Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2025 08:30 Kjartan Henry Finnbogason fór aðeins yfir vítamál FH-liðisns í nýjasta þættinum af Big Ben. Sýn Sport Aron Pálmarsson var gestur í síðasta þætti Big Ben og hann fékk Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfara karlaliðs FH í fótbolta, til að viðurkenna eitt í þættinum. Aron er mikill FH-ingur eins og flestir vita og góður vinur Björns Daníels Sverrissonar, fyrirliði fótboltaliðs FH. Aron hefur því góða innsýn í hvað er að gerast á bak við tjöldin hjá liðinu. Aron fór að ræða um leikinn á móti Skagamönnum á dögunum þegar FH-ingar klikkuðu á tveimur vítaspyrnum í sama leiknum. Fékk spurningar í hálfleik „Við lentum nú í því í Krikanum á dögunum að okkar allra sterkasti, Kjartan Kári [Halldórsson], hann klikkaði. Ég fékk nú heldur betur spurningarnar í hálfleik þar sem ég og Björn Daníel [Sverrisson] erum nú æskuvinir,“ sagði Aron. Klippa: Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann „Hvað af hverju fer ekki Björná punktinn? Ég er alveg sammála þér sagði ég. Hvað gerist? Við fáum víti í seinni hálfleik. Hann [Björn Daníel] fer á punktinn og það gekk ekki alveg það sem minn maður ætlaði að gera ,“ sagði Aron og brosti. „Hann fékk frábæra hugmynd,“ skaut Kjartan inn í. „Hann fékk frábæra hugmynd en framkvæmdin var ekki alveg nógu góð. Svo hitti ég þig eftir leik. Þá segir þú það við mig og Björn að þú sért að sjá um vítaskytturnar,“ sagði Aron. „Jú, ég ákveð hver tekur vítin,“ sagði Kjartan Henry. Finnst að níurnar eigi að fara á punktinn „Ég hef alltaf verið þannig. Nú er ég enginn sérfræðingur í fótbolta en mér finnst alltaf að níurnar eigi að fara á punktinn,“ sagði Aron. Kjartan sagði þá frá fyrirkomulaginu með vítin og því að leikmenn FH hlusta greinilega ekkert á hann. „Ég sagði við þig og Björn: Af hverju gerir þig ekki það sem stendur á blaðinu? Björn ákvað þetta eftir að Kjartan var búinn að klúðra víti fyrr á tímabilinu. Hann ætlað að koma honum yfir það að hafa klúðrað,“ sagði Kjartan. „Það fór illa og svo ákvað Bjössi að taka svona fyrirliðatýpuna. Hann vippaði og markvörðurinn stóð. Vandræðalegt en við unnum leikinn,“ sagði Kjartan. Hvernig var listinn? „Það sem er ekki fyndið er að strákarnir taka ekki meira mark á mér en það að þeir taka bara sínar eigin ákvarðanir þarna inn á vellinum,“ sagði Kjartan. „Hvernig var listinn,“ spurði Aron. „Siggi var fyrstur sem er nían,“ sagði Kjartan og var þar að tala um Sigurð Bjart Hallsson. „Þú ræður ekkert við þá,“ sagði Edda Sif Pálsdóttir sem var líka gestur í þættinum. „Það er það sem ég tók út úr þessu. Alveg sama hvað ég segir því þeir gera bara eitthvað annað. Við unnum leikinn og allt það en ég held að það muni ekki koma neinum á óvart hver tekur næsta víti,“ sagði Kjartan. Það má horfa á þetta skemmtilega spjall hér fyrir ofan. Það má einnig sjá svipmyndir frá umræddum leik. Gummi Ben stýrir Big Ben, spjallþætti þar sem rauð spjöld og rauðvín eru jafn líkleg umræðuefni. Þátturinn er á fimmtudögum klukkan 22.10. Guðmundur fær til sín áhugaverða gesti sem ræða stundum um fótbolta… og stundum bara um lífið sjálft. Hjálmar Örn kíkir reglulega við og hristir aðeins upp í hlutunum, eins og honum einum er lagið. Besta deild karla FH Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - ÍA | Tíminn að renna út hjá gula stórveldinu Í beinni: Vestri - KR | Ennþá partý á Ísafirði? Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Sjá meira
Aron er mikill FH-ingur eins og flestir vita og góður vinur Björns Daníels Sverrissonar, fyrirliði fótboltaliðs FH. Aron hefur því góða innsýn í hvað er að gerast á bak við tjöldin hjá liðinu. Aron fór að ræða um leikinn á móti Skagamönnum á dögunum þegar FH-ingar klikkuðu á tveimur vítaspyrnum í sama leiknum. Fékk spurningar í hálfleik „Við lentum nú í því í Krikanum á dögunum að okkar allra sterkasti, Kjartan Kári [Halldórsson], hann klikkaði. Ég fékk nú heldur betur spurningarnar í hálfleik þar sem ég og Björn Daníel [Sverrisson] erum nú æskuvinir,“ sagði Aron. Klippa: Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann „Hvað af hverju fer ekki Björná punktinn? Ég er alveg sammála þér sagði ég. Hvað gerist? Við fáum víti í seinni hálfleik. Hann [Björn Daníel] fer á punktinn og það gekk ekki alveg það sem minn maður ætlaði að gera ,“ sagði Aron og brosti. „Hann fékk frábæra hugmynd,“ skaut Kjartan inn í. „Hann fékk frábæra hugmynd en framkvæmdin var ekki alveg nógu góð. Svo hitti ég þig eftir leik. Þá segir þú það við mig og Björn að þú sért að sjá um vítaskytturnar,“ sagði Aron. „Jú, ég ákveð hver tekur vítin,“ sagði Kjartan Henry. Finnst að níurnar eigi að fara á punktinn „Ég hef alltaf verið þannig. Nú er ég enginn sérfræðingur í fótbolta en mér finnst alltaf að níurnar eigi að fara á punktinn,“ sagði Aron. Kjartan sagði þá frá fyrirkomulaginu með vítin og því að leikmenn FH hlusta greinilega ekkert á hann. „Ég sagði við þig og Björn: Af hverju gerir þig ekki það sem stendur á blaðinu? Björn ákvað þetta eftir að Kjartan var búinn að klúðra víti fyrr á tímabilinu. Hann ætlað að koma honum yfir það að hafa klúðrað,“ sagði Kjartan. „Það fór illa og svo ákvað Bjössi að taka svona fyrirliðatýpuna. Hann vippaði og markvörðurinn stóð. Vandræðalegt en við unnum leikinn,“ sagði Kjartan. Hvernig var listinn? „Það sem er ekki fyndið er að strákarnir taka ekki meira mark á mér en það að þeir taka bara sínar eigin ákvarðanir þarna inn á vellinum,“ sagði Kjartan. „Hvernig var listinn,“ spurði Aron. „Siggi var fyrstur sem er nían,“ sagði Kjartan og var þar að tala um Sigurð Bjart Hallsson. „Þú ræður ekkert við þá,“ sagði Edda Sif Pálsdóttir sem var líka gestur í þættinum. „Það er það sem ég tók út úr þessu. Alveg sama hvað ég segir því þeir gera bara eitthvað annað. Við unnum leikinn og allt það en ég held að það muni ekki koma neinum á óvart hver tekur næsta víti,“ sagði Kjartan. Það má horfa á þetta skemmtilega spjall hér fyrir ofan. Það má einnig sjá svipmyndir frá umræddum leik. Gummi Ben stýrir Big Ben, spjallþætti þar sem rauð spjöld og rauðvín eru jafn líkleg umræðuefni. Þátturinn er á fimmtudögum klukkan 22.10. Guðmundur fær til sín áhugaverða gesti sem ræða stundum um fótbolta… og stundum bara um lífið sjálft. Hjálmar Örn kíkir reglulega við og hristir aðeins upp í hlutunum, eins og honum einum er lagið.
Besta deild karla FH Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - ÍA | Tíminn að renna út hjá gula stórveldinu Í beinni: Vestri - KR | Ennþá partý á Ísafirði? Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Sjá meira