Fótbolti

Albert lagði upp mark Fiorentina

Siggeir Ævarsson skrifar
Albert fagnar markinu með liðsfélögum sínum
Albert fagnar markinu með liðsfélögum sínum EPA/FABIO MURRU

Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina byrjuðu tímabilið í Seríu A á 1-1 jafntefli gegn Cagliari í kvöld en heimamenn í Cagliari jöfnuðu metin í blálokin.

Mark Fiorentina kom á 68. mínútu þegar Albert sendi hárnákvæma sendingu inn á teiginn utan af hægri vængnum og beint á kollinn á Marin Pongracic. Albert fór síðan af velli á 72. mínútu.

Fiorentina náði ekki að hanga á markinu en heimamenn jöfnuðu metin á 95. mínútu. Lokatölur 1-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×