„Þetta er bara gullfallegt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. ágúst 2025 21:20 Tryggvi Snær Hlinason var öflugur í íslenska liðinu í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Tryggvi Snær Hlinason, miðherji íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var eðlilega súr og svekktur eftir tap liðsins gegn Pólverjum á Evrópumótinu í kvöld. „Ég er bara drullufúll í rauninni, eða bara svekktur. Þetta er eitthvað sem við erum búnir að vera að vinna að lengi og ætluðum að ná okkur í sigur. En það eru tveir leikir eftir og það er bara áfram gakk,“ sagði Tryggvi í leikslok. Eftir að hafa verið undir langstærstan hluta leiksins náði íslenska liðið forystunni þegar lítið var eftir, en missti Pólverja aftur fram úr sér undir lokin. „Það vantaði bara ótrúlega lítið. Ég held að það sé hægt að horfa á fáránlega margt og ég er náttúrulega ótrúlega pirraður út í einhverja dómgæslu núna. En ég er ekkert að fara að tala um það. Það er eitthvað sem ég stjórna ekki.“ „Þetta er bara einhver örlítill herslumunur. Þeir náttúrulega hafa risastórann leikmann í Jordan Loyd sem tekur bara yfir og klárar okkur í dag, því miður.“ Þrátt fyrir að vilja ekki ræða of mikið um dómgæsluna, sem var að margra mati í besta falli furðuleg undir lokin, viðurkenndi Tryggvi þó að hún hafi haft áhrif. „Já, sérstaklega eftir Belgaleikinn og manni leið eins og þetta hafi endað kannski svipað. Þetta er bara drullufúlt, en svona er þetta.“ Þá hrósaði Tryggvi liðinu fyrir að gefast ekki upp og komast aftur inn í leikinn þrátt fyrir að útlitið hafi verið svart. „Við náttúrulega gefumst aldrei upp og ég er svo stoltur af þessum strákum að berjast svona trekk í trekk. Sérstaklega núna tvo leiki í röð. Ég er ótrúlega stoltur af hópnum sem við erum með og líka bara fólkinu sem er með okkur. Þó við séum komnir tólf undir, að rífa okkur bara upp og höldum áfram og komum stúkunni af stað. Þetta er bara gullfallegt. En svona er þetta,“ sagði Tryggvi, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Tryggvi eftir tapið gegn Pólverjum EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Landsliðsfyrirliðinn, Ægir Þór Steinarsson, var eðlilega súr í leikslok þegar náð var á hann á viðtalssvæðinu í Katowice. Ísland var aftur grátlega nálægt því að sækja sigur en fengu ekki tækifæri til þess sökum nokkurra vafasamra dóma í lok leiksins gegn Póllandi sem tapaðist 84-75. 31. ágúst 2025 21:55 „Hjartað rifið úr okkur“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var ómyrkur í máli eftir leik og vandaði dómurum leiksins ekki kveðjunnar. 31. ágúst 2025 21:37 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
„Ég er bara drullufúll í rauninni, eða bara svekktur. Þetta er eitthvað sem við erum búnir að vera að vinna að lengi og ætluðum að ná okkur í sigur. En það eru tveir leikir eftir og það er bara áfram gakk,“ sagði Tryggvi í leikslok. Eftir að hafa verið undir langstærstan hluta leiksins náði íslenska liðið forystunni þegar lítið var eftir, en missti Pólverja aftur fram úr sér undir lokin. „Það vantaði bara ótrúlega lítið. Ég held að það sé hægt að horfa á fáránlega margt og ég er náttúrulega ótrúlega pirraður út í einhverja dómgæslu núna. En ég er ekkert að fara að tala um það. Það er eitthvað sem ég stjórna ekki.“ „Þetta er bara einhver örlítill herslumunur. Þeir náttúrulega hafa risastórann leikmann í Jordan Loyd sem tekur bara yfir og klárar okkur í dag, því miður.“ Þrátt fyrir að vilja ekki ræða of mikið um dómgæsluna, sem var að margra mati í besta falli furðuleg undir lokin, viðurkenndi Tryggvi þó að hún hafi haft áhrif. „Já, sérstaklega eftir Belgaleikinn og manni leið eins og þetta hafi endað kannski svipað. Þetta er bara drullufúlt, en svona er þetta.“ Þá hrósaði Tryggvi liðinu fyrir að gefast ekki upp og komast aftur inn í leikinn þrátt fyrir að útlitið hafi verið svart. „Við náttúrulega gefumst aldrei upp og ég er svo stoltur af þessum strákum að berjast svona trekk í trekk. Sérstaklega núna tvo leiki í röð. Ég er ótrúlega stoltur af hópnum sem við erum með og líka bara fólkinu sem er með okkur. Þó við séum komnir tólf undir, að rífa okkur bara upp og höldum áfram og komum stúkunni af stað. Þetta er bara gullfallegt. En svona er þetta,“ sagði Tryggvi, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Tryggvi eftir tapið gegn Pólverjum
EM 2025 í körfubolta Tengdar fréttir „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Landsliðsfyrirliðinn, Ægir Þór Steinarsson, var eðlilega súr í leikslok þegar náð var á hann á viðtalssvæðinu í Katowice. Ísland var aftur grátlega nálægt því að sækja sigur en fengu ekki tækifæri til þess sökum nokkurra vafasamra dóma í lok leiksins gegn Póllandi sem tapaðist 84-75. 31. ágúst 2025 21:55 „Hjartað rifið úr okkur“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var ómyrkur í máli eftir leik og vandaði dómurum leiksins ekki kveðjunnar. 31. ágúst 2025 21:37 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
„Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Landsliðsfyrirliðinn, Ægir Þór Steinarsson, var eðlilega súr í leikslok þegar náð var á hann á viðtalssvæðinu í Katowice. Ísland var aftur grátlega nálægt því að sækja sigur en fengu ekki tækifæri til þess sökum nokkurra vafasamra dóma í lok leiksins gegn Póllandi sem tapaðist 84-75. 31. ágúst 2025 21:55
„Hjartað rifið úr okkur“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var ómyrkur í máli eftir leik og vandaði dómurum leiksins ekki kveðjunnar. 31. ágúst 2025 21:37