Metaregn í hlýindum á Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 26. ágúst 2025 10:07 Drengur að leik í gosbrunni í hlýindunum í maí. Mesta hitabylgja sem vitað er um í maí setti svip sinn á mánuðinn. Vísir/Anton Óvenjuleg hlýindi hafa einkennt það sem af er ári. Vorið var það hlýjasta sem sögur fara af og maí og júlí voru þeir hlýjustu á landsvísu frá upphafi mælinga. Ný landsmet voru einnig slegin fyrir bæði maí og ágúst. Árið 2025 er sagt hafa þegar skráð sig í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta sem mælst hefur á Íslandi í yfirferð um tíðina það sem af er ári sem birtist á vefsíðu Veðurstofu Íslands í dag. Ný met hafi verið sett í einstökum mánuðum og á landsvísu. Hlýindin hófust af krafti í maí með tíu daga hitabylgju sem gerði hann hlýjasta maímánuð frá upphafi mælinga. Hitabylgjan sjálf var jafnframt sú mesta sem vitað er um í maímánuði. Meðalhiti í byggðum landsins var 8,4 stig sem var 0,8 stigum hærra en fyrra met frá 1935. Nýtt landsmet fyrir maí var sett á Egilsstaðaflugvelli þegar 26,6 gráður mældust þar 15. maí. Met voru set á nánast öllum veðurstöðvum landsins og fór hiti í tuttugu stig eða meira ellefu daga í maí, þar af tíu daga í röð í hitabylgjunni. Alþjóðleg rannsókn leiddi í ljós að loftslagsbreytingar af völdum manna gerðu hitabylgjuna fjörutíu sinnum líklegri en ella og þremur gráðum heitari að meðaltali. Saman voru apríl og maí hlýjasta vor á landsvísu sem skráð hefur verið. Fyrra met hafði staðið í rúma hálfa öld. Jafnaði meira en níutíu ára gamalt júlímet Júlí jafnaði svo met yfir hlýjasta júlímánuð frá 1933. Sérstaklega voru hlýindin mikil á Norðaustur- og Austurlandi þar sem meðalhiti fór yfir fjórtán stig á Egilsstöðum og Hallormsstað. Slíkt er sagt afar sjaldgæft á Íslandi. Hiti mældist tuttugu stig eða meira í 28 daga í júlí. Fjöldi hámarkshitameta fyrir júlí féll á landinu 14. júlí en þá fór hitinn í eða yfir tuttugu gráður á sjötíu prósentum allra veðurstöðva. Hæsti hitinn í júlí mældist á Hjarðarlandi í Biskupstungum, 29,5 stig, sem er með því mesta sem nokkru sinni hefur mælst á Íslandi. Hæsti hiti í tæp áttatíu ár Hitinn hefur haldið áfram í ágúst, sérstaklega á Austurlandi. Dagana 16. og 17. ágúst mældust 29,8 gráður á Egilsstaðaflugvelli sem var nýtt landsmet fyrir ágúst. Sló það fyrra met frá Hallormsstað um 0,4 stig frá 2021. Það var jafnframt hæsti hiti sem hefur mælst á landinu frá 1946 þegar hiti mældist þrjátíu stig á Hallormsstað. Veður Loftslagsmál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Árið 2025 er sagt hafa þegar skráð sig í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta sem mælst hefur á Íslandi í yfirferð um tíðina það sem af er ári sem birtist á vefsíðu Veðurstofu Íslands í dag. Ný met hafi verið sett í einstökum mánuðum og á landsvísu. Hlýindin hófust af krafti í maí með tíu daga hitabylgju sem gerði hann hlýjasta maímánuð frá upphafi mælinga. Hitabylgjan sjálf var jafnframt sú mesta sem vitað er um í maímánuði. Meðalhiti í byggðum landsins var 8,4 stig sem var 0,8 stigum hærra en fyrra met frá 1935. Nýtt landsmet fyrir maí var sett á Egilsstaðaflugvelli þegar 26,6 gráður mældust þar 15. maí. Met voru set á nánast öllum veðurstöðvum landsins og fór hiti í tuttugu stig eða meira ellefu daga í maí, þar af tíu daga í röð í hitabylgjunni. Alþjóðleg rannsókn leiddi í ljós að loftslagsbreytingar af völdum manna gerðu hitabylgjuna fjörutíu sinnum líklegri en ella og þremur gráðum heitari að meðaltali. Saman voru apríl og maí hlýjasta vor á landsvísu sem skráð hefur verið. Fyrra met hafði staðið í rúma hálfa öld. Jafnaði meira en níutíu ára gamalt júlímet Júlí jafnaði svo met yfir hlýjasta júlímánuð frá 1933. Sérstaklega voru hlýindin mikil á Norðaustur- og Austurlandi þar sem meðalhiti fór yfir fjórtán stig á Egilsstöðum og Hallormsstað. Slíkt er sagt afar sjaldgæft á Íslandi. Hiti mældist tuttugu stig eða meira í 28 daga í júlí. Fjöldi hámarkshitameta fyrir júlí féll á landinu 14. júlí en þá fór hitinn í eða yfir tuttugu gráður á sjötíu prósentum allra veðurstöðva. Hæsti hitinn í júlí mældist á Hjarðarlandi í Biskupstungum, 29,5 stig, sem er með því mesta sem nokkru sinni hefur mælst á Íslandi. Hæsti hiti í tæp áttatíu ár Hitinn hefur haldið áfram í ágúst, sérstaklega á Austurlandi. Dagana 16. og 17. ágúst mældust 29,8 gráður á Egilsstaðaflugvelli sem var nýtt landsmet fyrir ágúst. Sló það fyrra met frá Hallormsstað um 0,4 stig frá 2021. Það var jafnframt hæsti hiti sem hefur mælst á landinu frá 1946 þegar hiti mældist þrjátíu stig á Hallormsstað.
Veður Loftslagsmál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira