Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2025 17:01 Hér má sjá stuðningsmenn Bröndby fylgjast með leiknum í Víkinni. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Danska fótboltafélagið Bröndby hefur tekið hart á framkomu stuðningsmanna sinna eftir tapið í Víkinni fyrir nokkrum vikum. Bröndby steinlá óvænt 3-0 í fyrri leiknum við Víkingi í Sambandsdeildinni og það fauk í framhaldinu vel í fjölmarga ósátta stuðningsmenn liðsins sem höfðu lagt á sig ferð alla leið til Íslands. Þeir slógust við stuðningsmenn Víkings á tveimur stöðum og frömdu skemmdarverk í Víkinni. Bröndby fór yfir málið og skoðaði upptökur af slagsmálunum í Víkinni og fyrir utan Ölver. Niðurstaðan var að setja fimm einstaklinga í bann. Bröndby fékk 3,6 milljón króna sekt frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA. Danska félagið þarf líka að borga fyrir skemmdarverk á ferðakamar í Víkinni. Ole Palmå, framkvæmdastjóri Bröndby, staðfesti bannið við bold.dk. „Á þeim tíma sem er liðinn þá höfum við fengið allt myndefni í boði og út frá því höfðum við ákveðið að setja fimm einstaklinga í bann. Þetta eru þeir brotlegu sem við gátum nafngreint á myndböndunum,“ sagði Ole Palmå. Bröndby vann seinni leikinn 4-0 í Kaupmannahöfn og komst áfram í næstu umferð. Liðið mætir þar franska félaginu Strasbourg og staðan í einvíginu er 0-0 eftir fyrri leikinn í Frakklandi. Bröndby myndi næla sér í væna peningaupphæð frá UEFA vinni liðið seinni leikinn á heimavelli sínum. View this post on Instagram A post shared by 𝐌𝐞𝐫𝐞 𝐅𝐨𝐝𝐛𝐨𝐥𝐝 (@merefodbold) Danski boltinn Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú sektað danska félagið Bröndby um jafnvirði tæplega 3,6 milljóna króna vegna ólíðandi framkomu hluta af stuðningsmannahópi liðsins á Íslandi á dögunum. 22. ágúst 2025 08:33 Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings Reykjavíkur segir sína menn ekki geta fallið til baka og múrað fyrir mark sitt í mikilvægum seinni leik gegn danska stórliðinu Bröndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Hann á allt eins von á því að það verði baulað á sig sökum fortíðar hans í Kaupmannahöfn. 14. ágúst 2025 07:31 Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Áfengi var til sölu á leik Víkings og Bröndby í gær. Framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings segir leyfisumsókn um áfengissölu á viðburðum félagsins enn í vinnslu. Átökin sem brutust út á leiknum ekki tengjast áfengissölunni á neinn hátt. 8. ágúst 2025 16:07 „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Hæstráðendur hjá Bröndby eru að vinna í því að bera kennsl á slagsmálahundana sem sóttu leik Víkings og Bröndby í gærkvöldi. 8. ágúst 2025 11:59 Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Stuðningsmenn danska liðsins Bröndby létu öllum illum látum í 3-0 tapi liðsins gegn Víkingi á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi. Ferðaklósett fékk að finna fyrir því og sakleysislegur stuðningsmaður Víkings var skallaður. Lögreglan beitti piparúða til að bægja þeim burt. 8. ágúst 2025 07:45 Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Bröndby steinlá óvænt 3-0 í fyrri leiknum við Víkingi í Sambandsdeildinni og það fauk í framhaldinu vel í fjölmarga ósátta stuðningsmenn liðsins sem höfðu lagt á sig ferð alla leið til Íslands. Þeir slógust við stuðningsmenn Víkings á tveimur stöðum og frömdu skemmdarverk í Víkinni. Bröndby fór yfir málið og skoðaði upptökur af slagsmálunum í Víkinni og fyrir utan Ölver. Niðurstaðan var að setja fimm einstaklinga í bann. Bröndby fékk 3,6 milljón króna sekt frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA. Danska félagið þarf líka að borga fyrir skemmdarverk á ferðakamar í Víkinni. Ole Palmå, framkvæmdastjóri Bröndby, staðfesti bannið við bold.dk. „Á þeim tíma sem er liðinn þá höfum við fengið allt myndefni í boði og út frá því höfðum við ákveðið að setja fimm einstaklinga í bann. Þetta eru þeir brotlegu sem við gátum nafngreint á myndböndunum,“ sagði Ole Palmå. Bröndby vann seinni leikinn 4-0 í Kaupmannahöfn og komst áfram í næstu umferð. Liðið mætir þar franska félaginu Strasbourg og staðan í einvíginu er 0-0 eftir fyrri leikinn í Frakklandi. Bröndby myndi næla sér í væna peningaupphæð frá UEFA vinni liðið seinni leikinn á heimavelli sínum. View this post on Instagram A post shared by 𝐌𝐞𝐫𝐞 𝐅𝐨𝐝𝐛𝐨𝐥𝐝 (@merefodbold)
Danski boltinn Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú sektað danska félagið Bröndby um jafnvirði tæplega 3,6 milljóna króna vegna ólíðandi framkomu hluta af stuðningsmannahópi liðsins á Íslandi á dögunum. 22. ágúst 2025 08:33 Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings Reykjavíkur segir sína menn ekki geta fallið til baka og múrað fyrir mark sitt í mikilvægum seinni leik gegn danska stórliðinu Bröndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Hann á allt eins von á því að það verði baulað á sig sökum fortíðar hans í Kaupmannahöfn. 14. ágúst 2025 07:31 Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Áfengi var til sölu á leik Víkings og Bröndby í gær. Framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings segir leyfisumsókn um áfengissölu á viðburðum félagsins enn í vinnslu. Átökin sem brutust út á leiknum ekki tengjast áfengissölunni á neinn hátt. 8. ágúst 2025 16:07 „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Hæstráðendur hjá Bröndby eru að vinna í því að bera kennsl á slagsmálahundana sem sóttu leik Víkings og Bröndby í gærkvöldi. 8. ágúst 2025 11:59 Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Stuðningsmenn danska liðsins Bröndby létu öllum illum látum í 3-0 tapi liðsins gegn Víkingi á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi. Ferðaklósett fékk að finna fyrir því og sakleysislegur stuðningsmaður Víkings var skallaður. Lögreglan beitti piparúða til að bægja þeim burt. 8. ágúst 2025 07:45 Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48 Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti „Virkilega góður dagur fyrir KA“ Fótbolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú sektað danska félagið Bröndby um jafnvirði tæplega 3,6 milljóna króna vegna ólíðandi framkomu hluta af stuðningsmannahópi liðsins á Íslandi á dögunum. 22. ágúst 2025 08:33
Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings Reykjavíkur segir sína menn ekki geta fallið til baka og múrað fyrir mark sitt í mikilvægum seinni leik gegn danska stórliðinu Bröndby í undankeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Hann á allt eins von á því að það verði baulað á sig sökum fortíðar hans í Kaupmannahöfn. 14. ágúst 2025 07:31
Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Áfengi var til sölu á leik Víkings og Bröndby í gær. Framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Víkings segir leyfisumsókn um áfengissölu á viðburðum félagsins enn í vinnslu. Átökin sem brutust út á leiknum ekki tengjast áfengissölunni á neinn hátt. 8. ágúst 2025 16:07
„Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Hæstráðendur hjá Bröndby eru að vinna í því að bera kennsl á slagsmálahundana sem sóttu leik Víkings og Bröndby í gærkvöldi. 8. ágúst 2025 11:59
Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Stuðningsmenn danska liðsins Bröndby létu öllum illum látum í 3-0 tapi liðsins gegn Víkingi á heimavelli hamingjunnar í gærkvöldi. Ferðaklósett fékk að finna fyrir því og sakleysislegur stuðningsmaður Víkings var skallaður. Lögreglan beitti piparúða til að bægja þeim burt. 8. ágúst 2025 07:45
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48