Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2025 21:32 Frábært ár varð enn betra hjá íslenska spretthlauparnum Eir Chang Hlésdóttur. ÍSÍ Íslenski spretthlauparinn Eir Chang Hlésdóttir hefur átt frábært ár þar sen hún hefur slegið Íslandsmet og unnið Norðurlandameistaratitil. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur ákveðið að veita henni norrænan styrk fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk. Umræddur norræni styrkur er fjármagnaður er af Lars Weinaa Foundation í Danmörku. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi styrkur er veittur en hann er ætlaður fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk á Norðurlöndunum. Ólympíunefndir Íslands, Svíþjóðar, Finnlands, Noregs og Danmerkur hlutu styrkveitingu fyrir einn íþróttamann hvert, en um er að ræða samstarfsverkefni þessara aðila til næstu ára. Tæplega 2,4 milljónir Uppfylla þarf ákveðin skilyrði til að hljóta styrk úr sjóðnum. Íþróttafólk þarf að vera á aldrinum 16 til 21 árs, efnilegt í sinni íþrótt og vera góð fyrirmynd innan sem utan vallar. ÍSÍ tilnefndi Eir Chang til þessa styrks og hlýtur hún sextán þúsund evru styrk eða sem nemur tæplega 2,4 milljónum íslenskra króna á núverandi gengi. Er styrkurinn meðal annars hugsaður til að koma til móts við kostnað hennar vegna æfinga og keppni og mun Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) koma að umsýslu og aðstoða hana í hennar framþróun. Sjöunda á EM og Norðurlandameistari Eir er enn bara aðeins sautján ára og byrjaði að æfa frjálsíþróttir árið 2021. Í fyrra náði hún lágmörkum til að keppa á Norðurlandamóti U20, Evrópumeistaramóti U18 og heimsmeistaramóti U18. Á Evrópumeistaramóti U18 komst Eir í undanúrslit 400 metra hlaupsins og vann svo gullverðlaun í 200 metra hlaupi á Norðurlandamóti U20 í júlí síðastliðnum. Eir hefur sýnt miklar framfarir síðasta árið og bætti hún meðal annars 21 árs gamalt Íslandsmet fullorðinna í 200 metra hlaupi kvenna innanhúss í febrúar. Þá náði hún frábærum árangri á Evrópumeistaramóti U20 ára fyrr í þessum mánuði þegar hún hafnaði í 7. sæti í 200 metra spretthlaupi. Markmiðið með þessum stuðningi er að létta undir með ungu og efnilegu íþróttafólki, gera því kleift að æfa af kappi og taka næstu skref á íþróttaferlinum. Unnið er að því að móta regluverk í kringum þennan nýja styrk og vorið 2026 verður auglýst eftir umsóknum frá sérsamböndum ÍSÍ. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Frjálsar íþróttir ÍSÍ Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Umræddur norræni styrkur er fjármagnaður er af Lars Weinaa Foundation í Danmörku. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi styrkur er veittur en hann er ætlaður fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk á Norðurlöndunum. Ólympíunefndir Íslands, Svíþjóðar, Finnlands, Noregs og Danmerkur hlutu styrkveitingu fyrir einn íþróttamann hvert, en um er að ræða samstarfsverkefni þessara aðila til næstu ára. Tæplega 2,4 milljónir Uppfylla þarf ákveðin skilyrði til að hljóta styrk úr sjóðnum. Íþróttafólk þarf að vera á aldrinum 16 til 21 árs, efnilegt í sinni íþrótt og vera góð fyrirmynd innan sem utan vallar. ÍSÍ tilnefndi Eir Chang til þessa styrks og hlýtur hún sextán þúsund evru styrk eða sem nemur tæplega 2,4 milljónum íslenskra króna á núverandi gengi. Er styrkurinn meðal annars hugsaður til að koma til móts við kostnað hennar vegna æfinga og keppni og mun Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) koma að umsýslu og aðstoða hana í hennar framþróun. Sjöunda á EM og Norðurlandameistari Eir er enn bara aðeins sautján ára og byrjaði að æfa frjálsíþróttir árið 2021. Í fyrra náði hún lágmörkum til að keppa á Norðurlandamóti U20, Evrópumeistaramóti U18 og heimsmeistaramóti U18. Á Evrópumeistaramóti U18 komst Eir í undanúrslit 400 metra hlaupsins og vann svo gullverðlaun í 200 metra hlaupi á Norðurlandamóti U20 í júlí síðastliðnum. Eir hefur sýnt miklar framfarir síðasta árið og bætti hún meðal annars 21 árs gamalt Íslandsmet fullorðinna í 200 metra hlaupi kvenna innanhúss í febrúar. Þá náði hún frábærum árangri á Evrópumeistaramóti U20 ára fyrr í þessum mánuði þegar hún hafnaði í 7. sæti í 200 metra spretthlaupi. Markmiðið með þessum stuðningi er að létta undir með ungu og efnilegu íþróttafólki, gera því kleift að æfa af kappi og taka næstu skref á íþróttaferlinum. Unnið er að því að móta regluverk í kringum þennan nýja styrk og vorið 2026 verður auglýst eftir umsóknum frá sérsamböndum ÍSÍ. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland)
Frjálsar íþróttir ÍSÍ Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum