Körfubolti

Fall vonandi farar­heill hjá strákunum: Mynda­veisla frá Ís­raels­leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason var ekki sáttur með þessa villu sem var dæmd á hann en enda hélt íslenski miðherjinn að hann hefði varið skotið.
Tryggvi Snær Hlinason var ekki sáttur með þessa villu sem var dæmd á hann en enda hélt íslenski miðherjinn að hann hefði varið skotið. Vísir/Hulda Margrét

Íslenska körfuboltalandsliðið byrjaði Evrópumótið á tapi í gær og biðin eftir fyrsta sigrinum í úrslitakeppni EM lengist því enn.

Ísraelsmenn voru sterkari í þessum fyrsta leik og unnu að lokum tólf stiga sigur, 83-71.

Eftir ágætan fyrri hálfleik fór slæm byrjun á seinni hálfleik með nær allar vonir íslensku strákanna um að fá eitthvað út úr leiknum.

Það eru hins vegar enn fjórir leikir eftir í mótinu og vonandi verður þetta fall fararheill fyrir strákana okkar í mótinu.

Hulda Margrét Óladóttir, ljósmyndari Vísis á mótinu, var með myndavélina á lofti á leiknum og það má sjá þessar skemmtilegu myndir hennar hér fyrir neðan.

Elvar Már Friðriksson var ekki sáttur með þennan dóm.Vísir/Hulda Margrét
Martin Hermannsson hitti afar illa í leiknum en aðeins 2 af 14 skotum hans rötuðu rétta leið.Vísir/Hulda Margrét
Tryggvi Snær Hlinason í baráttu um boltann undir körfunni.Vísir/Hulda Margrét
Martin Hermannsson reynir að verjast skoti Ísraelsmanna.Vísir/Hulda Margrét
Elvar Már Friðiksson reynir að keyra upp hraðann en varnarmaður Ísrael brýtur á honum.Vísir/Hulda Margrét
Hilmar Smári Henningsson átti flotta innkomu en fékk bara að spila í lok leiksins.Vísir/Hulda Margrét
Hilmar Smári Henningsson og Orri Gunnarsson ræða við sitt fólk eftir leikinn.Vísir/Hulda Margrét
Martin Hermannsson var í strangri gæslu í leiknum.Vísir/Hulda Margrét
Íslensku leikmennirnir þakka fyrir stuðninginn í leiknum.Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét
Vísir/Hulda Margrét



Fleiri fréttir

Sjá meira


×