og myndir af viðkomandi, greiði hann ekki kúgaranum fúlgur fjár með rafmyntinni bitcoin. Hóta að deila viðkvæmu efni „Mér heppnaðist að taka upp nokkrar af þínum einkastundum og á nokkur myndbönd sem sýna hvernig þú veitir sjálfum þér unað og fullnægingu. Ef þú ert efins, þá get ég með nokkrum músarsmellum deilt myndefninu með vinum þínum, kollegum og fjölskyldumeðlimum. Það væri ekkert vandamál fyrir mig heldur að birta þetta opinberlega fyrir alla að sjá,“ segir meðal annars í bréfinu. Brot úr bréfi kúgara þar sem fórnarlambið er varað við því að hafa samband við lögreglu, segja öðrum frá eða reyna að hafa uppi á sendanda. Það sé gagnslaust og kunni að hafa frekari afleiðingar í för með sér.Skjáskot Til að koma í veg fyrir að það gerist geti móttakandi bréfsins einfaldlega millifært tólf þúsund Bandaríkjadali í bitcoin, eða sem nemur um einni og hálfri milljón króna, og þá verði myndunum eytt umsvifalaust eftir að millifærslan hafi verið framkvæmd. Því borgar sig þó að taka með fyrirvara og gildir einu hvort kúgarinn búi raunverulega yfir viðkvæmu myndefni eða ekki. Snjóbolti sem vindur upp á sig Einhverjir lesendur gætu sjálfir ef til vill kannast við að hafa móttekið sambærilegt bréf í tölvupósti, sem sumir eflaust leiða hjá sér og láta fátt um finnast. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er hins vegar nokkuð algengt að fólk borgi. Óttinn við að upplýsingar af þessum toga verði birtar virðist leiða til þess að fólk láti undan þrýstingi og borgi kúgaranum. Það er þó ekki þar með sagt að kúgarinn hafi raunverulega aðgang að viðkvæmu efni, heldur er tilgangurinn fyrst og fremst að kúga fé út úr fórnarlömbum að sögn Guðjóns Rúnars Sveinssonar, rannsóknarlögreglumanns. Guðjón Rúnar Sveinsson, rannsóknarlögreglumaður hjá miðlægri rannsóknardeild lrh. rannsakar meðal annars fjársvik og netglæpi.Vísir/Bjarni „Því miður hræðir þetta fólk og ansi margir borga. Þetta er orðið svolítið algengt,“ segir Guðjón. Oft sé fólk einnig hrætt við að láta vita, sem sé að mörgu leyti skiljanlegt. Hitt er að það getur gert illt verra að fara að kröfum kúgarans sem þá gæti haldið uppteknum hætti áfram og reynt að kúga meira fé út úr fórnarlambinu. „Margir vilja bara borga til að koma í veg fyrir vandamál, en þá eru þeir búnir að búa til annað vandamál, það er bara snjóbolti sem byrjar að rúlla. Í þriðja lagi þá er þetta rosaleg skömm að fá svona, því menn gera ýmislegt sem er ekkert endilega ólöglegt eins og gengur og gerist, en það er verið að reyna að nýta það,“ útskýrir Guðjón. Hann hvetur þá sem verða fyrir barðinu á slíkum kúgunartilburðum til að vera óhrædda við að leita til lögreglu. Það að fara að kröfum kúgarans leysi engan vanda. Nokkuð algengt er að ungt fólk verði fyrir barðinu á kynlífskúgun, en fórnarlömbin geta verið á öllum aldri að sögn Guðjóns. „Það er bara verið að reyna að þvinga.“ Ungmenni oft fórnarlömb Kynlífskúgun gegn ungu fólki hefur verið nokkuð til umræðu frá því í fyrra þegar samfélagsmiðillinn Instagram kynnti aðgerðir sem ætlað var að vernda ungmenni gegn slíkri kúgun. Sjá einnig: Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Í tilkynningu frá lögreglunni að því tilefni kom fram að aðgerðirnar væru sérstaklega mikilvægar í ljósi þess að Instagram sé á meðal vinsælustu samfélagsmiðla barna og ungmenna á Íslandi. Þá hefur málið verið umtalsefni á Alþingi fyrr á þessu ári. Á heimasíðu Neyðarlínunnar má finna leiðbeiningar um hvernig sé æskilegt að bregaðst við beiðnum um nektarmyndir og á heimasíðu lögreglunnar er einnig að finna gagnlegar upplýsingar um hvernig megi bregðast við hvers kyns stafrænu kynferðisofbeldi og hvar megi nálgast hjálp.
Netglæpir Efnahagsbrot Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira