Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2025 14:27 Feðgarnir Daníel Tristan og Eiður Smári Guðjohnsen. vísir/malmö/getty Arnar Gunnlaugsson hefur mikla trú á Daníel Tristan Guðjohnsen sem hann valdi í fyrsta sinn í íslenska landsliðið í dag. Daníel er nítján ára framherji Malmö í Svíþjóð. Hann er annar tveggja nýliða í íslenska landsliðshópnum sem mætir Aserbaídsjan og Frakklandi í fyrstu leikjunum í undankeppni HM 2026 í næsta mánuði. Hinn nýliðinn er Gísli Gottskálk Þórðarson, miðjumaður pólska liðsins Lech Poznan. Arnar segir að Daníel og Gísli hafi ekki verið valdir bara til að vera með. Hann treysti þeim til að láta til sín taka með landsliðinu. „Ég held að þetta komi ekki neitt á óvart fyrir þá sem hafa fylgst með mínum ferli hjá Víkingi. Ég fíla unga og góða leikmenn og ég tek það fram að þeir eru ekki þarna til að fylla upp í einhvern númer. Þeir eru að fara að gera sig gildandi,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Eldri bróðir Daníels, Andri Lucas, er í hópnum en þeir eru þriðji ættliðurinn sem spilar fyrir landsliðið. Faðir þeirra, Eiður Smári, var lengi landsliðsfyrirliði og átti markamet landsliðsins um árabil, og afinn, Arnór, átti sömuleiðis langan landsliðsferil. Arnar segir að Daníel sé ekki líkur pabba sínum sem leikmaður. „Nei, eiginlega ekki. Það er bara svona Guðjohsen-svægi í honum sem fer ekki framhjá neinum. Hann er mikill vítateigsframherji sem mun henta okkur vel. Við viljum fá beinskeyttan leik á móti Aserbaídsjan hér heima, ekki bara halda boltanum kjaftæði heldur vera beinskeyttir og setja þá undir pressu strax,“ sagði Arnar. „Hugmyndin er líka sú að Orri [Steinn Óskarsson, landsliðsfyrirliði] átti gott undirbúningstímabil en hefur ekki spilað mikið undanfarna mánuði og Andri Lucas ekki heldur. Hugmyndin er að hafa líkamlega sterka leikmenn til taks til að koma inn á ef á þarf að halda.“ Daníel hefur leikið 25 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað sjö mörk. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp fimm í fimmtán leikjum í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Ísland tekur á móti Aserbaísjan á Laugardalsvelli föstudaginn 5. september og flýgur svo í útileik gegn Frakklandi þriðjudaginn 9. september. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjá meira
Daníel er nítján ára framherji Malmö í Svíþjóð. Hann er annar tveggja nýliða í íslenska landsliðshópnum sem mætir Aserbaídsjan og Frakklandi í fyrstu leikjunum í undankeppni HM 2026 í næsta mánuði. Hinn nýliðinn er Gísli Gottskálk Þórðarson, miðjumaður pólska liðsins Lech Poznan. Arnar segir að Daníel og Gísli hafi ekki verið valdir bara til að vera með. Hann treysti þeim til að láta til sín taka með landsliðinu. „Ég held að þetta komi ekki neitt á óvart fyrir þá sem hafa fylgst með mínum ferli hjá Víkingi. Ég fíla unga og góða leikmenn og ég tek það fram að þeir eru ekki þarna til að fylla upp í einhvern númer. Þeir eru að fara að gera sig gildandi,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Eldri bróðir Daníels, Andri Lucas, er í hópnum en þeir eru þriðji ættliðurinn sem spilar fyrir landsliðið. Faðir þeirra, Eiður Smári, var lengi landsliðsfyrirliði og átti markamet landsliðsins um árabil, og afinn, Arnór, átti sömuleiðis langan landsliðsferil. Arnar segir að Daníel sé ekki líkur pabba sínum sem leikmaður. „Nei, eiginlega ekki. Það er bara svona Guðjohsen-svægi í honum sem fer ekki framhjá neinum. Hann er mikill vítateigsframherji sem mun henta okkur vel. Við viljum fá beinskeyttan leik á móti Aserbaídsjan hér heima, ekki bara halda boltanum kjaftæði heldur vera beinskeyttir og setja þá undir pressu strax,“ sagði Arnar. „Hugmyndin er líka sú að Orri [Steinn Óskarsson, landsliðsfyrirliði] átti gott undirbúningstímabil en hefur ekki spilað mikið undanfarna mánuði og Andri Lucas ekki heldur. Hugmyndin er að hafa líkamlega sterka leikmenn til taks til að koma inn á ef á þarf að halda.“ Daníel hefur leikið 25 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað sjö mörk. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp fimm í fimmtán leikjum í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Ísland tekur á móti Aserbaísjan á Laugardalsvelli föstudaginn 5. september og flýgur svo í útileik gegn Frakklandi þriðjudaginn 9. september.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjá meira