Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Bjarki Sigurðsson skrifar 30. ágúst 2025 19:18 Inga Sæland er húsnæðismálaráðherra. Vísir/Anton Brink Húsnæðismálaráðherra boðar breytingar á greiðslumati til að auðvelda fólki að eignast húsnæði. Þá stefnir hún á að einfalda regluverk í kringum íbúðauppbyggingu og skorar á verktaka að lækka verð á óseldum íbúðum. Samtök iðnaðarins hafa varað við íbúðaskorti á næstunni þar sem verktakar segja of dýrt að byggja og fyrstu kaupendur kvarta yfir því að það húsnæði sem er til sölu sé of dýrt. Erfitt sé að standast greiðslumat og fjölmargir festast á leigumarkaði vegna þessa. Inga Sæland húsnæðismálaráðherra segist meðvituð um stöðuna. „Við sjáum það er heilmikið framboð. Einhver hundruð glæsiíbúða, nýbygginga, sem eru á markaðnum núna. Þannig framboðið er til staðar hvað lítur að ákveðnum hópum í samfélaginu,“ segir Inga sem vill meira af félagslegu húsnæði. Ýmsar breytingar væntanlegar Verið sé að skoða að breyta reglum um greiðslumat svo fólk eigi auðveldara með að komast í gegnum það. „Það er hálfeinkennilegt að inni í greiðslumatinu sé almennt ekki gert ráð fyrir því að þegar þú losnar við leiguna þína, hversu há sem hún er, þá um leið hefur þú borð fyrir báru til að borga þá fjárhæð inn á íbúðalán. Ég segi við elsku verktakana okkar sem eiga þessar þrjú hundruð íbúðir óseldar, eða hversu margar sem þær eru. Það mætti líka lækka pínulítið verðið og reyna að minnka hagnaðinn sem er eyrnamerktur á hverja einustu eign,“ segir Inga. Lækka verð um fimm milljónir Verktakar hafa einnig kvartað undan strembnu regluverki og Inga stefnir á að létta undir þar. „Það hefur verið ákveðið þvælustig og óþarfa reglugerðabákn. Við erum að einfalda þetta. En ég skora aftur á þá að selja eignirnar sínar og minnka aðeins hagnaðinn. Lækka verðið um svona fimm milljónir á íbúð. Það væri kannski strax að minnsta kosti tilhneiging í þá átt að sýna: „Hey. Við viljum bara selja þessar fallegu eignir sem við eru búin að byggja,“ og gefa fleirum kost á að eignast fallegt heimili,“ segir Inga. Húsnæðismál Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Samtök iðnaðarins hafa varað við íbúðaskorti á næstunni þar sem verktakar segja of dýrt að byggja og fyrstu kaupendur kvarta yfir því að það húsnæði sem er til sölu sé of dýrt. Erfitt sé að standast greiðslumat og fjölmargir festast á leigumarkaði vegna þessa. Inga Sæland húsnæðismálaráðherra segist meðvituð um stöðuna. „Við sjáum það er heilmikið framboð. Einhver hundruð glæsiíbúða, nýbygginga, sem eru á markaðnum núna. Þannig framboðið er til staðar hvað lítur að ákveðnum hópum í samfélaginu,“ segir Inga sem vill meira af félagslegu húsnæði. Ýmsar breytingar væntanlegar Verið sé að skoða að breyta reglum um greiðslumat svo fólk eigi auðveldara með að komast í gegnum það. „Það er hálfeinkennilegt að inni í greiðslumatinu sé almennt ekki gert ráð fyrir því að þegar þú losnar við leiguna þína, hversu há sem hún er, þá um leið hefur þú borð fyrir báru til að borga þá fjárhæð inn á íbúðalán. Ég segi við elsku verktakana okkar sem eiga þessar þrjú hundruð íbúðir óseldar, eða hversu margar sem þær eru. Það mætti líka lækka pínulítið verðið og reyna að minnka hagnaðinn sem er eyrnamerktur á hverja einustu eign,“ segir Inga. Lækka verð um fimm milljónir Verktakar hafa einnig kvartað undan strembnu regluverki og Inga stefnir á að létta undir þar. „Það hefur verið ákveðið þvælustig og óþarfa reglugerðabákn. Við erum að einfalda þetta. En ég skora aftur á þá að selja eignirnar sínar og minnka aðeins hagnaðinn. Lækka verðið um svona fimm milljónir á íbúð. Það væri kannski strax að minnsta kosti tilhneiging í þá átt að sýna: „Hey. Við viljum bara selja þessar fallegu eignir sem við eru búin að byggja,“ og gefa fleirum kost á að eignast fallegt heimili,“ segir Inga.
Húsnæðismál Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fasteignamarkaður Byggingariðnaður Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira