Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2025 10:32 Breiðablik tekur í annað sinn þátt í aðalkeppni Sambandsdeildar Evrópu. vísir/ernir Vísir var með beina útsendingu frá drættinum í Evrópu- og Sambandsdeildina í fótbolta karla í dag. Breiðablik var á meðal liða í pottinum í Sambandsdeildinni og nú er ljóst hvaða sex liðum Blikar mæta. Breiðablik var í 5. styrkleikaflokki í Sambandsdeildardrættinum og dróst gegn einu liði úr hverjum flokkanna sex. Alls eru 36 lið í keppninni en hvert lið leikur þrjá leiki á heimavelli og þrjá á útivelli. Efstu átta liðin komast beint áfram í sextán liða úrslit en liðin í sætum 9-24 fara í umspil. Liðin í 25.-36. sæti detta út. Hér að neðan má sjá leikina sem Blikar spila en þeir mæta meðal annars úkraínska stórveldinu Shakhtar Donetsk og írska liðinu Shamrock Rovers, sem og tyrkneska liðinu Samsunspor sem Logi Tómasson spilar með. Dagsetningar leikjanna ættu að liggja fyrir á sunnudaginn en deildin hefst í september og stendur yfir fram að jólum. Leikir Breiðabliks og annarra liða sem voru í 5. styrkleikaflokki. Blikar mæta Shamrock Rovers og Shakhtar Donetsk úr efstu styrkleikaflokkunum.UEFA Útileikir Blika verða við Shakhtar, sem spilað hefur sína heimaleiki í Póllandi og Slóveníu, Strasbourg (Frakkland) og Lausanne-Sport (Sviss). Heimaleikir Breiðabliks verða við KuPS frá Finnlandi, Shamrock Rovers og Samsunspor. Blikar mæta hins vegar hvorki ensku bikarmeisturunum í Crystal Palace né Fiorentina, liði Alberts Guðmundssonar. Hér að neðan má sjá leiki Fiorentina og annarra liða í efsta flokknum. Leikir liðanna í 1. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Palace var í 2. flokki og spilar meðal annars við AZ Alkmaar og Dynamo Kyiv. Í sama flokki var lið Lech Poznan sem Gísli Gottskálk Þórðarson spilar með. Gísli þarf meðal annars að glíma við spænska liðið Rayo Vallecano og þýska liðið Mainz. Leikir liðanna í 2. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Hér að neðan má sjá leiki liðanna í 3. styrkleikaflokki. Leikir liðanna í 3. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Hér að neðan má sjá leiki liðanna í 4. styrkleikaflokki. Leikir liðanna í 4. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Loks má sjá hér leiki liðanna í 6. styrkleikaflokki en í þeim hópi er meðal annars armenska liðið FC Noah sem Guðmundur Þórarinsson er á mála hjá. Leikir liðanna í 6. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Í Evrópudeildinni eru einnig 36 lið í keppninni og leikur hvert þeirra fjóra heimaleiki og fjóra útileiki. Eins og í Sambandsdeildinni komast efstu átta liðin beint í sextán liða úrslit, liðin í sætum 9-24 fara í umspil og neðstu tólf liðin falla úr leik. Í greininni hér að neðan má lesa um dráttinn í Evrópudeildinni en þar leika meðal annars ensku liðin Nottingham Forest og Aston Villa auk fjölda Íslendingaliða. Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira
Breiðablik var í 5. styrkleikaflokki í Sambandsdeildardrættinum og dróst gegn einu liði úr hverjum flokkanna sex. Alls eru 36 lið í keppninni en hvert lið leikur þrjá leiki á heimavelli og þrjá á útivelli. Efstu átta liðin komast beint áfram í sextán liða úrslit en liðin í sætum 9-24 fara í umspil. Liðin í 25.-36. sæti detta út. Hér að neðan má sjá leikina sem Blikar spila en þeir mæta meðal annars úkraínska stórveldinu Shakhtar Donetsk og írska liðinu Shamrock Rovers, sem og tyrkneska liðinu Samsunspor sem Logi Tómasson spilar með. Dagsetningar leikjanna ættu að liggja fyrir á sunnudaginn en deildin hefst í september og stendur yfir fram að jólum. Leikir Breiðabliks og annarra liða sem voru í 5. styrkleikaflokki. Blikar mæta Shamrock Rovers og Shakhtar Donetsk úr efstu styrkleikaflokkunum.UEFA Útileikir Blika verða við Shakhtar, sem spilað hefur sína heimaleiki í Póllandi og Slóveníu, Strasbourg (Frakkland) og Lausanne-Sport (Sviss). Heimaleikir Breiðabliks verða við KuPS frá Finnlandi, Shamrock Rovers og Samsunspor. Blikar mæta hins vegar hvorki ensku bikarmeisturunum í Crystal Palace né Fiorentina, liði Alberts Guðmundssonar. Hér að neðan má sjá leiki Fiorentina og annarra liða í efsta flokknum. Leikir liðanna í 1. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Palace var í 2. flokki og spilar meðal annars við AZ Alkmaar og Dynamo Kyiv. Í sama flokki var lið Lech Poznan sem Gísli Gottskálk Þórðarson spilar með. Gísli þarf meðal annars að glíma við spænska liðið Rayo Vallecano og þýska liðið Mainz. Leikir liðanna í 2. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Hér að neðan má sjá leiki liðanna í 3. styrkleikaflokki. Leikir liðanna í 3. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Hér að neðan má sjá leiki liðanna í 4. styrkleikaflokki. Leikir liðanna í 4. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Loks má sjá hér leiki liðanna í 6. styrkleikaflokki en í þeim hópi er meðal annars armenska liðið FC Noah sem Guðmundur Þórarinsson er á mála hjá. Leikir liðanna í 6. styrkleikaflokki. Hvert lið spilar sex leiki.UEFA Í Evrópudeildinni eru einnig 36 lið í keppninni og leikur hvert þeirra fjóra heimaleiki og fjóra útileiki. Eins og í Sambandsdeildinni komast efstu átta liðin beint í sextán liða úrslit, liðin í sætum 9-24 fara í umspil og neðstu tólf liðin falla úr leik. Í greininni hér að neðan má lesa um dráttinn í Evrópudeildinni en þar leika meðal annars ensku liðin Nottingham Forest og Aston Villa auk fjölda Íslendingaliða.
Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira