Innlent

Hljóðfæra­leikarar skrifa undir nýjan kjara­samning

Lovísa Arnardóttir skrifar
Sinfóníuhljómsveit Íslands með skólatónleika í Hörpu.
Sinfóníuhljómsveit Íslands með skólatónleika í Hörpu. Vísir/Vilhelm

Starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur skrifað undir nýjan kjarasaming við ríkið. Greint er frá samningnum á vef RÚV en þar staðfestir formaður félagsins að skrifa hafi verið undir í morgun.

Sigurður Bjarki Gunnarsson, formaður félagsins, sagði fyrr í vikunni við Vísi að viðræður stefndu í rétta átt en greint hafði verið frá því fyrr í sumar að það gæti stefnt í verkfall þegar slitnaði upp úr kjaraviðræðum í júní. Í tilkynningu frá félaginu við það tilefni kom fram að hljóðfæraleikarar hefðu farið fram á sömu hækkanir og flestar aðrar stéttir fengu í „stöðugleikasamningunum“ í fyrra. Samninganefnd ríkisins hafi hafnað því og deilunni í kjölfar vísað til ríkissáttasemjara.

Hljóðfæraleikarar sinfóníuhljómsveitarinnar höfðu verið samningslausir frá því í mars í fyrra. Í samtali við RÚV segir Sigurður Bjarki að félagsmenn muni greiða atkvæði um samninginn í næstu viku eftir að hann hefur verið kynntur fyrir þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×