Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. ágúst 2025 07:07 Ódýrar íbúðir seljast hratt á meðan dýrar íbúðir seljast hægar. Vísir/Vilhelm Rúmlega einn af hverjum átta kaupsamningum sem gerðir voru í júní voru um íbúð í nýbyggingu. Þinglýstir kaupsamningar voru 991, þar af 132 um nýjar íbúðir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar en þar segir einnig að umsvif á fasteignamarkaði hafi verið í takt við meðaltal síðust ára. Veltan var rúmlega 74,9 milljarðar króna og meðalvelta á hvern kaupsamning 75,6 milljónir króna. Meðalvelta á hvern kaupsamning um nýja íbúð var 92,4 milljónir króna, samanborið við 73 milljóna króna meðalveltu á öðrum íbúðum. „Þrátt fyrir að fasteignaverð hafi hækkað í takt við verðbólgu á síðustu tólf mánuðum hefur húsnæðiskostnaður hækkað mun hraðar í verðlagsmælingum Hagstofu,“ segir í skýrslunni. „Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs, sem Hagstofa mælir, hækkaði um 7,1% á milli júlímánaða 2024 og 2025. Misræmi er á milli þróunar íbúðaverðs og húsnæðisliðarins þar sem Hagstofa tekur ekki lengur mið af fasteignaverði í útreikningi sínum á húsnæðiskostnaði, heldur leiguverði.“ Nýjar íbúðir seljast sjaldnast á undirverði Dýrari íbúðir eru að meðaltali um 80 prósent lengur að seljast en ódýrari íbúðir. Þá eru nýjar íbúðir tvöfalt lengur að seljast en eldri íbúðir. Markaður fyrir notaðar íbúðir er sagður í jafnvægi og samningsstaða seljenda og kaupenda álika sterk um þessar mundir. Þrátt fyrir dræma sölu virðast nýjar íbúðir sjaldnast seljast á undirverði en á sama tíma er ljóst að margar nýjar íbúðir eru óseldar. „Frá áramótum hefur færst í aukana að verð sé lækkað á auglýstum íbúðum í nýbyggingum á höfuðborgarsvæðinu. Í nýliðnum júlímánuði var auglýst verð til að mynda lækkað í 28 tilfellum um að meðaltali 5,4 milljónir króna. Til samanburðar var auglýst verð einungis lækkað í 8 tilfellum í janúar 2025 um að meðaltali 6,5 milljónir króna,“ segir í skýrslunni. Um leigumarkaðinn er það að segja að í júlí voru gerðir færri leigusamningar á sama tíma og virkum leitendum fjölgaði milli mánaða. Hlutfall virkra í leit á hvern leigusamning hækkaði úr 1,7 í júní í 2,2 í júlí. Um 1.700 nýir leigusamningar tóku gildi í júlí. Samkvæmt skýrslu HMS búa landsmenn að meðaltali í eignum sem eru 125 fermetrar að stærð og telja fjögur herbergi. Núverandi húsnæði leigjenda er að meðaltali 76 fermetrar að stærð, samanborið við 136 fermetra húsnæðiseigenda. „Þrátt fyrir leiguverðshækkanir síðustu ára er leiguverð sem hlutfall af fasteignaverði enn um fimmtungi (19%) lægra en það var fyrir 2020. Leiguverð sem hlutfall af fasteignaverði lækkaði hratt á tímum heimsfaraldursins, þar sem eftirspurn eftir leiguhúsnæði dróst saman á meðan eftirspurn á fasteignamarkaði jókst í kjölfar vaxtalækkana á íbúðalánamarkaði.“ Skýrsluna má finna hér. Húsnæðismál Neytendur Fasteignamarkaður Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar en þar segir einnig að umsvif á fasteignamarkaði hafi verið í takt við meðaltal síðust ára. Veltan var rúmlega 74,9 milljarðar króna og meðalvelta á hvern kaupsamning 75,6 milljónir króna. Meðalvelta á hvern kaupsamning um nýja íbúð var 92,4 milljónir króna, samanborið við 73 milljóna króna meðalveltu á öðrum íbúðum. „Þrátt fyrir að fasteignaverð hafi hækkað í takt við verðbólgu á síðustu tólf mánuðum hefur húsnæðiskostnaður hækkað mun hraðar í verðlagsmælingum Hagstofu,“ segir í skýrslunni. „Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs, sem Hagstofa mælir, hækkaði um 7,1% á milli júlímánaða 2024 og 2025. Misræmi er á milli þróunar íbúðaverðs og húsnæðisliðarins þar sem Hagstofa tekur ekki lengur mið af fasteignaverði í útreikningi sínum á húsnæðiskostnaði, heldur leiguverði.“ Nýjar íbúðir seljast sjaldnast á undirverði Dýrari íbúðir eru að meðaltali um 80 prósent lengur að seljast en ódýrari íbúðir. Þá eru nýjar íbúðir tvöfalt lengur að seljast en eldri íbúðir. Markaður fyrir notaðar íbúðir er sagður í jafnvægi og samningsstaða seljenda og kaupenda álika sterk um þessar mundir. Þrátt fyrir dræma sölu virðast nýjar íbúðir sjaldnast seljast á undirverði en á sama tíma er ljóst að margar nýjar íbúðir eru óseldar. „Frá áramótum hefur færst í aukana að verð sé lækkað á auglýstum íbúðum í nýbyggingum á höfuðborgarsvæðinu. Í nýliðnum júlímánuði var auglýst verð til að mynda lækkað í 28 tilfellum um að meðaltali 5,4 milljónir króna. Til samanburðar var auglýst verð einungis lækkað í 8 tilfellum í janúar 2025 um að meðaltali 6,5 milljónir króna,“ segir í skýrslunni. Um leigumarkaðinn er það að segja að í júlí voru gerðir færri leigusamningar á sama tíma og virkum leitendum fjölgaði milli mánaða. Hlutfall virkra í leit á hvern leigusamning hækkaði úr 1,7 í júní í 2,2 í júlí. Um 1.700 nýir leigusamningar tóku gildi í júlí. Samkvæmt skýrslu HMS búa landsmenn að meðaltali í eignum sem eru 125 fermetrar að stærð og telja fjögur herbergi. Núverandi húsnæði leigjenda er að meðaltali 76 fermetrar að stærð, samanborið við 136 fermetra húsnæðiseigenda. „Þrátt fyrir leiguverðshækkanir síðustu ára er leiguverð sem hlutfall af fasteignaverði enn um fimmtungi (19%) lægra en það var fyrir 2020. Leiguverð sem hlutfall af fasteignaverði lækkaði hratt á tímum heimsfaraldursins, þar sem eftirspurn eftir leiguhúsnæði dróst saman á meðan eftirspurn á fasteignamarkaði jókst í kjölfar vaxtalækkana á íbúðalánamarkaði.“ Skýrsluna má finna hér.
Húsnæðismál Neytendur Fasteignamarkaður Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira