Fótbolti

Fyrir­liðinn ekki með lands­liðinu og varnar­maður inn fyrir sóknarmann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Orri Steinn Óskarsson missir af landsleikjunum í september.
Orri Steinn Óskarsson missir af landsleikjunum í september. Vísir/Hulda Margrét

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur þurft að gera aðra breytingu á landsliðshóp sínum fyrir komandi leiki í undankeppni HM.

Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson var fyrir meiðslum í leik með Real Sociedad um helgina.

Orri getur af þeim sökum ekki verið með A landsliði karla í komandi leikjum við Aserbaísjan og Frakkland.

Arnar ákvað að kalla varnarmann inn fyrir framherja. Hjörtur Hermannsson kemur inn í hópinn en hann spilar með Volos í Grikklandi.

Íslenska landsliðið mætir Aserum á Laugardalsvelli 5. september og Frökkum á Parc des Princes í París 9. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×