Suárez hrækti á þjálfara Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2025 11:31 Gömlu Barcelona-stjörnurnar Luis Suárez og Sergio Busquets urðu sér báðir til skammar eftir úrslitaleikinn í Bandaríkjunum í gær. Samsett/Skjáskot Hinn 38 ára gamli Luis Suárez bætti skammarstriki á ferilskrá sína þegar hann sást hrækja á þjálfara úr teymi Seattle Sounders eftir 3-0 tap Inter Miami í úrslitaleik bandaríska deildabikarsins í fótbolta. Atvikið má sjá hér að neðan en það átti sér stað skömmu eftir að flautað hafði verið til leiksloka. Luis Suárez appeared to spit on a Seattle staff member after the final whistle in the Leagues Cup Final 👀🎥: @MLS pic.twitter.com/gCMLdbwDlC— FOX Soccer (@FOXSoccer) September 1, 2025 Upp úr sauð eftir lokaflautið þegar Suárez greip um háls Obed Vargas, miðjumanns Seattle-liðsins, og sérstaklega eftir að Sergio Busquets sló til Mexíkóans. Like I said on the broadcast I saw a punch thrown at Vargas and it was Busquets according to this angle. pic.twitter.com/K6c6olAzFP— Taylor Twellman (@TaylorTwellman) September 1, 2025 En Suárez var ekki hættur því skömmu síðar átti hann í útistöðum við þjálfara Sounders. Oscar Ustari, liðsfélagi Suárez, hélt aftur af honum en það dugði þó ekki til að koma í veg fyrir að Úrúgvæinn hrækti á þjálfarann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hinn sigursæli Suárez kemst í fréttirnar fyrir slæma hegðun. Árið 2011, þegar hann var leikmaður Liverpool, var hann dæmdur í átta leikja bann fyrir rasísk ummæli í garð Patrice Evra hjá Manchester United. Þá hefur hann í þrígang verið dæmdur í bann fyrir að bíta mótherja, sem leikmaður Ajax, Liverpool og úrúgvæska landsliðsins. Eins og stjóri Seattle benti á eftir leik þá varpaði hegðun Suárez og félaga skugga á glæsta frammistöðu liðsins, þar sem þeir Osaze De Rosario, Alex Roldan og Paul Rothrock skoruðu mörkin í öruggum sigri. „Leikmennirnir þeirra voru pirraðir og það leiddi til atvika sem ættu ekki að sjást á fótboltavelli. Ég ætla ekki að ræða það meira því það ætti ekki að vera sagan eftir þennan leik. Saga leiksins er ekki um það sem gerðist eftir leik,“ sagði Brian Schmetzer, stjóri Seattle. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Atvikið má sjá hér að neðan en það átti sér stað skömmu eftir að flautað hafði verið til leiksloka. Luis Suárez appeared to spit on a Seattle staff member after the final whistle in the Leagues Cup Final 👀🎥: @MLS pic.twitter.com/gCMLdbwDlC— FOX Soccer (@FOXSoccer) September 1, 2025 Upp úr sauð eftir lokaflautið þegar Suárez greip um háls Obed Vargas, miðjumanns Seattle-liðsins, og sérstaklega eftir að Sergio Busquets sló til Mexíkóans. Like I said on the broadcast I saw a punch thrown at Vargas and it was Busquets according to this angle. pic.twitter.com/K6c6olAzFP— Taylor Twellman (@TaylorTwellman) September 1, 2025 En Suárez var ekki hættur því skömmu síðar átti hann í útistöðum við þjálfara Sounders. Oscar Ustari, liðsfélagi Suárez, hélt aftur af honum en það dugði þó ekki til að koma í veg fyrir að Úrúgvæinn hrækti á þjálfarann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hinn sigursæli Suárez kemst í fréttirnar fyrir slæma hegðun. Árið 2011, þegar hann var leikmaður Liverpool, var hann dæmdur í átta leikja bann fyrir rasísk ummæli í garð Patrice Evra hjá Manchester United. Þá hefur hann í þrígang verið dæmdur í bann fyrir að bíta mótherja, sem leikmaður Ajax, Liverpool og úrúgvæska landsliðsins. Eins og stjóri Seattle benti á eftir leik þá varpaði hegðun Suárez og félaga skugga á glæsta frammistöðu liðsins, þar sem þeir Osaze De Rosario, Alex Roldan og Paul Rothrock skoruðu mörkin í öruggum sigri. „Leikmennirnir þeirra voru pirraðir og það leiddi til atvika sem ættu ekki að sjást á fótboltavelli. Ég ætla ekki að ræða það meira því það ætti ekki að vera sagan eftir þennan leik. Saga leiksins er ekki um það sem gerðist eftir leik,“ sagði Brian Schmetzer, stjóri Seattle.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira