Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2025 22:02 Antony fagnar marki með Real Betis á síðasta tímabili. EPA/JULIO MUNOZ Manchester United seldi Alejandro Garnacho til Chelsea í gær og var í viðræðum um sölu á Antony til spænska félagsins Real Betis í kvöld. Það er þó ekki allir fjölmiðlar sammála um stöðu mála. United lánaði Antony til Real Betis í fyrravetur og hann sló þar í gegn. Spænska félagið vill kaupa hann en fá hann á afsláttarverði því félagið hefur ekki efni á meiru. ESPN og fleiri miðlar sögðu frá því í kvöld að Manchester United hefði samþykkt að selja Brasilíumanninn fyrir 25 milljónir punda en enska félagið átti þá einnig að fá helming söluverðsins ef Betis selur Antony áfram. Fabrizio Romano kom seinna fram og sagði að Real Betis hefði dregið tilboðið til baka af því að félagið hefði ekki efni á því að eyða svo miklu í leikmanninn. Romano vísar þá í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að það sé ekki nein læknisskoðun á dagskrá fyrir Antony. 🚨⚠️ Official statement by Real Betis confirm nothing was done for Antony, no medical planned.“There is no agreement for Antony and we have withdrawn the offer. We can't afford the fee and the amounts that Manchester United must instead pay the player before the transfer”. 💣 pic.twitter.com/2RGMPLNXPe— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 29, 2025 Antony þarf væntanlega að lækka sig í launum og þar liggur líkegast stærsta vandamálið fyrir spænska félagið. Hann er með samning við United til 2027 eða í tvö ár í viðbót. Brassinn vill væntanlega ekki gefa þau laun frá sér og á meðan United gerir það ekki upp við hann þá treystir Real Betis sér ekki til að borga honum slíka upphæð. United keypti Antony frá Ajax fyrir 86 milljónir punda fyrir þremur árum og enska félagið er væntanlega að tapa stórum upphæðum á leikmanninum sem náði sér aldrei á strik á Old Trafford. Antony var með 9 mörk og 5 stoðsendingar í 26 leikjum með Real Betis seinni hluta síðasta tímabils. Manchester United have accepted an offer from Real Betis for Antony, sources have told ESPN.The two clubs have negotiated a permanent move that could be worth up to £25 million ($34m). United will also be due 50% of any future transfer.He's back 🟢 pic.twitter.com/98Pt5l6NgX— ESPN FC (@ESPNFC) August 29, 2025 Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
United lánaði Antony til Real Betis í fyrravetur og hann sló þar í gegn. Spænska félagið vill kaupa hann en fá hann á afsláttarverði því félagið hefur ekki efni á meiru. ESPN og fleiri miðlar sögðu frá því í kvöld að Manchester United hefði samþykkt að selja Brasilíumanninn fyrir 25 milljónir punda en enska félagið átti þá einnig að fá helming söluverðsins ef Betis selur Antony áfram. Fabrizio Romano kom seinna fram og sagði að Real Betis hefði dregið tilboðið til baka af því að félagið hefði ekki efni á því að eyða svo miklu í leikmanninn. Romano vísar þá í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að það sé ekki nein læknisskoðun á dagskrá fyrir Antony. 🚨⚠️ Official statement by Real Betis confirm nothing was done for Antony, no medical planned.“There is no agreement for Antony and we have withdrawn the offer. We can't afford the fee and the amounts that Manchester United must instead pay the player before the transfer”. 💣 pic.twitter.com/2RGMPLNXPe— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 29, 2025 Antony þarf væntanlega að lækka sig í launum og þar liggur líkegast stærsta vandamálið fyrir spænska félagið. Hann er með samning við United til 2027 eða í tvö ár í viðbót. Brassinn vill væntanlega ekki gefa þau laun frá sér og á meðan United gerir það ekki upp við hann þá treystir Real Betis sér ekki til að borga honum slíka upphæð. United keypti Antony frá Ajax fyrir 86 milljónir punda fyrir þremur árum og enska félagið er væntanlega að tapa stórum upphæðum á leikmanninum sem náði sér aldrei á strik á Old Trafford. Antony var með 9 mörk og 5 stoðsendingar í 26 leikjum með Real Betis seinni hluta síðasta tímabils. Manchester United have accepted an offer from Real Betis for Antony, sources have told ESPN.The two clubs have negotiated a permanent move that could be worth up to £25 million ($34m). United will also be due 50% of any future transfer.He's back 🟢 pic.twitter.com/98Pt5l6NgX— ESPN FC (@ESPNFC) August 29, 2025
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira