Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2025 16:45 Styrmir Snær svekktur eftir leik. vísir/hulda margrét Byrjunin á EM í körfubolta fór því miður ekki á besta veg. Ísland tapaði fyrir Ísrael, 83-71, í leik þar sem voru svo sannarlega tækifæri til staðar. Hún var svolítið sérstök stemningin í Spodek-höllinni fyrir leik. Ekki nema 3.000 manns í tæplega tólf þúsund manna höll. Leikurinn var líka rétt eftir hádegi og svolítið afslöppuð stemning. Eins og kannski eðlilegt var þá voru strákarnir pínu stífir og stressaðir í byrjun en það rann af þeim fljótlega. Það duldist engum að okkar menn voru meira en klárir. Ofboðsleg orka í liðinu og allir í fimmta gír. Tilbúnir að kasta sér í allt. Elvar Friðriksson dró vagninn fyrir okkar menn og því miður var Martin Hermannsson ískaldur. Þrátt fyrir það var Ísland vel inn í leiknum í hálfleik. Það munaði aðeins fjórum stigum. 36-32. Það var tækifæri. Því miður kviknaði ekki á Martin í seinni hálfleik og það var reyndar slökkt á öllu liðinu fyrstu mínútur seinni hálfleiks. Strákarnir neituðu samt að gefast upp og það var aðeins átta stiga munur eftir þrjá leikhluta. 60-52. Það var tækifæri. Þegar leikurinn var svo gott sem búinn áttu varamenn Íslands frábært áhlaup og minnkuðu muninn í tíu stig. Það var of lítið og of seint. Tækifærið var farið út um gluggann. Hrós á okkar menn að standa í Ísrael lungann úr leiknum. Það er aftur á móti alveg ljóst að við vinnum ekki svona gott lið þegar Martin Hermannsson á hauskúpuleik. Þriggja stiga nýtingin var síðan átakanlega léleg og hún verður að lagast í næstu leikjum. Elvar var stjarna leiksins og stigahæstur. Dró vagninn og steig upp er á þurfti að halda. Töffari. Tryggvi Snær var ótrúlegur undir körfunni þó svo hann fengi nánast enga hvíld fyrr en í blálokin. Það mun draga fljótt af stóra manninum í mótinu ef þjálfarateymið finnur ekki lausnir til þess að hvíla hann meira. Liðið á klárlega mikið inni eftir þennan leik. Orkustigið og ákefðin var til fyrirmyndar en það vantar meiri gæði. Það þýðir ekkert að gráta Björn bónda heldur þarf að safna liði. Það er risaverkefni á laugardag og þar ætlar Ísland að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Hún var svolítið sérstök stemningin í Spodek-höllinni fyrir leik. Ekki nema 3.000 manns í tæplega tólf þúsund manna höll. Leikurinn var líka rétt eftir hádegi og svolítið afslöppuð stemning. Eins og kannski eðlilegt var þá voru strákarnir pínu stífir og stressaðir í byrjun en það rann af þeim fljótlega. Það duldist engum að okkar menn voru meira en klárir. Ofboðsleg orka í liðinu og allir í fimmta gír. Tilbúnir að kasta sér í allt. Elvar Friðriksson dró vagninn fyrir okkar menn og því miður var Martin Hermannsson ískaldur. Þrátt fyrir það var Ísland vel inn í leiknum í hálfleik. Það munaði aðeins fjórum stigum. 36-32. Það var tækifæri. Því miður kviknaði ekki á Martin í seinni hálfleik og það var reyndar slökkt á öllu liðinu fyrstu mínútur seinni hálfleiks. Strákarnir neituðu samt að gefast upp og það var aðeins átta stiga munur eftir þrjá leikhluta. 60-52. Það var tækifæri. Þegar leikurinn var svo gott sem búinn áttu varamenn Íslands frábært áhlaup og minnkuðu muninn í tíu stig. Það var of lítið og of seint. Tækifærið var farið út um gluggann. Hrós á okkar menn að standa í Ísrael lungann úr leiknum. Það er aftur á móti alveg ljóst að við vinnum ekki svona gott lið þegar Martin Hermannsson á hauskúpuleik. Þriggja stiga nýtingin var síðan átakanlega léleg og hún verður að lagast í næstu leikjum. Elvar var stjarna leiksins og stigahæstur. Dró vagninn og steig upp er á þurfti að halda. Töffari. Tryggvi Snær var ótrúlegur undir körfunni þó svo hann fengi nánast enga hvíld fyrr en í blálokin. Það mun draga fljótt af stóra manninum í mótinu ef þjálfarateymið finnur ekki lausnir til þess að hvíla hann meira. Liðið á klárlega mikið inni eftir þennan leik. Orkustigið og ákefðin var til fyrirmyndar en það vantar meiri gæði. Það þýðir ekkert að gráta Björn bónda heldur þarf að safna liði. Það er risaverkefni á laugardag og þar ætlar Ísland að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum