Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Kristján Már Unnarsson skrifar 28. ágúst 2025 20:40 Gunnfaxi í lúpínubreiðu á Sólheimasandi fyrr í sumar. Snorri Snorrason Samgöngusafnið á Skógum fær ekki þristinn Gunnfaxa til varðveislu nema það takist að útvega landeigendum Sólheimasands aðra DC 3-flugvél til að sýna ferðamönnum á sandinum. Þetta er meginefni svars sem stjórn Loðmundar, landeigendafélags Ytri-Sólheima, hefur sent Vinum Gunnfaxa, áhugahópi um verndun gamallar Douglas Dakota-flugvélar Flugfélags Íslands. Eftir að landeigendur Sólheimasands keyptu Gunnfaxa af Þristavinafélaginu stofnuðu Flugfélagsbræðurnir Jón Karl Snorrason og Snorri Snorrason ásamt Ólafi Eggertssyni, bónda á Þorvaldseyri, áhugafélagið Gunnfaxa um kaup á þristinum í því skyni að afhenda hann Samgöngusafninu að Skógum til varðveislu. Hugðust þeir efna til fjársöfnunar til að kaupa flugvélina og koma henni í sýningarhæft ástand og var safnið búið að fallast á að taka við henni. Gunnfaxi á flugvellinum á Skógasandi árið 1960 þegar Flugfélag Íslands sinnti þangað áætlunarflugi.Snorri Snorrason Í svari landeigendafélags Ytri-Sólheima segist stjórn Loðmundar fallast á að láta af hendi flakið af Gunnfaxa „..að því gefnu að landeigendafélaginu verði afhent önnur DC3 vél til að koma í staðinn fyrir Gunnfaxa á sama stað, landeigendafélaginu að kostnaðarlausu.”. Kveðst stjórnin veita Vinum Gunnfaxa frest til 1. desember 2025 til þess að ganga frá skiptunum, segir í svarinu sem Elín Einarsdóttir formaður ritar undir fyrir hönd stjórnar landeigendafélagsins. Landeigendur höfðu í fyrra svari til Vina Gunnfaxa útskýrt tilgang sinn með þristakaupunum: „Fyrir okkur Sólheimingum vakir að þjónusta enn betur ferðalanga sem leggja á sig ferð á Sólheimasand til að skoða gömul flugvélaflök í stórbrotinni íslenskri náttúrufegurð eins og hún gerist best.” Flugvélin var flutt úr flugskýli á Keflavíkurflugvelli austur á Sólheimasand í júnímánuði.KMU Snorri Snorrason, einn þremenninganna í Vinum Gunnfaxa, segir svar landeigendafélagsins mikil vonbrigði. Vinir Gunnfaxa sjái ekki fyrir sér að annar þristur fáist í staðinn innanlands né að þeir fari að flytja inn eitthvert annað gamalt flugvélarflak frá útlöndum. Það sé sorglegt að landeigendafélagið skuli ekki sjá flugsöguna með sama hætti og þeir og mikilvægi þess að vernda flugvélina. „Það yrði sorgarsaga íslenskrar flugsögu ef Gunnfaxi verður eyðileggingu og græðgi að bráð,“ segir Snorri. Hér má sjá þegar flugvélin var flutt austur: Fréttir af flugi Söfn Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Tengdar fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Stjórn Skógasafns hefur lýst sig tilbúna að taka við Flugfélagsþristinum Gunnfaxa í sýningarhæfu ástandi til varðveislu á Samgöngusafninu á Skógum. Áhugafélagið „Vinir Gunnfaxa“ bíður núna svara frá eigendum flugvélarinnar, landeigendum Sólheimasands, um hvort þeir séu tilbúnir að láta hana af hendi til safnsins. 26. júlí 2025 07:27 Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Áhugamenn um Flugfélagsþristinn Gunnfaxa hafa ákveðið að hefja fjársöfnun til að bjarga þessari sögufrægu flugvél frá því að eyðileggjast á Sólheimasandi. Þeir hyggjast koma henni í sýningarhæft ástand í von um að Samgöngusafnið á Skógum taki við henni. 18. júní 2025 22:44 Ólga meðal þristavina vegna örlaga Gunnfaxa Sú ákvörðun stjórnar Þristavinafélagsins að selja Flugfélagsþristinn Gunnfaxa til landeigenda á Sólheimasandi hefur valdið ólgu meðal þristavina. Bóndinn á Ytri-Sólheimum, kaupandi flugvélarinnar, segir þeim frjálst að fá hana til baka, svo fremi að þeir endurgreiði kaupverðið og kostnað við flutninginn. 15. júní 2025 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Eftir að landeigendur Sólheimasands keyptu Gunnfaxa af Þristavinafélaginu stofnuðu Flugfélagsbræðurnir Jón Karl Snorrason og Snorri Snorrason ásamt Ólafi Eggertssyni, bónda á Þorvaldseyri, áhugafélagið Gunnfaxa um kaup á þristinum í því skyni að afhenda hann Samgöngusafninu að Skógum til varðveislu. Hugðust þeir efna til fjársöfnunar til að kaupa flugvélina og koma henni í sýningarhæft ástand og var safnið búið að fallast á að taka við henni. Gunnfaxi á flugvellinum á Skógasandi árið 1960 þegar Flugfélag Íslands sinnti þangað áætlunarflugi.Snorri Snorrason Í svari landeigendafélags Ytri-Sólheima segist stjórn Loðmundar fallast á að láta af hendi flakið af Gunnfaxa „..að því gefnu að landeigendafélaginu verði afhent önnur DC3 vél til að koma í staðinn fyrir Gunnfaxa á sama stað, landeigendafélaginu að kostnaðarlausu.”. Kveðst stjórnin veita Vinum Gunnfaxa frest til 1. desember 2025 til þess að ganga frá skiptunum, segir í svarinu sem Elín Einarsdóttir formaður ritar undir fyrir hönd stjórnar landeigendafélagsins. Landeigendur höfðu í fyrra svari til Vina Gunnfaxa útskýrt tilgang sinn með þristakaupunum: „Fyrir okkur Sólheimingum vakir að þjónusta enn betur ferðalanga sem leggja á sig ferð á Sólheimasand til að skoða gömul flugvélaflök í stórbrotinni íslenskri náttúrufegurð eins og hún gerist best.” Flugvélin var flutt úr flugskýli á Keflavíkurflugvelli austur á Sólheimasand í júnímánuði.KMU Snorri Snorrason, einn þremenninganna í Vinum Gunnfaxa, segir svar landeigendafélagsins mikil vonbrigði. Vinir Gunnfaxa sjái ekki fyrir sér að annar þristur fáist í staðinn innanlands né að þeir fari að flytja inn eitthvert annað gamalt flugvélarflak frá útlöndum. Það sé sorglegt að landeigendafélagið skuli ekki sjá flugsöguna með sama hætti og þeir og mikilvægi þess að vernda flugvélina. „Það yrði sorgarsaga íslenskrar flugsögu ef Gunnfaxi verður eyðileggingu og græðgi að bráð,“ segir Snorri. Hér má sjá þegar flugvélin var flutt austur:
Fréttir af flugi Söfn Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Rangárþing eystra Tengdar fréttir Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Stjórn Skógasafns hefur lýst sig tilbúna að taka við Flugfélagsþristinum Gunnfaxa í sýningarhæfu ástandi til varðveislu á Samgöngusafninu á Skógum. Áhugafélagið „Vinir Gunnfaxa“ bíður núna svara frá eigendum flugvélarinnar, landeigendum Sólheimasands, um hvort þeir séu tilbúnir að láta hana af hendi til safnsins. 26. júlí 2025 07:27 Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Áhugamenn um Flugfélagsþristinn Gunnfaxa hafa ákveðið að hefja fjársöfnun til að bjarga þessari sögufrægu flugvél frá því að eyðileggjast á Sólheimasandi. Þeir hyggjast koma henni í sýningarhæft ástand í von um að Samgöngusafnið á Skógum taki við henni. 18. júní 2025 22:44 Ólga meðal þristavina vegna örlaga Gunnfaxa Sú ákvörðun stjórnar Þristavinafélagsins að selja Flugfélagsþristinn Gunnfaxa til landeigenda á Sólheimasandi hefur valdið ólgu meðal þristavina. Bóndinn á Ytri-Sólheimum, kaupandi flugvélarinnar, segir þeim frjálst að fá hana til baka, svo fremi að þeir endurgreiði kaupverðið og kostnað við flutninginn. 15. júní 2025 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Stjórn Skógasafns hefur lýst sig tilbúna að taka við Flugfélagsþristinum Gunnfaxa í sýningarhæfu ástandi til varðveislu á Samgöngusafninu á Skógum. Áhugafélagið „Vinir Gunnfaxa“ bíður núna svara frá eigendum flugvélarinnar, landeigendum Sólheimasands, um hvort þeir séu tilbúnir að láta hana af hendi til safnsins. 26. júlí 2025 07:27
Vinir Gunnfaxa vonast til að bjarga Flugfélagsþristinum Áhugamenn um Flugfélagsþristinn Gunnfaxa hafa ákveðið að hefja fjársöfnun til að bjarga þessari sögufrægu flugvél frá því að eyðileggjast á Sólheimasandi. Þeir hyggjast koma henni í sýningarhæft ástand í von um að Samgöngusafnið á Skógum taki við henni. 18. júní 2025 22:44
Ólga meðal þristavina vegna örlaga Gunnfaxa Sú ákvörðun stjórnar Þristavinafélagsins að selja Flugfélagsþristinn Gunnfaxa til landeigenda á Sólheimasandi hefur valdið ólgu meðal þristavina. Bóndinn á Ytri-Sólheimum, kaupandi flugvélarinnar, segir þeim frjálst að fá hana til baka, svo fremi að þeir endurgreiði kaupverðið og kostnað við flutninginn. 15. júní 2025 07:00