Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. ágúst 2025 14:45 FH og Víkingur unnu örugga sigra í gærkvöldi. vísir Tveir leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í gærkvöldi, FH vann öruggan 3-0 sigur gegn Þrótti í Kaplakrika og Víkingur sótti 5-1 sigur gegn Tindastóli á Sauðarkróki. Mörkin úr leikjunum má sjá hér fyrir neðan. FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Liðin sátu í öðru og þriðja sæti deildarinnar fyrir leik en eftir þennan sigur er FH með 35 stig í öðru sæti, jafnt Þrótti og fimm stigum frá Breiðabliki. Thelma Lóa Hermannsdóttir náði forystunni fyrir FH með marki skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Arna Eiríksdóttir átti þá langa stungusendingu úr hjarta varnarinnar hjá FH og Thelma Lóa lyfti boltanum snyrtilega yfir Mollee Swift í marki Þróttar. Katla María Þórðardóttir kom FH í 2-0 þegar hún skoraði með hnitmiðuðum skalla rúmlega tíu mínútum fyrir leikslok. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir átti þá góða hornspyrnu og Katla María skallaði boltann í netið á fjærstönginni. Berglind Freyja Hlynsdóttir innsiglaði svo sigur FH með marki rétt fyrir lok venjulegs leiktíma en hún skoraði skömmu eftir að hún kom inná sem varamaður. Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Mikilvægur leikur í fallbaráttunni en með sigrinum komst Víkingsliðið upp úr fallsæti og hoppaði upp um þrjú sæti í töflunni. Stólarnir hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum og sitja nú í staðinn í fallsæti. Víkingur komst yfir strax á sjöundu mínútu leiksins þegar Bergdís Sveinsdóttir átti skalla í stöngina og fylgdi eigin skalla eftir í netið. Bergdís lagði svo annað mark Víkings upp, rétt fyrir hálfleik, þegar hún lagði boltann fyrir Ashley Jordan Clark sem kláraði frábærlega í fjærhornið. Tindastóll byrjaði seinni hálfleik af krafti og minnkaði muninn á 53. mínútu þegar Birgitta Rún Finnbogadóttir stal boltanum á vallarhelmingi Víkings, keyrði í gegnum vörnina og setti skot í stöngina inn. Tindastóll komst síðan nálægt því að jafna en tókst það ekki og Víkingur refsaði. Linda Líf Boama skoraði þriðja markið og lagði svo fjórða markið upp fyrir Shainu Ashouri. Seinasti naglinn í kistu Tindastóls var negldur á fimmtu mínútu uppbótatíma þegar hornspyrna rataði á hausinn á Lindu Líf sem reis hæst í teignum og stýrði boltanum í netið. Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Enski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Upplifðu sigurstund Blika í návígi Fótbolti Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira
FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Liðin sátu í öðru og þriðja sæti deildarinnar fyrir leik en eftir þennan sigur er FH með 35 stig í öðru sæti, jafnt Þrótti og fimm stigum frá Breiðabliki. Thelma Lóa Hermannsdóttir náði forystunni fyrir FH með marki skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Arna Eiríksdóttir átti þá langa stungusendingu úr hjarta varnarinnar hjá FH og Thelma Lóa lyfti boltanum snyrtilega yfir Mollee Swift í marki Þróttar. Katla María Þórðardóttir kom FH í 2-0 þegar hún skoraði með hnitmiðuðum skalla rúmlega tíu mínútum fyrir leikslok. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir átti þá góða hornspyrnu og Katla María skallaði boltann í netið á fjærstönginni. Berglind Freyja Hlynsdóttir innsiglaði svo sigur FH með marki rétt fyrir lok venjulegs leiktíma en hún skoraði skömmu eftir að hún kom inná sem varamaður. Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Mikilvægur leikur í fallbaráttunni en með sigrinum komst Víkingsliðið upp úr fallsæti og hoppaði upp um þrjú sæti í töflunni. Stólarnir hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum og sitja nú í staðinn í fallsæti. Víkingur komst yfir strax á sjöundu mínútu leiksins þegar Bergdís Sveinsdóttir átti skalla í stöngina og fylgdi eigin skalla eftir í netið. Bergdís lagði svo annað mark Víkings upp, rétt fyrir hálfleik, þegar hún lagði boltann fyrir Ashley Jordan Clark sem kláraði frábærlega í fjærhornið. Tindastóll byrjaði seinni hálfleik af krafti og minnkaði muninn á 53. mínútu þegar Birgitta Rún Finnbogadóttir stal boltanum á vallarhelmingi Víkings, keyrði í gegnum vörnina og setti skot í stöngina inn. Tindastóll komst síðan nálægt því að jafna en tókst það ekki og Víkingur refsaði. Linda Líf Boama skoraði þriðja markið og lagði svo fjórða markið upp fyrir Shainu Ashouri. Seinasti naglinn í kistu Tindastóls var negldur á fimmtu mínútu uppbótatíma þegar hornspyrna rataði á hausinn á Lindu Líf sem reis hæst í teignum og stýrði boltanum í netið.
Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Enski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Upplifðu sigurstund Blika í návígi Fótbolti Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Upplifðu sigurstund Blika í návígi Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Diljá lagði upp í níu marka sigri Martin með nítján stig í fyrsta leik Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira