Fótbolti

Inter byrjar tíma­bilið á stór­sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcus Thuram fagnar öðru marka sinna í stórsigri á Internazionale í kvöld.
Marcus Thuram fagnar öðru marka sinna í stórsigri á Internazionale í kvöld. Getty/Alessandro Sabattini

Internazionale vann stórsigur á Torino í kvöld í fyrstu umferð ítölsku deildarinnar. 5-0 sigur þýðir að liðið er í toppsætinu í Seríu A.

Inter komst í 2-0 í fyrri hálfleik og bætti síðan við þremur mörkum í seinni hálfleiknum.

Marcus Thuram skoraði tvívegis en hin mörkin skoruðu þeir Alessandro Bastoni, Lautaro Martinez og Ange-Yoan Bonny.

Inter menn enduðu í öðru sæti í deildinni á síðasta tímabili en leikmenn liðsins senda skilaboð strax í fyrsta leik. 

Udinese og Hellas Verona gerðu 1-1 jafntefli í hinum leik dagsins.

Thomas Kristensen kom Udinese yfir en Suat Serdar jafnaði sautján mínútum fyrir leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×