Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Jón Þór Stefánsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 26. ágúst 2025 11:36 Matthías Björn sætir gæsluvarðhaldi. Í bakgrunni sést í Sævar Þór Jónsson verjandi hans. Vísir/Anton Foreldrar Matthíasar Björns Erlingssonar, eins sakbornings Gufunesmálsins svokallaða, gáfu skýrslu við aðalmeðferðmálsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Móðir hans lýsti honum sem blíðum og góðum dreng sem hefði aldrei sýnt af sér ofbeldishegðun. Fimm eru ákærð í Gufunesmálinu. Þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías, sem er 19 ára sem eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk fjárdráttar. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Matthías gaf skýrslu fyrir dómi í gærmorgun og má lesa um það hér að neðan. Eitthvað sem hafði ekki gerst áður Móðir Matthíasar segir að hann hafi verið heima þetta kvöld, í herberginu sínu. Um tíu- eða hálfellefuleytið hafi hann sagst ætla að fara út og koma snemma heim, fyrir miðnætti. Hún sagðist hafa beðið hann um að fara ekki. Fósturfaðir hans hefði ákveðið að bíða eftir honum og reynt að ná í hann um miðnætti. Annar maður en Matthías hafi svarað honum, og það komið þeim í opna skjöldu, en faðirinn mun þá hafa vakið móðiruna. „Um miðnætti sendi ég honum skilaboðin: „Ætlaðir þú ekki að vera kominn heim?“ Ég fæ ekkert svar. Korter yfir tólf er mér svarað, það er maður sem svarar í símann hans og ég spyr hvort Matthías sé þarna, og þá er mér svarað „Ert þú forráðamaður Hauks?“ Ég segi nei, og þá er skellt á,“ sagði fósturfaðirinn fyrir dómi sem vakti móðurina í kjölfarið. „Ég verð mjög stressuð því það er ekki eitthvað sem hefur gerst áður, hann svarar alltaf sjálfur í sinn síma,“ sagði móðir Matthíasar. Þess má geta að Matthías hélt því fram fyrir dómi að Stefán Blackburn hefði hringt í hann og beðið hann að hjálpa við að laga bilaða Teslu. Þegar hann hafi mætt á vettvang hafi blasað við honum maður með poka yfir höfðinu, sem mun hafa verið Hjörleifur, hinn látni í málinu. Þá sagði Matthías að Stefán Blackburn hefði tekið símann af honum þegar hann mætti og farið að hringja. Skilaði sér ekki heim um morguninn Móðir Matthíasar segir að eftir að faðirinn vakti hana hafi hún farið fram úr, og hringt ítrekað í son sinn sem ekki hafi svarað. Matthías hafi síðan svarað skömmu fyrir eitt. „Hann segir mér að það sé allt í lagi, og að hann sé á leiðinni heim,“ sagði hún. Henni hafi tekist að sofna, en sofið órólega og mikið vaknað. Um fimm- eða hálfsexleytið hafi hún vaknað og athugað hvort hann hafi skilað sér heim sem hann hafði ekki gert. Þau hafi haldið áfram að hringja um morguninn og þau ákveðið að hann myndi fara á lögreglustöð og tilkynna hann týndan, sem hann hafi gert. Síðan hafi móðirin fengið símtal um hádegisleytið frá lögfræðiskrifstofu Matthíasar um að hann væri staddur þar. Hún hafi síðan sótt hann, en skömmu eftir komuna heim hafi Matthías verið handtekinn. Heimsókn skömmu eftir handtökuna Örfáum dögum eftir handtökuna hafi ungur maður komið heim til þeirra og hvatt Matthías til að skipta um lögmann. „Hann kynnir sig sem vin hans Matthíasar, kynnir sig með nafni, við höfðum ekki hitt hann áður. Hann var ekki ógnandi. Hann sýndi okkur Facebook-prófíl hjá lögfræðingi og sagði að Matthías ætti að fara til þessa lögfræðings,“sagði móðirin. „Við erum í miklu uppnámi og tjáum honum það að við getum ekkert haft samband við Matthías því hann sé í einangrun,“ sagði fósturfaðirinn. „Hann hefur ekki komið heim til okkar áður, þessi drengur.“ Sigurður G. Gíslason, dómarinn í málinu, spurði móðurina hvort þessi ungi maður hefði tekið þessa tillögu upp hjá sjálfum sér eða hvort þetta væri frá öðrum komið. „Við þráspurðum hann og hann sagði alltaf bara „þeir“. Hann sagði ekkert meira.“ Aldrei sýnt af sér ofbeldishegðun Verjandi Matthíasar bað móður hans um að lýsa syni sínum. Hún sagðist ekki þekkja til þess að hann hefði tekið þátt í neinu þessu líku áður. „Matthías er blíður og góður. Hann hefur alltaf verið góður og aldrei sýnt af sér neina ofbeldishegðun eða neitt svoleiðis,“ sagði hún. „Hann er ekki í neyslu. Við höfum aldrei orðið vör við það að hann hafi verið í neyslu eða fengið vitneskju um að hann hafi lent í veseni hjá lögreglunni eða neitt svoleiðis.“ Lögreglumál Manndráp í Gufunesi Dómsmál Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Fimm eru ákærð í Gufunesmálinu. Þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías, sem er 19 ára sem eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk fjárdráttar. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Matthías gaf skýrslu fyrir dómi í gærmorgun og má lesa um það hér að neðan. Eitthvað sem hafði ekki gerst áður Móðir Matthíasar segir að hann hafi verið heima þetta kvöld, í herberginu sínu. Um tíu- eða hálfellefuleytið hafi hann sagst ætla að fara út og koma snemma heim, fyrir miðnætti. Hún sagðist hafa beðið hann um að fara ekki. Fósturfaðir hans hefði ákveðið að bíða eftir honum og reynt að ná í hann um miðnætti. Annar maður en Matthías hafi svarað honum, og það komið þeim í opna skjöldu, en faðirinn mun þá hafa vakið móðiruna. „Um miðnætti sendi ég honum skilaboðin: „Ætlaðir þú ekki að vera kominn heim?“ Ég fæ ekkert svar. Korter yfir tólf er mér svarað, það er maður sem svarar í símann hans og ég spyr hvort Matthías sé þarna, og þá er mér svarað „Ert þú forráðamaður Hauks?“ Ég segi nei, og þá er skellt á,“ sagði fósturfaðirinn fyrir dómi sem vakti móðurina í kjölfarið. „Ég verð mjög stressuð því það er ekki eitthvað sem hefur gerst áður, hann svarar alltaf sjálfur í sinn síma,“ sagði móðir Matthíasar. Þess má geta að Matthías hélt því fram fyrir dómi að Stefán Blackburn hefði hringt í hann og beðið hann að hjálpa við að laga bilaða Teslu. Þegar hann hafi mætt á vettvang hafi blasað við honum maður með poka yfir höfðinu, sem mun hafa verið Hjörleifur, hinn látni í málinu. Þá sagði Matthías að Stefán Blackburn hefði tekið símann af honum þegar hann mætti og farið að hringja. Skilaði sér ekki heim um morguninn Móðir Matthíasar segir að eftir að faðirinn vakti hana hafi hún farið fram úr, og hringt ítrekað í son sinn sem ekki hafi svarað. Matthías hafi síðan svarað skömmu fyrir eitt. „Hann segir mér að það sé allt í lagi, og að hann sé á leiðinni heim,“ sagði hún. Henni hafi tekist að sofna, en sofið órólega og mikið vaknað. Um fimm- eða hálfsexleytið hafi hún vaknað og athugað hvort hann hafi skilað sér heim sem hann hafði ekki gert. Þau hafi haldið áfram að hringja um morguninn og þau ákveðið að hann myndi fara á lögreglustöð og tilkynna hann týndan, sem hann hafi gert. Síðan hafi móðirin fengið símtal um hádegisleytið frá lögfræðiskrifstofu Matthíasar um að hann væri staddur þar. Hún hafi síðan sótt hann, en skömmu eftir komuna heim hafi Matthías verið handtekinn. Heimsókn skömmu eftir handtökuna Örfáum dögum eftir handtökuna hafi ungur maður komið heim til þeirra og hvatt Matthías til að skipta um lögmann. „Hann kynnir sig sem vin hans Matthíasar, kynnir sig með nafni, við höfðum ekki hitt hann áður. Hann var ekki ógnandi. Hann sýndi okkur Facebook-prófíl hjá lögfræðingi og sagði að Matthías ætti að fara til þessa lögfræðings,“sagði móðirin. „Við erum í miklu uppnámi og tjáum honum það að við getum ekkert haft samband við Matthías því hann sé í einangrun,“ sagði fósturfaðirinn. „Hann hefur ekki komið heim til okkar áður, þessi drengur.“ Sigurður G. Gíslason, dómarinn í málinu, spurði móðurina hvort þessi ungi maður hefði tekið þessa tillögu upp hjá sjálfum sér eða hvort þetta væri frá öðrum komið. „Við þráspurðum hann og hann sagði alltaf bara „þeir“. Hann sagði ekkert meira.“ Aldrei sýnt af sér ofbeldishegðun Verjandi Matthíasar bað móður hans um að lýsa syni sínum. Hún sagðist ekki þekkja til þess að hann hefði tekið þátt í neinu þessu líku áður. „Matthías er blíður og góður. Hann hefur alltaf verið góður og aldrei sýnt af sér neina ofbeldishegðun eða neitt svoleiðis,“ sagði hún. „Hann er ekki í neyslu. Við höfum aldrei orðið vör við það að hann hafi verið í neyslu eða fengið vitneskju um að hann hafi lent í veseni hjá lögreglunni eða neitt svoleiðis.“
Lögreglumál Manndráp í Gufunesi Dómsmál Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira