Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Jón Þór Stefánsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 26. ágúst 2025 21:03 Stefán Blackburn er einn þriggja sakborninga sem ákærður er fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán í Gufunesmálinu. Vísir/Anton Brink Karl og kona, sem eru talin hafa brennt íþróttatösku sem innihélt sönnunargögn í Gufunesmálinu svokallaða, báru vitni við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Svo virðist sem grunur sé um að þau hafi tekið við töskunni frá Stefáni Blackburn, einum sakborningi málsins. Fimm eru ákærð í málinu. Það eru þeir Stefán, sem er 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára sem eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk fjárdráttar. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Umrædd taska var einnig til umfjöllunar í þinghaldi málsins í gær. Fram kom að þegar hún fannst hafi verið búið var að kveikja í henni, en þrátt fyrir það hafi fundist leifar af úlpu með lífsýni úr Lúkasi. Stefán var spurður hvort hann hafi komið að því að brenna töskuna. „Ekki svo ég muni. Ég kveikti ekki í henni sjálfur, ef þú meinar það. Ég man ekki eftir að hafa beðið neinn um að kveikja í henni eða rétt einhverjum töskuna.“ Mundi bara eftir annarri tösku Tvö vitni, karl og kona, voru spurð út í töskuna við aðalmeðferðina í dag. Brunaleifarnar munu hafa fundist skammt frá heimili konunnar í Reykjavík. Fyrir dómi sagðist hún þó ekki muna hvort hún hefði verið heima hjá sér um það leyti sem atburðir Gufunesmálsins og eftirmálar þess hefðu átt sér stað. Hún hefði dvalið mikið í Hafnarfirði á þeim tíma. Konan sagðist ekki kannast við að hafa tekið við töskunni frá Stefáni, eða þá brennt hana að hans beiðni. Hún mundi einungis eftir tösku sem hún hefði fengið frá öðrum manni, ótengda þessari. Sagðist hafa verið í tómu tjóni Maðurinn gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnað íklæddur Manchester United-treyju. Hann minnti að hann hefði verið með konunni heima hjá henni um þetta leyti, daginn eftir að atburðir Gufunesmálsins áttu sér stað. Hann sagðist þó muna afar lítið. „Ég var búinn að vera í tómu tjóni þarna í lengri tíma,“ sagði hann og bætti við að hann væri nýkominn úr meðferð. „Þetta gæti alveg hafa gerst“ Borin var undir hann lögregluskýrsla sem hann hafði gefið hjá lögreglu um þennan bruna. Þar sagði hann að þetta kvöld hefðu þau tvö setið heima hjá henni og fengið sér bjór. Um eittleytið um nóttina hefði konan tekið svarta og gráa íþróttastöku. Í henni hafi verið úlpa, hvít, svört og rauð á litinn, og blóðug föt af Stefáni Blackburn, sem hafi komið með töskuna þarna áður. Konan hafi farið með honum og töskunni að Tangarbryggju. Þar hafi hún tekið upp bensínbrúsa og kveikt í töskunni. Maðurinn sagðist ekki muna eftir þessu núna. „Ertu að segja mér að þú munir þetta ekki?“ spurði Karl Ingi Vilbergsson saksóknari málsins. „Þetta gæti alveg hafa gerst,“ svaraði hann. Dómarinn spurði hann þá hvort hann hefði sagt satt í skýrslutöku hjá lögreglu, og hann sagði svo vera. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Ölfus Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Fimm eru ákærð í málinu. Það eru þeir Stefán, sem er 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára sem eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk fjárdráttar. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Umrædd taska var einnig til umfjöllunar í þinghaldi málsins í gær. Fram kom að þegar hún fannst hafi verið búið var að kveikja í henni, en þrátt fyrir það hafi fundist leifar af úlpu með lífsýni úr Lúkasi. Stefán var spurður hvort hann hafi komið að því að brenna töskuna. „Ekki svo ég muni. Ég kveikti ekki í henni sjálfur, ef þú meinar það. Ég man ekki eftir að hafa beðið neinn um að kveikja í henni eða rétt einhverjum töskuna.“ Mundi bara eftir annarri tösku Tvö vitni, karl og kona, voru spurð út í töskuna við aðalmeðferðina í dag. Brunaleifarnar munu hafa fundist skammt frá heimili konunnar í Reykjavík. Fyrir dómi sagðist hún þó ekki muna hvort hún hefði verið heima hjá sér um það leyti sem atburðir Gufunesmálsins og eftirmálar þess hefðu átt sér stað. Hún hefði dvalið mikið í Hafnarfirði á þeim tíma. Konan sagðist ekki kannast við að hafa tekið við töskunni frá Stefáni, eða þá brennt hana að hans beiðni. Hún mundi einungis eftir tösku sem hún hefði fengið frá öðrum manni, ótengda þessari. Sagðist hafa verið í tómu tjóni Maðurinn gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnað íklæddur Manchester United-treyju. Hann minnti að hann hefði verið með konunni heima hjá henni um þetta leyti, daginn eftir að atburðir Gufunesmálsins áttu sér stað. Hann sagðist þó muna afar lítið. „Ég var búinn að vera í tómu tjóni þarna í lengri tíma,“ sagði hann og bætti við að hann væri nýkominn úr meðferð. „Þetta gæti alveg hafa gerst“ Borin var undir hann lögregluskýrsla sem hann hafði gefið hjá lögreglu um þennan bruna. Þar sagði hann að þetta kvöld hefðu þau tvö setið heima hjá henni og fengið sér bjór. Um eittleytið um nóttina hefði konan tekið svarta og gráa íþróttastöku. Í henni hafi verið úlpa, hvít, svört og rauð á litinn, og blóðug föt af Stefáni Blackburn, sem hafi komið með töskuna þarna áður. Konan hafi farið með honum og töskunni að Tangarbryggju. Þar hafi hún tekið upp bensínbrúsa og kveikt í töskunni. Maðurinn sagðist ekki muna eftir þessu núna. „Ertu að segja mér að þú munir þetta ekki?“ spurði Karl Ingi Vilbergsson saksóknari málsins. „Þetta gæti alveg hafa gerst,“ svaraði hann. Dómarinn spurði hann þá hvort hann hefði sagt satt í skýrslutöku hjá lögreglu, og hann sagði svo vera.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Lögreglumál Ölfus Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira