„Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Sindri Sverrisson skrifar 29. ágúst 2025 12:30 Tryggvi Snær Hlinason er erfiður viðureignar. vísir / hulda margrét Spekingarnir í Besta sætinu sögðu Ísraela hafa komist upp með að berja á Tryggva Snæ Hlinasyni og þar með hafi Ísland, með slæma hittni utan þriggja stiga línunnar, átt litla möguleika í fyrsta leik á EM í gær. Maté Dalmay og Tómas Steindórsson fóru yfir tapið gegn Ísrael í gær með Stefáni Árna Pálssyni, í hlaðvarpsþættinum Besta sætið sem hægt er að hlusta á hér að neðan. Umræðan um það hvernig Ísraelar fóru í seinni hálfleik að taka hraustlega á Tryggva hefst eftir um þrjár mínútur af þættinum. Aðeins munaði fjórum stigum á liðunum í hálfleik en Ísraelar stungu af í upphafi þriðja leikhluta og unnu á endanum tólf stiga sigur. Maté sagði Tryggva hafa reynst Ísraelum afar erfiður í fyrri hálfleiknum en það breyttist svo með ákveðnum fautabrögðum í seinni hálfleik. „Mér fannst mesti munurinn vera sóknarlega. Tryggvi náði að opna svakalega vel á þessu „rúlli“ [í fyrri hálfleik]. Hann kom hátt upp, setti upp boltahindranir fyrir Martin og Elvar, og Ísraelarnir „tékka“ hann ekkert fyrr en allt of djúpt. Hann náði að safna svolítið af villum á þá, troða tvisvar, og Ísraelarnir hafa örugglega rætt þetta í hálfleik,“ sagði Maté. „Við sáum tvær, þrjár fautavillur í seinni hálfleik. Tryggvi rúllaði niður og þeir komu að honum úr báðum hornunum – það skipti engu hvaða Íslending þeir voru að dekka, hvort hann væri hittinn eða ekki – soguðust að honum mun fyrr, hoppuðu á bakið á honum og negldu hann áður en hann náði að grípa boltann. Eða alla vega áður en hann náði að koma upp skoti. Sérstaklega þegar Timor kom þarna og negldi hann með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina á honum. Tryggvi, eins rólegur og hann er, var frekar ósáttur. Þá hugsaði maður: Við eigum eiginlega ekki séns hérna ef þeir ætla að spila þetta svona,“ sagði Maté. „Það var þægilegt fyrir Ísraelana að geta bara fyllt teiginn á meðan að Ísland var að skjóta 17% úr þriggja stiga skotum. Þá er þeim alveg sama hverjir eru í hornunum,“ bætti Tómas við. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild hér að ofan, á tal.is eða öðrum hlaðvarpsveitum. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira
Maté Dalmay og Tómas Steindórsson fóru yfir tapið gegn Ísrael í gær með Stefáni Árna Pálssyni, í hlaðvarpsþættinum Besta sætið sem hægt er að hlusta á hér að neðan. Umræðan um það hvernig Ísraelar fóru í seinni hálfleik að taka hraustlega á Tryggva hefst eftir um þrjár mínútur af þættinum. Aðeins munaði fjórum stigum á liðunum í hálfleik en Ísraelar stungu af í upphafi þriðja leikhluta og unnu á endanum tólf stiga sigur. Maté sagði Tryggva hafa reynst Ísraelum afar erfiður í fyrri hálfleiknum en það breyttist svo með ákveðnum fautabrögðum í seinni hálfleik. „Mér fannst mesti munurinn vera sóknarlega. Tryggvi náði að opna svakalega vel á þessu „rúlli“ [í fyrri hálfleik]. Hann kom hátt upp, setti upp boltahindranir fyrir Martin og Elvar, og Ísraelarnir „tékka“ hann ekkert fyrr en allt of djúpt. Hann náði að safna svolítið af villum á þá, troða tvisvar, og Ísraelarnir hafa örugglega rætt þetta í hálfleik,“ sagði Maté. „Við sáum tvær, þrjár fautavillur í seinni hálfleik. Tryggvi rúllaði niður og þeir komu að honum úr báðum hornunum – það skipti engu hvaða Íslending þeir voru að dekka, hvort hann væri hittinn eða ekki – soguðust að honum mun fyrr, hoppuðu á bakið á honum og negldu hann áður en hann náði að grípa boltann. Eða alla vega áður en hann náði að koma upp skoti. Sérstaklega þegar Timor kom þarna og negldi hann með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina á honum. Tryggvi, eins rólegur og hann er, var frekar ósáttur. Þá hugsaði maður: Við eigum eiginlega ekki séns hérna ef þeir ætla að spila þetta svona,“ sagði Maté. „Það var þægilegt fyrir Ísraelana að geta bara fyllt teiginn á meðan að Ísland var að skjóta 17% úr þriggja stiga skotum. Þá er þeim alveg sama hverjir eru í hornunum,“ bætti Tómas við. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild hér að ofan, á tal.is eða öðrum hlaðvarpsveitum.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Sjá meira